Písa-krísa Herdís Magnea Hübner skrifar 12. desember 2019 11:30 Ég er nú svo gömul sem á grönum má sjá og hef kennt lestur og íslensku í grunnskóla í yfir 40 ár – á landsbyggðinni í þokkabót, svo líklega ætti ég bara að hafa hægt um mig og skammast mín fyrir pisa-niðurstöðurnar skelfilegu sem sýna endalausa afturför í þessum greinum. Satt er það að þegar ég byrjaði að kenna voru börn almennt sólgin í að lesa, sérstaklega sínar eigin bækur sem þau höfðu valið sjálf og tekið með sér að heiman. Þá var ekkert skólabókasafn í skólanum og lestrarbækurnar frá Bókaútgáfu námsbóka voru ekki mjög spennandi. Við leyfðum svona yndislestur til hátíðabrigða í frjálsum tímum o.þ.h. og hann var alltaf mjög vinsæll. Svo leið tíminn og ég varð vör við að áhugi barnanna á lestrinum dofnaði, það kom jafnvel fyrir að þau höfðu enga bók meðferðis til að grípa í. Ég gerði könnun á lestrarvenjum barnanna í skólanum mínum, frá 3.-10. bekk og spurði þar ýmissa spurninga. Mig minnir að þetta hafi verið 1999. Könnunin staðfesti það sem mig grunaði, mér fannst börnin lesa ansi lítið. Svo við fórum að leyfa þeim oftar að lesa „frjálst“ í skólanum og fara á skólabókasafnið sem þá var komið, til að velja sér bækur og gripum til ýmissa annarra ráða. Ég endurtók könnunina 5 árum seinna og sá þá að enn hafði sigið á ógæfuhliðina. Og sagan endurtók sig 2009 og árið 2014 þegar könnunin var gerð í síðasta sinn, var allt komið í kaldakol þrátt fyrir ýmsar aðgerðir og „lestrarátök“ og stöðuga hvatningu, bæði til nemenda og foreldra. Börnin höfðu fáar bækur lesið, fengu fáar bækur í jólagjöf, sögðust lítinn áhuga hafa á þeim, fóru aldrei á bæjarbókasafnið, fengu bækur eingöngu á skólabókasafninu og gátu hvorki nefnt uppáhaldsbækur né höfunda. Nú þýðir ekkert að leggja þessa könnun fyrir oftar vegna þess að hún byggðist á lestri bóka að eigin vali, heimalestri en ekki lestri skólabóka eða lestri í skólanum. Það er tómt mál um að tala, börn (og foreldrar) líta langflest svo á að bóklestur sé hluti af skólastarfinu, ekki tómstundagaman sem maður stundar heima hjá sér. Ég geri það stundum af skömmum mínum þegar ég er að kveðja börnin á vorin, að segja sem svo: Jæja, nú ertu að verða búin með þessa bók, hvað ætlarðu svo að lesa næst? Börnin reka upp stór augu og hnussa: Ekkert! Skólinn er búinn. Auðvitað er þetta ekki algilt, það eru til börn sem lesa bækur sér til skemmtunar í frítíma. En þau eru svo miklu færri en áður. Því skal engan undra að börn hafi minni (ekki bara annan) orðaforða á íslensku núna en börn höfðu fyrir 40 árum. Fyrir utan minni bóklestur er margt annað sem er gerbreytt. Þegar ég var að alast upp (ég veit, það er mjög langt síðan) átti Ríkisútvarpið, gamla gufan stóran þátt í uppeldinu. Ég hlustaði á alls konar sögur, leikrit, barnatíma og hitt og þetta – og þar var nú ekki töluð vitleysan. Ég held að börn hlusti núna almennt mjög lítið á útvarp eða talað mál annars staðar. Svo eru áhrif enskunnar enn einn kapítulinn. Og blessuð snjalltækin. Fyrir 40 árum höfðu flestir kennarar mun minni menntun en í dag. Lestrarkennslu var nánast hætt eftir 5. bekk, orðaforðavinna var lítil og skólabókasöfn óvíða til. Nú orðið sendir Menntamálastofnun frá sér úrvalslestrarbækur í stríðum straumum, samdar af fremstu rithöfundum þjóðarinnar. Í dag er skóladagurinn lengri, kennarar hámenntaðir, endurmenntaðir og símenntaðir, bekkir fámennir, sérkennarar, þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar á hverjum fingri og allt okkar púður fer í að kenna lestur og orðaforða. Hvernig stendur þá á þessari hörmungarframmistöðu í pisa, aftur og aftur? Ég er örugglega síst til þess fallin að þykjast hafa vit á því en mig grunar að skýringarinnar hljóti að vera að leita fyrir utan skólana. Góð ráð kann ég ekki, mér finnst við sífellt vera að gera allt sem við getum og höfum kunnáttu og hugmyndaflug til. Mér dettur stundum í hug að best væri að banna börnum alveg að lesa og sjá til hvort það yrði aftur spennandi. En það fæst líklega ekki samþykkt.Höfundur er grunnskólakennari á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál PISA-könnun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ég er nú svo gömul sem á grönum má sjá og hef kennt lestur og íslensku í grunnskóla í yfir 40 ár – á landsbyggðinni í þokkabót, svo líklega ætti ég bara að hafa hægt um mig og skammast mín fyrir pisa-niðurstöðurnar skelfilegu sem sýna endalausa afturför í þessum greinum. Satt er það að þegar ég byrjaði að kenna voru börn almennt sólgin í að lesa, sérstaklega sínar eigin bækur sem þau höfðu valið sjálf og tekið með sér að heiman. Þá var ekkert skólabókasafn í skólanum og lestrarbækurnar frá Bókaútgáfu námsbóka voru ekki mjög spennandi. Við leyfðum svona yndislestur til hátíðabrigða í frjálsum tímum o.þ.h. og hann var alltaf mjög vinsæll. Svo leið tíminn og ég varð vör við að áhugi barnanna á lestrinum dofnaði, það kom jafnvel fyrir að þau höfðu enga bók meðferðis til að grípa í. Ég gerði könnun á lestrarvenjum barnanna í skólanum mínum, frá 3.-10. bekk og spurði þar ýmissa spurninga. Mig minnir að þetta hafi verið 1999. Könnunin staðfesti það sem mig grunaði, mér fannst börnin lesa ansi lítið. Svo við fórum að leyfa þeim oftar að lesa „frjálst“ í skólanum og fara á skólabókasafnið sem þá var komið, til að velja sér bækur og gripum til ýmissa annarra ráða. Ég endurtók könnunina 5 árum seinna og sá þá að enn hafði sigið á ógæfuhliðina. Og sagan endurtók sig 2009 og árið 2014 þegar könnunin var gerð í síðasta sinn, var allt komið í kaldakol þrátt fyrir ýmsar aðgerðir og „lestrarátök“ og stöðuga hvatningu, bæði til nemenda og foreldra. Börnin höfðu fáar bækur lesið, fengu fáar bækur í jólagjöf, sögðust lítinn áhuga hafa á þeim, fóru aldrei á bæjarbókasafnið, fengu bækur eingöngu á skólabókasafninu og gátu hvorki nefnt uppáhaldsbækur né höfunda. Nú þýðir ekkert að leggja þessa könnun fyrir oftar vegna þess að hún byggðist á lestri bóka að eigin vali, heimalestri en ekki lestri skólabóka eða lestri í skólanum. Það er tómt mál um að tala, börn (og foreldrar) líta langflest svo á að bóklestur sé hluti af skólastarfinu, ekki tómstundagaman sem maður stundar heima hjá sér. Ég geri það stundum af skömmum mínum þegar ég er að kveðja börnin á vorin, að segja sem svo: Jæja, nú ertu að verða búin með þessa bók, hvað ætlarðu svo að lesa næst? Börnin reka upp stór augu og hnussa: Ekkert! Skólinn er búinn. Auðvitað er þetta ekki algilt, það eru til börn sem lesa bækur sér til skemmtunar í frítíma. En þau eru svo miklu færri en áður. Því skal engan undra að börn hafi minni (ekki bara annan) orðaforða á íslensku núna en börn höfðu fyrir 40 árum. Fyrir utan minni bóklestur er margt annað sem er gerbreytt. Þegar ég var að alast upp (ég veit, það er mjög langt síðan) átti Ríkisútvarpið, gamla gufan stóran þátt í uppeldinu. Ég hlustaði á alls konar sögur, leikrit, barnatíma og hitt og þetta – og þar var nú ekki töluð vitleysan. Ég held að börn hlusti núna almennt mjög lítið á útvarp eða talað mál annars staðar. Svo eru áhrif enskunnar enn einn kapítulinn. Og blessuð snjalltækin. Fyrir 40 árum höfðu flestir kennarar mun minni menntun en í dag. Lestrarkennslu var nánast hætt eftir 5. bekk, orðaforðavinna var lítil og skólabókasöfn óvíða til. Nú orðið sendir Menntamálastofnun frá sér úrvalslestrarbækur í stríðum straumum, samdar af fremstu rithöfundum þjóðarinnar. Í dag er skóladagurinn lengri, kennarar hámenntaðir, endurmenntaðir og símenntaðir, bekkir fámennir, sérkennarar, þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar á hverjum fingri og allt okkar púður fer í að kenna lestur og orðaforða. Hvernig stendur þá á þessari hörmungarframmistöðu í pisa, aftur og aftur? Ég er örugglega síst til þess fallin að þykjast hafa vit á því en mig grunar að skýringarinnar hljóti að vera að leita fyrir utan skólana. Góð ráð kann ég ekki, mér finnst við sífellt vera að gera allt sem við getum og höfum kunnáttu og hugmyndaflug til. Mér dettur stundum í hug að best væri að banna börnum alveg að lesa og sjá til hvort það yrði aftur spennandi. En það fæst líklega ekki samþykkt.Höfundur er grunnskólakennari á Ísafirði.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun