Sáu ekki neitt þegar þær fóru út í hesthús að gefa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2019 20:45 Skjáskot úr myndböndum sem Hjördís sendi fréttastofu. Hjördís Jónsdóttir er fædd og uppalin á Leysingjastöðum 2 í Austur-Húnavatnssýslu. Þar er fjölskylda hennar með búskap og fóru hún og systir hennar af stað klukkan fimm síðdegis í dag út í hesthús til að gefa kvöldgjöfina. Vanalega tekur það tvær mínútur að labba frá bænum út í hesthús en í aftakaveðrinu sem nú gengur yfir landið tók það systurnar tíu mínútur að labba þennan spöl. Rauð veðurviðvörun er í gildi á Norðurlandi vestra. „Það er bara brjálað veður. Við sjáum ekki út úr neinum gluggum og það er varla hægt að komast út í hesthús og hvað þá frá því. Við systir mín héldumst bara í hendur meðan við löbbuðum inn, við sáum ekki neitt og vonuðumst bara eftir að við myndum komast að húsinu. Við vorum með hlífðargleraugu til að fá ekki snjó í augun en við sáum ekki mikið hvort sem er,“ segir Hjördís í samtali við Vísi. Þær komust í hesthúsið en rafmagnið sló út þar svo þær biðu í svolítinn tíma vegna þess en líka vegna veðursins. Systurnar komu úr hesthúsinu um klukkan hálfsjö í kvöld og þá hafði veðrið versnað mikið. Aðspurð segir Hjördís þetta versta veður sem þau fjölskyldan á bænum hafi upplifað. „Já, klárlega, þetta er rosalegt.“ Hún segir að þær systur hafi gefið hrossunum vel svo ekki þurfi að fara aftur út að gefa fyrr en á morgun þegar veðrið ætti að vera gengið niður. Húnavatnshreppur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Hjördís Jónsdóttir er fædd og uppalin á Leysingjastöðum 2 í Austur-Húnavatnssýslu. Þar er fjölskylda hennar með búskap og fóru hún og systir hennar af stað klukkan fimm síðdegis í dag út í hesthús til að gefa kvöldgjöfina. Vanalega tekur það tvær mínútur að labba frá bænum út í hesthús en í aftakaveðrinu sem nú gengur yfir landið tók það systurnar tíu mínútur að labba þennan spöl. Rauð veðurviðvörun er í gildi á Norðurlandi vestra. „Það er bara brjálað veður. Við sjáum ekki út úr neinum gluggum og það er varla hægt að komast út í hesthús og hvað þá frá því. Við systir mín héldumst bara í hendur meðan við löbbuðum inn, við sáum ekki neitt og vonuðumst bara eftir að við myndum komast að húsinu. Við vorum með hlífðargleraugu til að fá ekki snjó í augun en við sáum ekki mikið hvort sem er,“ segir Hjördís í samtali við Vísi. Þær komust í hesthúsið en rafmagnið sló út þar svo þær biðu í svolítinn tíma vegna þess en líka vegna veðursins. Systurnar komu úr hesthúsinu um klukkan hálfsjö í kvöld og þá hafði veðrið versnað mikið. Aðspurð segir Hjördís þetta versta veður sem þau fjölskyldan á bænum hafi upplifað. „Já, klárlega, þetta er rosalegt.“ Hún segir að þær systur hafi gefið hrossunum vel svo ekki þurfi að fara aftur út að gefa fyrr en á morgun þegar veðrið ætti að vera gengið niður.
Húnavatnshreppur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira