„Ísmaðurinn“ orðinn leiður á að vera vondi karlinn í pílunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 14:30 Gerwyn Price fagnar sigri. Getty/Harry Trump Walesverjinn Gerwyn Price þykir líklegur til afreka á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem hefst á morgun. Price er fyrir fram talinn vera helsti keppinautur heimsmeistarans Michael van Gerwen. Annað árið í röð fá Íslendingar tækifæri til að fylgjast með heimsmeistaramótinu í pílukasti á sportstöðvum Stöðvar tvö. Páll Sævar Guðjónsson sem fylgjast með gangi mála á flestum kvöldum fram að jólum en fyrsta keppniskvöldið er á morgun. Augu margra verða á Gerwyn Price sem er þriðji á heimslistanum á eftir þeim Rob Cross og Michael van Gerwen sem hafa einmitt unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Gerwyn Price hefur lagt ofurkapp á að sleppa frá ímynd sinni sem vondi karlinn í pílunni. Hann gerði sér fljótt grein fyrir því að það er erfitt að ná árangri sem flesta í salnum á móti sér. Stælarnir höfðu gengið of langt og áhorfendur létu hann vita af óánægju sinni í hvert skipti. The booing "took its toll". Gerwyn Price says he is determined to leave his image as the bad boy of darts behind him. The PDC World Championships are just a few days away... Read: https://t.co/zbpsk2ztCTpic.twitter.com/p2ZjNSpTkv— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2019 Góð frammistaða Gerwyn Price og markviss vinna hans í að breyta ímyndinni hefur hjálpað til. Spekingar eru á því að hann hafi líka hæfileikana til að fara alla leið í ár. Það verður samt erfitt að vinna ríkjandi heimsmeistara Michael van Gerwen sem hefur unnið titilinn tvisvar sinnum á síðustu þremur árum og þrisvar alls. „Ég lét baulið ekkert trufla mig í byrjun en þetta gekk bara of langt,“ sagði Gerwyn Price við BBC. Hann gerði svolítið í því að leika vonda karlinn og ýta undir orðsporið en það kom að því að hann var búinn að fá nóg af því að vera vondi karlinn. „Ég hef ekkert á móti smá stríðni en að það að heyra baulið viku eftir viku var bara of mikið. Það var líka fyrir neðan beltisstað að heyra baulið þegar ég þurfti að ná mikilvægum tvennum,“ sagði Price. Price lék rúgbý á sínum tíma en fyrir tveimur mánuðum ákvað hann að biðja um frið. Hann lofaði að hætta stælunum og látalátunum og bað um að fá meiri frið þegar hann var að keppa. Áhorfendur hafa orðið við því og hver veit nema að hann fá góðan stuðning á HM í ár. Darts legend Phil Taylor feels the upcoming World Championship is a straight shootout between Michael van Gerwen and Gerwyn Price!#BetfredDarts— BETFRED (@Betfred) December 11, 2019 „Þetta hafði tekið sinn toll og ég þurfti að koma hreint fram. Síðan að ég gerði það hefur þetta verið miklu betra,“ sagði Price sem gengur undir gælunafninu Ísmaðurinn og hann gengur ávallt í salinn undir laginu „Ice Ice Baby“ með Vanilla Ice. Útsending frá fyrstu umferðinni á heimsmeistaramótinu í pílu hefst klukkan 19.00 á morgun á Stöð 2 Sport 2. Pílukast Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira
Walesverjinn Gerwyn Price þykir líklegur til afreka á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem hefst á morgun. Price er fyrir fram talinn vera helsti keppinautur heimsmeistarans Michael van Gerwen. Annað árið í röð fá Íslendingar tækifæri til að fylgjast með heimsmeistaramótinu í pílukasti á sportstöðvum Stöðvar tvö. Páll Sævar Guðjónsson sem fylgjast með gangi mála á flestum kvöldum fram að jólum en fyrsta keppniskvöldið er á morgun. Augu margra verða á Gerwyn Price sem er þriðji á heimslistanum á eftir þeim Rob Cross og Michael van Gerwen sem hafa einmitt unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Gerwyn Price hefur lagt ofurkapp á að sleppa frá ímynd sinni sem vondi karlinn í pílunni. Hann gerði sér fljótt grein fyrir því að það er erfitt að ná árangri sem flesta í salnum á móti sér. Stælarnir höfðu gengið of langt og áhorfendur létu hann vita af óánægju sinni í hvert skipti. The booing "took its toll". Gerwyn Price says he is determined to leave his image as the bad boy of darts behind him. The PDC World Championships are just a few days away... Read: https://t.co/zbpsk2ztCTpic.twitter.com/p2ZjNSpTkv— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2019 Góð frammistaða Gerwyn Price og markviss vinna hans í að breyta ímyndinni hefur hjálpað til. Spekingar eru á því að hann hafi líka hæfileikana til að fara alla leið í ár. Það verður samt erfitt að vinna ríkjandi heimsmeistara Michael van Gerwen sem hefur unnið titilinn tvisvar sinnum á síðustu þremur árum og þrisvar alls. „Ég lét baulið ekkert trufla mig í byrjun en þetta gekk bara of langt,“ sagði Gerwyn Price við BBC. Hann gerði svolítið í því að leika vonda karlinn og ýta undir orðsporið en það kom að því að hann var búinn að fá nóg af því að vera vondi karlinn. „Ég hef ekkert á móti smá stríðni en að það að heyra baulið viku eftir viku var bara of mikið. Það var líka fyrir neðan beltisstað að heyra baulið þegar ég þurfti að ná mikilvægum tvennum,“ sagði Price. Price lék rúgbý á sínum tíma en fyrir tveimur mánuðum ákvað hann að biðja um frið. Hann lofaði að hætta stælunum og látalátunum og bað um að fá meiri frið þegar hann var að keppa. Áhorfendur hafa orðið við því og hver veit nema að hann fá góðan stuðning á HM í ár. Darts legend Phil Taylor feels the upcoming World Championship is a straight shootout between Michael van Gerwen and Gerwyn Price!#BetfredDarts— BETFRED (@Betfred) December 11, 2019 „Þetta hafði tekið sinn toll og ég þurfti að koma hreint fram. Síðan að ég gerði það hefur þetta verið miklu betra,“ sagði Price sem gengur undir gælunafninu Ísmaðurinn og hann gengur ávallt í salinn undir laginu „Ice Ice Baby“ með Vanilla Ice. Útsending frá fyrstu umferðinni á heimsmeistaramótinu í pílu hefst klukkan 19.00 á morgun á Stöð 2 Sport 2.
Pílukast Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira