Bílskúrsþak af í heilu lagi og ruslatunnur á flugi í Eyjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 08:31 Þessi vörubíll er töluvert skemmdur eftir nóttina í Vestmannaeyjum. Mynd/Sigdór yngvi Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sinnt hátt í hundrað útköllum óveðrinu sem gengið hefur yfir landið frá því í gær. Töluvert tjón varð á húsnæði í bænum, þakplötur fuku og bátur var nær sokkinn í höfninni. Arnór Arnósson björgunarsveitarmaður í Vestmannaeyjum segir í samtali við Vísi að starf sveitarinnar hafi gengið vel. Vissulega sé búið að vera „leiðindaveður“ en góður mannskapur, sem naut góðrar aðstoðar, hafi sinnt verkefnum með glæsibrag. Arnór segir að töluvert hafi verið um það að þakplötur fykju í veðurofsanum. Þá fóru ruslatunnur einnig á flakk, kofar „fokið og sprungið“ og í morgun fauk bílskúrsþak af sínum stað í nær heilu lagi. Aðstæður voru erfiðar.Mynd/Sigdór yngvi „Við vorum að koma úr því núna, þetta var þak í heilu lagi af bílskúr. Það var einhverjir fjórir sinnum sex metrar á lengd,“ segir Arnór. Þakið var að endingu tryggt með þungum steinum. Þá segir hann að Fiskimjölsverksmiðja Ísfélags Vestmannaeyja hafi farið illa í veðrinu, auk saltgeymslu í bænum. Þá hafi trilla í höfninni næstum því verið sokkin á tímabili en björgunarsveitarmenn dældu upp úr henni. Eins og fram hefur komið mun óveðrið færa sig austur á bóginn með morgninum. Arnór segir að sér finnist eins og veðurofsann í Eyjum sé eitthvað byrjað að lægja nú á níunda tímanum. Í tilkynningu frá lögreglu í Vestmannaeyjum segir að skólahaldi verði frestað til klukkan tíu í morgun, þangað til annað verði ákveðið. Björgunarmenn að störfum í Eyjum.Mynd/Sigdór yngvi Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum nánast fokin af Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins. 10. desember 2019 23:32 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sinnt hátt í hundrað útköllum óveðrinu sem gengið hefur yfir landið frá því í gær. Töluvert tjón varð á húsnæði í bænum, þakplötur fuku og bátur var nær sokkinn í höfninni. Arnór Arnósson björgunarsveitarmaður í Vestmannaeyjum segir í samtali við Vísi að starf sveitarinnar hafi gengið vel. Vissulega sé búið að vera „leiðindaveður“ en góður mannskapur, sem naut góðrar aðstoðar, hafi sinnt verkefnum með glæsibrag. Arnór segir að töluvert hafi verið um það að þakplötur fykju í veðurofsanum. Þá fóru ruslatunnur einnig á flakk, kofar „fokið og sprungið“ og í morgun fauk bílskúrsþak af sínum stað í nær heilu lagi. Aðstæður voru erfiðar.Mynd/Sigdór yngvi „Við vorum að koma úr því núna, þetta var þak í heilu lagi af bílskúr. Það var einhverjir fjórir sinnum sex metrar á lengd,“ segir Arnór. Þakið var að endingu tryggt með þungum steinum. Þá segir hann að Fiskimjölsverksmiðja Ísfélags Vestmannaeyja hafi farið illa í veðrinu, auk saltgeymslu í bænum. Þá hafi trilla í höfninni næstum því verið sokkin á tímabili en björgunarsveitarmenn dældu upp úr henni. Eins og fram hefur komið mun óveðrið færa sig austur á bóginn með morgninum. Arnór segir að sér finnist eins og veðurofsann í Eyjum sé eitthvað byrjað að lægja nú á níunda tímanum. Í tilkynningu frá lögreglu í Vestmannaeyjum segir að skólahaldi verði frestað til klukkan tíu í morgun, þangað til annað verði ákveðið. Björgunarmenn að störfum í Eyjum.Mynd/Sigdór yngvi
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum nánast fokin af Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins. 10. desember 2019 23:32 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53
Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05
Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum nánast fokin af Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins. 10. desember 2019 23:32