Festar togara slitnuðu og snjóbíll með starfsmenn RARIK valt Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 11. desember 2019 12:29 Íbúar á Sauðárkróki hafa farið á stjá til að huga að eigum sínum. Vísir/JóiK Enn er rafmagnslaust á Sauðárkróki líkt og víðar á landinu. Íbúar og starfsmenn hafa farið á stjá til að huga að eigum sínum. Það hefur verið mikið annríki bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum. „Rafmagnsleysið hefur haft gríðarleg áhrif. Segja má að samfélagið hér á Norðurlandi vestra sé meira og minna lamað. Það er ekki rafmagnslaust alls staðar en að stórum hluta. Þetta dettur inn og út. Hér á Sauðárkróki er rafmagnað skammtað. Hér liggur meirihlutinn af atvinnustarfsemi niðri,“ segir Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Björgunarsveitir hafa verið úti og reynt að tryggja fjarskiptasamband og koma rafmagni á. Frá vinnu björgunarsveitarmanna á Króknum í gær.Vísir/JóiK „Já, það er verkefni sem liggur fyrir núna að staðsetja þessar bilanir sem eru á rafmagninu og fjarskiptasambandinu og koma því í gang aftur. Við höfum væntingar til þess að það takist í dag. Við þurfum bara að bíða og sjá. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því almennilega enn þá hve alvarlegar þessar bilanir eru og hve víðtækar.“ Mikil barátta var við togara tvo í höfninni. „Við fengum tilkynningu í kringum miðnætti að bæði Drangey og Málmey sem eru hér í Sauðárkrókshöfn hefðu slitið festar. Sem betur fer var hægt að bregðast við því hratt og örugglega. Við náðum að festa skipið niður aftur en það hefði getað farið illa ef við hefðum ekki haft góðan mannskap,“ segir Stefán Vagn. Á tímabili var aðeins ein taug í Drangey og stóð því afar tæpt að ekki færi illa. Þá var gerð tilraun til að fara með starfsmenn RARIK inn í Hrútafjörð í gær til að athuga með spennistöðina þar. „Það vildi ekki betur til en svo að hann velti. Sem betur fer urðu engin slys á fólki. Það var sendur bíll frá Borðeyri til að ná í þau og þau eru komin í spennustöðina og byrjuð að vinna. Það fór betur en á horfðist þar.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Veður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Enn er rafmagnslaust á Sauðárkróki líkt og víðar á landinu. Íbúar og starfsmenn hafa farið á stjá til að huga að eigum sínum. Það hefur verið mikið annríki bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum. „Rafmagnsleysið hefur haft gríðarleg áhrif. Segja má að samfélagið hér á Norðurlandi vestra sé meira og minna lamað. Það er ekki rafmagnslaust alls staðar en að stórum hluta. Þetta dettur inn og út. Hér á Sauðárkróki er rafmagnað skammtað. Hér liggur meirihlutinn af atvinnustarfsemi niðri,“ segir Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Björgunarsveitir hafa verið úti og reynt að tryggja fjarskiptasamband og koma rafmagni á. Frá vinnu björgunarsveitarmanna á Króknum í gær.Vísir/JóiK „Já, það er verkefni sem liggur fyrir núna að staðsetja þessar bilanir sem eru á rafmagninu og fjarskiptasambandinu og koma því í gang aftur. Við höfum væntingar til þess að það takist í dag. Við þurfum bara að bíða og sjá. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því almennilega enn þá hve alvarlegar þessar bilanir eru og hve víðtækar.“ Mikil barátta var við togara tvo í höfninni. „Við fengum tilkynningu í kringum miðnætti að bæði Drangey og Málmey sem eru hér í Sauðárkrókshöfn hefðu slitið festar. Sem betur fer var hægt að bregðast við því hratt og örugglega. Við náðum að festa skipið niður aftur en það hefði getað farið illa ef við hefðum ekki haft góðan mannskap,“ segir Stefán Vagn. Á tímabili var aðeins ein taug í Drangey og stóð því afar tæpt að ekki færi illa. Þá var gerð tilraun til að fara með starfsmenn RARIK inn í Hrútafjörð í gær til að athuga með spennistöðina þar. „Það vildi ekki betur til en svo að hann velti. Sem betur fer urðu engin slys á fólki. Það var sendur bíll frá Borðeyri til að ná í þau og þau eru komin í spennustöðina og byrjuð að vinna. Það fór betur en á horfðist þar.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Veður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira