Lögreglan í Færeyjum skaut vopnaðan byssumann eftir að hafa lent í skothríð Kristján Már Unnarsson skrifar 10. desember 2019 22:22 Lögreglubíll í Færeyjum. Mynd/Føroya løgreglan. 35 ára gamall karlmaður, sem skaut og særði lögreglumann í Færeyjum, liggur nú á gjörgæsludeild Landssjúkrahússins í Þórshöfn eftir að hann var sjálfur skotinn af lögreglu. Lögreglumaðurinn slapp ótrúlega vel en hann fékk tvö högl í andlit og 30 högl í hlífðarhjálm. Atburðurinn gerðist um ellefuleytið í gærkvöldi í bænum Miðvogi, sem er skammt frá flugvellinum í Vogum. Lögreglan hafði fengið tilkynningu um mann, vopnaðan haglabyssu, sem hótaði að taka eigið líf, að því er fram kemur í tilkynningu færeysku lögreglunnar og fréttum þarlendra fjölmiðla. Þegar lögregla kom að húsinu var fyrst reynt að ná tali af honum með milligöngu ættingja en síðan freistaði lögreglumaður þess að ræða við hann. Skipti þá engum togum að hann skaut mörgum skotum úr húsinu í átt að lögreglu, sem hæfðu einn lögreglumann. Lögreglan skaut þá manninn og særði. Honum var veitt fyrsta hjálp á staðnum en hann síðan fluttur á sjúkrahús. Byssumaðurinn var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, sakaður um manndrápstilraun gegn opinberum starfsmanni. Úrskurðurinn var kveðinn upp að honum fjarstöddum þar sem hann liggur á gjörgæsludeild. Ekki hefur nánar verið upplýst um ástand mannsins. Lögreglunni í Kaupmannahöfn og dönsku ríkislögreglunni hefur verið falið að aðstoða við rannsókn málsins þar sem færeyska lögreglan telst málsaðili. Byssumaður í Árbæ Færeyjar Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
35 ára gamall karlmaður, sem skaut og særði lögreglumann í Færeyjum, liggur nú á gjörgæsludeild Landssjúkrahússins í Þórshöfn eftir að hann var sjálfur skotinn af lögreglu. Lögreglumaðurinn slapp ótrúlega vel en hann fékk tvö högl í andlit og 30 högl í hlífðarhjálm. Atburðurinn gerðist um ellefuleytið í gærkvöldi í bænum Miðvogi, sem er skammt frá flugvellinum í Vogum. Lögreglan hafði fengið tilkynningu um mann, vopnaðan haglabyssu, sem hótaði að taka eigið líf, að því er fram kemur í tilkynningu færeysku lögreglunnar og fréttum þarlendra fjölmiðla. Þegar lögregla kom að húsinu var fyrst reynt að ná tali af honum með milligöngu ættingja en síðan freistaði lögreglumaður þess að ræða við hann. Skipti þá engum togum að hann skaut mörgum skotum úr húsinu í átt að lögreglu, sem hæfðu einn lögreglumann. Lögreglan skaut þá manninn og særði. Honum var veitt fyrsta hjálp á staðnum en hann síðan fluttur á sjúkrahús. Byssumaðurinn var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, sakaður um manndrápstilraun gegn opinberum starfsmanni. Úrskurðurinn var kveðinn upp að honum fjarstöddum þar sem hann liggur á gjörgæsludeild. Ekki hefur nánar verið upplýst um ástand mannsins. Lögreglunni í Kaupmannahöfn og dönsku ríkislögreglunni hefur verið falið að aðstoða við rannsókn málsins þar sem færeyska lögreglan telst málsaðili.
Byssumaður í Árbæ Færeyjar Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira