Ísraelar munu kjósa sér nýtt þing í þriðja sinn á innan við ári. Þetta varð ljóst eftir að frestur þingmanna til að mynda nýja stjórn rann út í gær. Búist er við að ísraelskur þingheimur ákveði að nýjar þingkosningar fari fram í landinu þann 2. mars næstkomandi.
Bæði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, helsta andstæðingi hans, mistókst að mynda starfhæfan meirihluta eftir kosningarnar í september. Boðað var til þeirra kosninga eftir að ekki tókst að mynda stjórn eftir þingkosningarnar sem fram fóru í apríl síðastliðinn.
Gantz og flokkur hans, Bláa og hvíta bandalagið, tryggði sér 33 þingsæti af 120 í kosningunum í september, en Likud-flokkur Netanjahú 32 þingsæti. Margir flokkar eiga sæti á ísraelska þinginu en alls náðu tíu flokkar eða flokkabandalög þar sæti í síðustu kosningum.
Reuven Rivlin Ísraelsforseti hafði áður hvatt Netanjahú og Gantz til að sættast og mynda þjóðstjórn, en báðir höfnuðu þeir slíkum hugmyndum.
Verða þriðju kosningarnar á innan við ári

Tengdar fréttir

Netanjahú samþykkir að boða til formannskosninga innan Líkúd
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og leiðtogi Líkud-flokksins, samþykkti í gær kröfu andstæðinga sinna innan flokksins og hefur boðað til formannskjörs innan sex vikna.

Þúsundir söfnuðust saman og lýstu yfir stuðningi við Netanjahú
Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir.

Gantz tókst ekki að mynda nýja stjórn í Ísrael
Góðar líkur eru nú á því að boða þurfi til enn einna þingkosninganna í Ísrael, þeim þriðju síðan í apríl síðastliðinn.