Meðalvindhraði 28 metrar á sekúndu á Seltjarnarnesi og Geldinganesi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2019 18:24 „Það er orðið mjög slæmt veður á norðvestanverðu landinu. Á Norðurlandi vestra er allvíða 28 til 33 metrar á sekúndu í meðalvindhraða, einnig á Tröllaskaga og í Eyjafirðinum. Síðan er orðið mjög hvasst á Reykjanesi og sums staðar á Vestfjörðum. Það eru 28 metrar í meðalvindhraða úti á Seltjarnarnesi og líka úti á Geldinganesi í Grafarvogi.“ Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir veðrið vera að ganga eftir eins og spáð var en rauð veðurviðvörun er í gildi fram til klukkan eitt í nótt á Norðurlandi vestra og Ströndum. Á Norðurlandi eystra gildir rauð viðvörun til hádegis á morgun. Aðspurð hvenær meðalvindhraði mun ná sínum hæsta styrk á því svæði sem rauðar viðvaranir eru í gildi og hve lengi það veður varir segir Elín Björk: „Það er ekki alveg ljóst að segja en hann er líklega að detta í það núna að hann fari ekki mikið hærra. En við vitum það samt ekki alveg. Það gæti alveg aðeins hækkað á Norðurlandi vestra áður en það lækkar síðan aftur. Á Norðurlandi eystra hefur veðrið líklega náð hámarki á Tröllaskaga þótt það eigi eftir að vera þannig fram yfir miðnætti en austar á því svæði á eftir að hvessa talsvert. Það á líka eftir að hvessa talsvert á miðhálendinu og svo hvessir suðaustan til á landinu í fyrramálið.“ Veðurstofan er að spá mest 33 metrum á sekúndu, fárviðri, á norðvestanverðu landinu. Það er veður sem varir fram yfir miðnætti. Á höfuðborgarsvæðinu er því spáð að meðalvindhraði nái mest 28 metrum á sekúndu við vesturströndina, líkt og hann hefur nú þegar gert á Seltjarnarnesi og Geldinganesi. „En það er hægari vindur í efri byggðum sem var alveg vitað í þessari átt. Það er mjög mikill munur á veðri hérna á svæðinu eftir vindáttum.“ Síðdegis í dag var appelsínugulri veðurviðvörun á Norðurlandi eystra breytt í rauða og rauð viðvörun á norðvestanverðu landinu tók gildi klukkutíma fyrr en ráðgert var. „Okkur fannst vindurinn vera orðinn mjög hvass örlítið fyrr á norðvestanverðu landinu og síðan fór það þannig að það varð bálhvasst austan megin á Tröllaskaganum. Áhrifin af veðrinu voru orðin mjög mikil á norðaustanverðu landinu því það fór svo mikið af rafmagni og þá voru þessi samfélagslegu áhrif sem í raun og veru ráða viðbúnaðarstigi kerfisins orðin mjög mikil. Þess vegna hækkuðum við viðbúnaðarstigið upp í rautt,“ segir Elín Björk. Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Seltjarnarnes Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Það er orðið mjög slæmt veður á norðvestanverðu landinu. Á Norðurlandi vestra er allvíða 28 til 33 metrar á sekúndu í meðalvindhraða, einnig á Tröllaskaga og í Eyjafirðinum. Síðan er orðið mjög hvasst á Reykjanesi og sums staðar á Vestfjörðum. Það eru 28 metrar í meðalvindhraða úti á Seltjarnarnesi og líka úti á Geldinganesi í Grafarvogi.“ Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir veðrið vera að ganga eftir eins og spáð var en rauð veðurviðvörun er í gildi fram til klukkan eitt í nótt á Norðurlandi vestra og Ströndum. Á Norðurlandi eystra gildir rauð viðvörun til hádegis á morgun. Aðspurð hvenær meðalvindhraði mun ná sínum hæsta styrk á því svæði sem rauðar viðvaranir eru í gildi og hve lengi það veður varir segir Elín Björk: „Það er ekki alveg ljóst að segja en hann er líklega að detta í það núna að hann fari ekki mikið hærra. En við vitum það samt ekki alveg. Það gæti alveg aðeins hækkað á Norðurlandi vestra áður en það lækkar síðan aftur. Á Norðurlandi eystra hefur veðrið líklega náð hámarki á Tröllaskaga þótt það eigi eftir að vera þannig fram yfir miðnætti en austar á því svæði á eftir að hvessa talsvert. Það á líka eftir að hvessa talsvert á miðhálendinu og svo hvessir suðaustan til á landinu í fyrramálið.“ Veðurstofan er að spá mest 33 metrum á sekúndu, fárviðri, á norðvestanverðu landinu. Það er veður sem varir fram yfir miðnætti. Á höfuðborgarsvæðinu er því spáð að meðalvindhraði nái mest 28 metrum á sekúndu við vesturströndina, líkt og hann hefur nú þegar gert á Seltjarnarnesi og Geldinganesi. „En það er hægari vindur í efri byggðum sem var alveg vitað í þessari átt. Það er mjög mikill munur á veðri hérna á svæðinu eftir vindáttum.“ Síðdegis í dag var appelsínugulri veðurviðvörun á Norðurlandi eystra breytt í rauða og rauð viðvörun á norðvestanverðu landinu tók gildi klukkutíma fyrr en ráðgert var. „Okkur fannst vindurinn vera orðinn mjög hvass örlítið fyrr á norðvestanverðu landinu og síðan fór það þannig að það varð bálhvasst austan megin á Tröllaskaganum. Áhrifin af veðrinu voru orðin mjög mikil á norðaustanverðu landinu því það fór svo mikið af rafmagni og þá voru þessi samfélagslegu áhrif sem í raun og veru ráða viðbúnaðarstigi kerfisins orðin mjög mikil. Þess vegna hækkuðum við viðbúnaðarstigið upp í rautt,“ segir Elín Björk.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Seltjarnarnes Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira