Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. desember 2019 13:46 Snjóflóðin þrjú sem komið hafa í ljós í dag. Veðurstofa Íslands Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. „Snjóflóðin hafa fallið í veðrinu og uppgötvuðust í dag þegar fólk var að fara á ferðina. Snjóflóð féll úr Súðarvíkurhlíð á veginn þar og kom í ljós þegar hann var mokaður. Svo féll snjóflóð á hringveginn í Langadal og uppgötvaðist um hádegið þegar björgunarsveitarfólk kom að því,“ segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands. Hvorugt flóðanna hafi ógnað byggð. Meðalstór flóð „Þetta eru einu flóðin í veðrinu sem við höfum fengið fregnir af. En við reiknum fastlega með því að fleiri snjóflóð hafi fallið. En það eru fáir á ferli og skyggni hefur verið slæmt. Þegar vegir verða opnaðir og rofar til reiknum við með að sjá töluvert fleiri snjóflóð.“ Svo sé þriðja flóðið skráð sem lítil spýja á Patreksfirði. Það féll í upphafi veðursins. „Þetta eru meðalstór flóð, svona 30-50 metra breið. Eins metra þykk á vegi.“ Flóðin hafi ekki haft áhrif. Óvissustig vegna snjóflóðahættu „Súðurvíkurhlíðin var lokuð vegna veðurs og snjóflóðahættu. Og vegurinn í Langadal var lokaður vegna veðurs eins og flestir vegir á Norðurlandi,“ segir Magni Hreinn. „Það er óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi og það verður áfram í gangi meðan veðrið er að ganga niður. Við höfum verið að fylgjast með aðstæðum í dreifbýlum sérstaklega. Dreifbýlið á Tröllaskaga er það sem við erum að horfa á og svo austan Eyjafjalla.“ Magni Hreinn minnir á að það hafi ekki verið neitt ferðaveður svo fólk ætti ekki að vera á ferð í fjallendi eða undir svona snjóflóðafarvegum. „Ég held að það sé enginn að því.“ Ísafjarðarbær Óveður 10. og 11. desember 2019 Súðavíkurhreppur Veður Vesturbyggð Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. „Snjóflóðin hafa fallið í veðrinu og uppgötvuðust í dag þegar fólk var að fara á ferðina. Snjóflóð féll úr Súðarvíkurhlíð á veginn þar og kom í ljós þegar hann var mokaður. Svo féll snjóflóð á hringveginn í Langadal og uppgötvaðist um hádegið þegar björgunarsveitarfólk kom að því,“ segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands. Hvorugt flóðanna hafi ógnað byggð. Meðalstór flóð „Þetta eru einu flóðin í veðrinu sem við höfum fengið fregnir af. En við reiknum fastlega með því að fleiri snjóflóð hafi fallið. En það eru fáir á ferli og skyggni hefur verið slæmt. Þegar vegir verða opnaðir og rofar til reiknum við með að sjá töluvert fleiri snjóflóð.“ Svo sé þriðja flóðið skráð sem lítil spýja á Patreksfirði. Það féll í upphafi veðursins. „Þetta eru meðalstór flóð, svona 30-50 metra breið. Eins metra þykk á vegi.“ Flóðin hafi ekki haft áhrif. Óvissustig vegna snjóflóðahættu „Súðurvíkurhlíðin var lokuð vegna veðurs og snjóflóðahættu. Og vegurinn í Langadal var lokaður vegna veðurs eins og flestir vegir á Norðurlandi,“ segir Magni Hreinn. „Það er óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi og það verður áfram í gangi meðan veðrið er að ganga niður. Við höfum verið að fylgjast með aðstæðum í dreifbýlum sérstaklega. Dreifbýlið á Tröllaskaga er það sem við erum að horfa á og svo austan Eyjafjalla.“ Magni Hreinn minnir á að það hafi ekki verið neitt ferðaveður svo fólk ætti ekki að vera á ferð í fjallendi eða undir svona snjóflóðafarvegum. „Ég held að það sé enginn að því.“
Ísafjarðarbær Óveður 10. og 11. desember 2019 Súðavíkurhreppur Veður Vesturbyggð Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira