Meðalvindhraði 28 metrar á sekúndu á Seltjarnarnesi og Geldinganesi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2019 18:24 „Það er orðið mjög slæmt veður á norðvestanverðu landinu. Á Norðurlandi vestra er allvíða 28 til 33 metrar á sekúndu í meðalvindhraða, einnig á Tröllaskaga og í Eyjafirðinum. Síðan er orðið mjög hvasst á Reykjanesi og sums staðar á Vestfjörðum. Það eru 28 metrar í meðalvindhraða úti á Seltjarnarnesi og líka úti á Geldinganesi í Grafarvogi.“ Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir veðrið vera að ganga eftir eins og spáð var en rauð veðurviðvörun er í gildi fram til klukkan eitt í nótt á Norðurlandi vestra og Ströndum. Á Norðurlandi eystra gildir rauð viðvörun til hádegis á morgun. Aðspurð hvenær meðalvindhraði mun ná sínum hæsta styrk á því svæði sem rauðar viðvaranir eru í gildi og hve lengi það veður varir segir Elín Björk: „Það er ekki alveg ljóst að segja en hann er líklega að detta í það núna að hann fari ekki mikið hærra. En við vitum það samt ekki alveg. Það gæti alveg aðeins hækkað á Norðurlandi vestra áður en það lækkar síðan aftur. Á Norðurlandi eystra hefur veðrið líklega náð hámarki á Tröllaskaga þótt það eigi eftir að vera þannig fram yfir miðnætti en austar á því svæði á eftir að hvessa talsvert. Það á líka eftir að hvessa talsvert á miðhálendinu og svo hvessir suðaustan til á landinu í fyrramálið.“ Veðurstofan er að spá mest 33 metrum á sekúndu, fárviðri, á norðvestanverðu landinu. Það er veður sem varir fram yfir miðnætti. Á höfuðborgarsvæðinu er því spáð að meðalvindhraði nái mest 28 metrum á sekúndu við vesturströndina, líkt og hann hefur nú þegar gert á Seltjarnarnesi og Geldinganesi. „En það er hægari vindur í efri byggðum sem var alveg vitað í þessari átt. Það er mjög mikill munur á veðri hérna á svæðinu eftir vindáttum.“ Síðdegis í dag var appelsínugulri veðurviðvörun á Norðurlandi eystra breytt í rauða og rauð viðvörun á norðvestanverðu landinu tók gildi klukkutíma fyrr en ráðgert var. „Okkur fannst vindurinn vera orðinn mjög hvass örlítið fyrr á norðvestanverðu landinu og síðan fór það þannig að það varð bálhvasst austan megin á Tröllaskaganum. Áhrifin af veðrinu voru orðin mjög mikil á norðaustanverðu landinu því það fór svo mikið af rafmagni og þá voru þessi samfélagslegu áhrif sem í raun og veru ráða viðbúnaðarstigi kerfisins orðin mjög mikil. Þess vegna hækkuðum við viðbúnaðarstigið upp í rautt,“ segir Elín Björk. Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Seltjarnarnes Veður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
„Það er orðið mjög slæmt veður á norðvestanverðu landinu. Á Norðurlandi vestra er allvíða 28 til 33 metrar á sekúndu í meðalvindhraða, einnig á Tröllaskaga og í Eyjafirðinum. Síðan er orðið mjög hvasst á Reykjanesi og sums staðar á Vestfjörðum. Það eru 28 metrar í meðalvindhraða úti á Seltjarnarnesi og líka úti á Geldinganesi í Grafarvogi.“ Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir veðrið vera að ganga eftir eins og spáð var en rauð veðurviðvörun er í gildi fram til klukkan eitt í nótt á Norðurlandi vestra og Ströndum. Á Norðurlandi eystra gildir rauð viðvörun til hádegis á morgun. Aðspurð hvenær meðalvindhraði mun ná sínum hæsta styrk á því svæði sem rauðar viðvaranir eru í gildi og hve lengi það veður varir segir Elín Björk: „Það er ekki alveg ljóst að segja en hann er líklega að detta í það núna að hann fari ekki mikið hærra. En við vitum það samt ekki alveg. Það gæti alveg aðeins hækkað á Norðurlandi vestra áður en það lækkar síðan aftur. Á Norðurlandi eystra hefur veðrið líklega náð hámarki á Tröllaskaga þótt það eigi eftir að vera þannig fram yfir miðnætti en austar á því svæði á eftir að hvessa talsvert. Það á líka eftir að hvessa talsvert á miðhálendinu og svo hvessir suðaustan til á landinu í fyrramálið.“ Veðurstofan er að spá mest 33 metrum á sekúndu, fárviðri, á norðvestanverðu landinu. Það er veður sem varir fram yfir miðnætti. Á höfuðborgarsvæðinu er því spáð að meðalvindhraði nái mest 28 metrum á sekúndu við vesturströndina, líkt og hann hefur nú þegar gert á Seltjarnarnesi og Geldinganesi. „En það er hægari vindur í efri byggðum sem var alveg vitað í þessari átt. Það er mjög mikill munur á veðri hérna á svæðinu eftir vindáttum.“ Síðdegis í dag var appelsínugulri veðurviðvörun á Norðurlandi eystra breytt í rauða og rauð viðvörun á norðvestanverðu landinu tók gildi klukkutíma fyrr en ráðgert var. „Okkur fannst vindurinn vera orðinn mjög hvass örlítið fyrr á norðvestanverðu landinu og síðan fór það þannig að það varð bálhvasst austan megin á Tröllaskaganum. Áhrifin af veðrinu voru orðin mjög mikil á norðaustanverðu landinu því það fór svo mikið af rafmagni og þá voru þessi samfélagslegu áhrif sem í raun og veru ráða viðbúnaðarstigi kerfisins orðin mjög mikil. Þess vegna hækkuðum við viðbúnaðarstigið upp í rautt,“ segir Elín Björk.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Seltjarnarnes Veður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira