Einn versti sólarhringur í sögu Landsnets: Hægt gengur að koma flutningskerfi í samt horf Eiður Þór Árnason skrifar 11. desember 2019 18:15 Um tuttugu stæður eru taldar hafa brotnað í Dalvíkurlínu. Myndir/Landsnet Miklar skemmdir hafa orðið á rafflutningskerfi Landsnets síðasta sólarhringinn og segja starfsmenn þar að um sé að ræða einn versta sólarhring í sögu fyrirtækisins. Landsnet hefur sent frá sér yfir hundrað tilkynningar um truflanir á flutningskerfinu frá því í gær. „Við höfum aldrei staðið frammi fyrir svona stórri og umfangsmikilli truflun eins og þessari,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, í samtali við Vísi. Hún segir stöðuna á flutningskerfinu vera að mestu óbreytta frá því á öðrum tímanum í dag. Húsavíkur-, Sauðárkróks-, Kópaskers- og Dalvíkurlínur eru enn úti og var reynt að koma Kópaskers- og Sauðarkrókslínu inn í dag án árangurs. Varaafl hefur verið skammtað á Sauðárkróki. Á sjöunda tímanum verður svo gerð tilraun til þess að koma tengivirkinu á Hrútártungu aftur inn á flutningsnetið. Steinunn segir að rafmagn sé komið á aftur á Austfjörðum en Vestfirðir séu enn keyrðir á díselvaraaflsstöð. Þar á eftir að skoða betur hvernig ástandið er á rafmagnslínum. Landsnet telur að það muni víða taka einhverja daga að koma rafmagnslínum í samt horf. Til að mynda sé þörf á viðamiklum viðgerðum á línum í kringum Sauðárkrók og Dalvík. Hún segir það vera í forgangi næstu daga að koma þeim línum aftur í gagnið. Dalvíkurlína, sem liggur á milli Akureyrar og Dalvíkur, leysti út klukkan átta í morgun. Er þar um að ræða gamlar tréstauralínur og segir Steinunn að um tuttugu stæður séu taldar vera brotnar. „Þannig að það mun taka einhverja daga að fara í viðgerðir. En það er ljóst að það er töluvert tjón og umtalsverður kostnaður.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Miklar skemmdir hafa orðið á rafflutningskerfi Landsnets síðasta sólarhringinn og segja starfsmenn þar að um sé að ræða einn versta sólarhring í sögu fyrirtækisins. Landsnet hefur sent frá sér yfir hundrað tilkynningar um truflanir á flutningskerfinu frá því í gær. „Við höfum aldrei staðið frammi fyrir svona stórri og umfangsmikilli truflun eins og þessari,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, í samtali við Vísi. Hún segir stöðuna á flutningskerfinu vera að mestu óbreytta frá því á öðrum tímanum í dag. Húsavíkur-, Sauðárkróks-, Kópaskers- og Dalvíkurlínur eru enn úti og var reynt að koma Kópaskers- og Sauðarkrókslínu inn í dag án árangurs. Varaafl hefur verið skammtað á Sauðárkróki. Á sjöunda tímanum verður svo gerð tilraun til þess að koma tengivirkinu á Hrútártungu aftur inn á flutningsnetið. Steinunn segir að rafmagn sé komið á aftur á Austfjörðum en Vestfirðir séu enn keyrðir á díselvaraaflsstöð. Þar á eftir að skoða betur hvernig ástandið er á rafmagnslínum. Landsnet telur að það muni víða taka einhverja daga að koma rafmagnslínum í samt horf. Til að mynda sé þörf á viðamiklum viðgerðum á línum í kringum Sauðárkrók og Dalvík. Hún segir það vera í forgangi næstu daga að koma þeim línum aftur í gagnið. Dalvíkurlína, sem liggur á milli Akureyrar og Dalvíkur, leysti út klukkan átta í morgun. Er þar um að ræða gamlar tréstauralínur og segir Steinunn að um tuttugu stæður séu taldar vera brotnar. „Þannig að það mun taka einhverja daga að fara í viðgerðir. En það er ljóst að það er töluvert tjón og umtalsverður kostnaður.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira