„Ísmaðurinn“ orðinn leiður á að vera vondi karlinn í pílunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 14:30 Gerwyn Price fagnar sigri. Getty/Harry Trump Walesverjinn Gerwyn Price þykir líklegur til afreka á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem hefst á morgun. Price er fyrir fram talinn vera helsti keppinautur heimsmeistarans Michael van Gerwen. Annað árið í röð fá Íslendingar tækifæri til að fylgjast með heimsmeistaramótinu í pílukasti á sportstöðvum Stöðvar tvö. Páll Sævar Guðjónsson sem fylgjast með gangi mála á flestum kvöldum fram að jólum en fyrsta keppniskvöldið er á morgun. Augu margra verða á Gerwyn Price sem er þriðji á heimslistanum á eftir þeim Rob Cross og Michael van Gerwen sem hafa einmitt unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Gerwyn Price hefur lagt ofurkapp á að sleppa frá ímynd sinni sem vondi karlinn í pílunni. Hann gerði sér fljótt grein fyrir því að það er erfitt að ná árangri sem flesta í salnum á móti sér. Stælarnir höfðu gengið of langt og áhorfendur létu hann vita af óánægju sinni í hvert skipti. The booing "took its toll". Gerwyn Price says he is determined to leave his image as the bad boy of darts behind him. The PDC World Championships are just a few days away... Read: https://t.co/zbpsk2ztCTpic.twitter.com/p2ZjNSpTkv— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2019 Góð frammistaða Gerwyn Price og markviss vinna hans í að breyta ímyndinni hefur hjálpað til. Spekingar eru á því að hann hafi líka hæfileikana til að fara alla leið í ár. Það verður samt erfitt að vinna ríkjandi heimsmeistara Michael van Gerwen sem hefur unnið titilinn tvisvar sinnum á síðustu þremur árum og þrisvar alls. „Ég lét baulið ekkert trufla mig í byrjun en þetta gekk bara of langt,“ sagði Gerwyn Price við BBC. Hann gerði svolítið í því að leika vonda karlinn og ýta undir orðsporið en það kom að því að hann var búinn að fá nóg af því að vera vondi karlinn. „Ég hef ekkert á móti smá stríðni en að það að heyra baulið viku eftir viku var bara of mikið. Það var líka fyrir neðan beltisstað að heyra baulið þegar ég þurfti að ná mikilvægum tvennum,“ sagði Price. Price lék rúgbý á sínum tíma en fyrir tveimur mánuðum ákvað hann að biðja um frið. Hann lofaði að hætta stælunum og látalátunum og bað um að fá meiri frið þegar hann var að keppa. Áhorfendur hafa orðið við því og hver veit nema að hann fá góðan stuðning á HM í ár. Darts legend Phil Taylor feels the upcoming World Championship is a straight shootout between Michael van Gerwen and Gerwyn Price!#BetfredDarts— BETFRED (@Betfred) December 11, 2019 „Þetta hafði tekið sinn toll og ég þurfti að koma hreint fram. Síðan að ég gerði það hefur þetta verið miklu betra,“ sagði Price sem gengur undir gælunafninu Ísmaðurinn og hann gengur ávallt í salinn undir laginu „Ice Ice Baby“ með Vanilla Ice. Útsending frá fyrstu umferðinni á heimsmeistaramótinu í pílu hefst klukkan 19.00 á morgun á Stöð 2 Sport 2. Pílukast Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Sjá meira
Walesverjinn Gerwyn Price þykir líklegur til afreka á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem hefst á morgun. Price er fyrir fram talinn vera helsti keppinautur heimsmeistarans Michael van Gerwen. Annað árið í röð fá Íslendingar tækifæri til að fylgjast með heimsmeistaramótinu í pílukasti á sportstöðvum Stöðvar tvö. Páll Sævar Guðjónsson sem fylgjast með gangi mála á flestum kvöldum fram að jólum en fyrsta keppniskvöldið er á morgun. Augu margra verða á Gerwyn Price sem er þriðji á heimslistanum á eftir þeim Rob Cross og Michael van Gerwen sem hafa einmitt unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Gerwyn Price hefur lagt ofurkapp á að sleppa frá ímynd sinni sem vondi karlinn í pílunni. Hann gerði sér fljótt grein fyrir því að það er erfitt að ná árangri sem flesta í salnum á móti sér. Stælarnir höfðu gengið of langt og áhorfendur létu hann vita af óánægju sinni í hvert skipti. The booing "took its toll". Gerwyn Price says he is determined to leave his image as the bad boy of darts behind him. The PDC World Championships are just a few days away... Read: https://t.co/zbpsk2ztCTpic.twitter.com/p2ZjNSpTkv— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2019 Góð frammistaða Gerwyn Price og markviss vinna hans í að breyta ímyndinni hefur hjálpað til. Spekingar eru á því að hann hafi líka hæfileikana til að fara alla leið í ár. Það verður samt erfitt að vinna ríkjandi heimsmeistara Michael van Gerwen sem hefur unnið titilinn tvisvar sinnum á síðustu þremur árum og þrisvar alls. „Ég lét baulið ekkert trufla mig í byrjun en þetta gekk bara of langt,“ sagði Gerwyn Price við BBC. Hann gerði svolítið í því að leika vonda karlinn og ýta undir orðsporið en það kom að því að hann var búinn að fá nóg af því að vera vondi karlinn. „Ég hef ekkert á móti smá stríðni en að það að heyra baulið viku eftir viku var bara of mikið. Það var líka fyrir neðan beltisstað að heyra baulið þegar ég þurfti að ná mikilvægum tvennum,“ sagði Price. Price lék rúgbý á sínum tíma en fyrir tveimur mánuðum ákvað hann að biðja um frið. Hann lofaði að hætta stælunum og látalátunum og bað um að fá meiri frið þegar hann var að keppa. Áhorfendur hafa orðið við því og hver veit nema að hann fá góðan stuðning á HM í ár. Darts legend Phil Taylor feels the upcoming World Championship is a straight shootout between Michael van Gerwen and Gerwyn Price!#BetfredDarts— BETFRED (@Betfred) December 11, 2019 „Þetta hafði tekið sinn toll og ég þurfti að koma hreint fram. Síðan að ég gerði það hefur þetta verið miklu betra,“ sagði Price sem gengur undir gælunafninu Ísmaðurinn og hann gengur ávallt í salinn undir laginu „Ice Ice Baby“ með Vanilla Ice. Útsending frá fyrstu umferðinni á heimsmeistaramótinu í pílu hefst klukkan 19.00 á morgun á Stöð 2 Sport 2.
Pílukast Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Sjá meira