Anníe Mist elskar jafnréttið í CrossFit heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir í viðtalinu með Liv Cooke. Mynd/Twitter/@GiveMeSportW Liv Cooke heimsótti Ísland á dögunum á vegum UEFA PlayAnywhere verkefnisins og fékk íslensku CrossFit stjörnuna Anníe Mist Þórisdóttur í viðtal. GiveMeSportW hefur nú birt brot úr viðtalinu við fyrstu konuna til að verða tvisvar sinnum heimsmeistari í CrossFit. Anníe Mist hvetur þar ungar konur til að fara í íþróttir og segir að þar fái þær tækifæri til að vera þær sjálfar. Talið barst meðal annars að því hvort margar konur skammast sín fyrir að vera með vöðva eða hvort að það sé allt að breytast á síðustu árum. Fótboltinn hefur verið mikil karlaíþrótt en Liv Cooke bendir á það að það sé allt að breytast með hraðri uppkomu kvennafótboltans. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir neðan. UEFA’s #PlayAnywhere series with Liv Cooke where she visits Iceland! She met up with Annie Thorisdottir, a CrossFit athlete from Reykjavik who is the first woman in the world to win the CrossFit Games twice. Check it out @WePlayStrong_@VisaUK#GMSW#WomensSportspic.twitter.com/3ns10Vbpo7— GiveMeSportW (@GiveMeSportW) December 11, 2019 „Ég er stollt af því að þetta sér að breytast,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir þegar Liv Cooke spurði hana hvað henni finnist um það að konurnar séu farnar að minnka mikla yfirburði karlana í fótboltanum. CrossFit hefur alltaf verið karla- og kvennasport og það er Anníe Mist sérstaklega ánægð með. „Eitt af því sem ég elska hjá minni íþrótt er kynjajafnréttið. Alveg frá byrjun hefur verðlaunafé kynjanna verið það saman og kynin hafa alltaf fengið jafnlangan tíma í sjónvarpinu,“ sagði Anníe Mist en hvaða ráð vill hún gefa ungum íþróttastúlkum í dag? „Við munum allar glíma við einhver vandamál með líkama okkar á einhverjum tímapunkti. Ég var ekki alltaf ánægð með það að vera með stælta kviðvöðva (six pack) og ég hef verið með þá síðan að ég var sex ára gömul,“ sagði Anníe Mist. „Lyftingar snúast ekki um hvernig þú lítur út heldur hvað þú getur gert. Það stendur CrossFit líka fyrir og mér finnst að fótboltinn geri það líka sem er að ná árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur,“ sagði Anníe „Ungar stúlkur geta fengið svo mikið út úr íþróttum og þar fá þær fyrst og fremst tækifæri til að vera þær sjálfar,“ sagði Anníe Mist en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira
Liv Cooke heimsótti Ísland á dögunum á vegum UEFA PlayAnywhere verkefnisins og fékk íslensku CrossFit stjörnuna Anníe Mist Þórisdóttur í viðtal. GiveMeSportW hefur nú birt brot úr viðtalinu við fyrstu konuna til að verða tvisvar sinnum heimsmeistari í CrossFit. Anníe Mist hvetur þar ungar konur til að fara í íþróttir og segir að þar fái þær tækifæri til að vera þær sjálfar. Talið barst meðal annars að því hvort margar konur skammast sín fyrir að vera með vöðva eða hvort að það sé allt að breytast á síðustu árum. Fótboltinn hefur verið mikil karlaíþrótt en Liv Cooke bendir á það að það sé allt að breytast með hraðri uppkomu kvennafótboltans. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir neðan. UEFA’s #PlayAnywhere series with Liv Cooke where she visits Iceland! She met up with Annie Thorisdottir, a CrossFit athlete from Reykjavik who is the first woman in the world to win the CrossFit Games twice. Check it out @WePlayStrong_@VisaUK#GMSW#WomensSportspic.twitter.com/3ns10Vbpo7— GiveMeSportW (@GiveMeSportW) December 11, 2019 „Ég er stollt af því að þetta sér að breytast,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir þegar Liv Cooke spurði hana hvað henni finnist um það að konurnar séu farnar að minnka mikla yfirburði karlana í fótboltanum. CrossFit hefur alltaf verið karla- og kvennasport og það er Anníe Mist sérstaklega ánægð með. „Eitt af því sem ég elska hjá minni íþrótt er kynjajafnréttið. Alveg frá byrjun hefur verðlaunafé kynjanna verið það saman og kynin hafa alltaf fengið jafnlangan tíma í sjónvarpinu,“ sagði Anníe Mist en hvaða ráð vill hún gefa ungum íþróttastúlkum í dag? „Við munum allar glíma við einhver vandamál með líkama okkar á einhverjum tímapunkti. Ég var ekki alltaf ánægð með það að vera með stælta kviðvöðva (six pack) og ég hef verið með þá síðan að ég var sex ára gömul,“ sagði Anníe Mist. „Lyftingar snúast ekki um hvernig þú lítur út heldur hvað þú getur gert. Það stendur CrossFit líka fyrir og mér finnst að fótboltinn geri það líka sem er að ná árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur,“ sagði Anníe „Ungar stúlkur geta fengið svo mikið út úr íþróttum og þar fá þær fyrst og fremst tækifæri til að vera þær sjálfar,“ sagði Anníe Mist en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira