„Samfélagið er meira og minna lamað“ Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 11. desember 2019 20:00 Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í gær og í dag hefur haft mjög mikil samfélagsleg áhrif, ekki hvað síst á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Rafmagnstruflanir hafa verið mjög víða í landshlutunum og heilu þorpin jafnvel verið án rafmagns, eða með rafmagnstruflanir, í meira en sólarhring. Erfiðlega hefur gengið að koma rafmagni aftur á vegna veðurofsans og ófærðar. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir samfélagið ekki þola þetta ástand mikið lengur. „Þetta er í raun og veru bara þannig að samfélagið er meira og minna lamað. Verkefni okkar núna er einfaldlega bara það að reyna að koma okkur af stað aftur. Það mun taka töluverðan tíma, allir vegir ófærir og annað eftir því þannig að það er langt í land,“ sagði Stefán í beinni útsendingu frá Sauðárkróki í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hversu alvarlegt er ástandið orðið og hversu lengi getur það varað svona? „Ekki mikið lengur og við erum alveg komin að þolmörkum þess. Við sjáum það best á því að verkefni dagsins í dag hefur verið það að reyna að tryggja að veiturnar haldi sér gangandi, keyra olíu á varageyminn þar, sömuleiðis símkerfin og fjarskiptakerfin. Verkefnið er bara að halda þessu gangandi því annars er allt komið á hliðina ef þetta fer,“ sagði Stefán. Gríðarleg áhrif á störf viðbragðsaðila Hann segir rafmagnsleysið hafa haft gríðarleg áhrif á störf björgunarsveita og lögreglu. „Þetta torveldar allar aðgerðir þessara viðbragðsaðila að vera ekki með þessa hluti áhrif á okkur þannig að við þolum þetta ekki mikið lengur.“ Ef ástandið verður svona áfram sagði Stefán viðbragðsaðila þurfa að grípa til einhverra annarra aðgerða. „Auðvitað munum við leysa það verkefni eins og önnur. En það mun gera verkefnið erfiðara en að sjálfsögðu munum við klóra okkur fram úr því.“ Hjúkrunardeildin á Hvammstanga án rafmagns Hvammstangi er einn þeirra bæja í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra sem hefur mátt þola rafmagnsleysi vegna veðursins. Þar er meðal annars rafmagnslaust á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) sem er með útibú í bænum.Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að engin vararafstöð er fyrir deildina, þar sem sextán manns dvelja nú. Því þarf að nota ljós með rafhlöðum til að lýsa deildina upp. Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri HVE, segir í samtali við RÚV að engin bráðatilfelli hafi komið upp í dag. Þá hafi gengið ágætlega að sinna fólki þrátt fyrir aðstæðurnar. Hún segir það áhyggjuefni þegar rafmagnið fer svona lengi af. „„Við munum skoðum þessi mál. Ef þetta er veruleikinn að við getum lent í þessu svona lengi þá held ég að allir sem eru með svona rekstur þurfi að skoða þessa hluti. Eins og til að mynda að rafmagn sé sett í jörð. Ég sé ekki annað en að við verðum að koma upp vararafstöð fyrir Hvammstanga-deildina,“ segir Jóhanna Fjóla. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í gær og í dag hefur haft mjög mikil samfélagsleg áhrif, ekki hvað síst á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Rafmagnstruflanir hafa verið mjög víða í landshlutunum og heilu þorpin jafnvel verið án rafmagns, eða með rafmagnstruflanir, í meira en sólarhring. Erfiðlega hefur gengið að koma rafmagni aftur á vegna veðurofsans og ófærðar. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir samfélagið ekki þola þetta ástand mikið lengur. „Þetta er í raun og veru bara þannig að samfélagið er meira og minna lamað. Verkefni okkar núna er einfaldlega bara það að reyna að koma okkur af stað aftur. Það mun taka töluverðan tíma, allir vegir ófærir og annað eftir því þannig að það er langt í land,“ sagði Stefán í beinni útsendingu frá Sauðárkróki í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hversu alvarlegt er ástandið orðið og hversu lengi getur það varað svona? „Ekki mikið lengur og við erum alveg komin að þolmörkum þess. Við sjáum það best á því að verkefni dagsins í dag hefur verið það að reyna að tryggja að veiturnar haldi sér gangandi, keyra olíu á varageyminn þar, sömuleiðis símkerfin og fjarskiptakerfin. Verkefnið er bara að halda þessu gangandi því annars er allt komið á hliðina ef þetta fer,“ sagði Stefán. Gríðarleg áhrif á störf viðbragðsaðila Hann segir rafmagnsleysið hafa haft gríðarleg áhrif á störf björgunarsveita og lögreglu. „Þetta torveldar allar aðgerðir þessara viðbragðsaðila að vera ekki með þessa hluti áhrif á okkur þannig að við þolum þetta ekki mikið lengur.“ Ef ástandið verður svona áfram sagði Stefán viðbragðsaðila þurfa að grípa til einhverra annarra aðgerða. „Auðvitað munum við leysa það verkefni eins og önnur. En það mun gera verkefnið erfiðara en að sjálfsögðu munum við klóra okkur fram úr því.“ Hjúkrunardeildin á Hvammstanga án rafmagns Hvammstangi er einn þeirra bæja í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra sem hefur mátt þola rafmagnsleysi vegna veðursins. Þar er meðal annars rafmagnslaust á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) sem er með útibú í bænum.Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að engin vararafstöð er fyrir deildina, þar sem sextán manns dvelja nú. Því þarf að nota ljós með rafhlöðum til að lýsa deildina upp. Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri HVE, segir í samtali við RÚV að engin bráðatilfelli hafi komið upp í dag. Þá hafi gengið ágætlega að sinna fólki þrátt fyrir aðstæðurnar. Hún segir það áhyggjuefni þegar rafmagnið fer svona lengi af. „„Við munum skoðum þessi mál. Ef þetta er veruleikinn að við getum lent í þessu svona lengi þá held ég að allir sem eru með svona rekstur þurfi að skoða þessa hluti. Eins og til að mynda að rafmagn sé sett í jörð. Ég sé ekki annað en að við verðum að koma upp vararafstöð fyrir Hvammstanga-deildina,“ segir Jóhanna Fjóla.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira