„Getur dottið í að verða alveg snarbrjálað hérna seinnipartinn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2019 16:19 Rauð viðvörun er í gildi fyrir Norðurland vestra og Strandir. Mynd/Veðurstofa Ísland „Það þýðir ekkert annað en gera það sem maður þarf að gera og sem minnst meira en það,“ segir Guðlaugur Agnar Ágústsson, bóndi á Steinstúni í Norðurfirði á Ströndum, þar sem spáð hefur verið hvað verstu veðri í dag í því óviðri sem nú gengur yfir landið. Þegar Vísir náði tali af Guðlaugi var hann nýkominn úr fjárhúsinu að vitja kindanna sem þar dvelja. Aðspurður um veðrið segir hann það í raun ekki vera svo slæmt í augnablikinu. „Mér finnst það ekkert rosalega slæmt en það getur alltaf átt eftir að versna. Ég er inn í Norðurfiðri og ekkert nema fjöll í kringum mig. Það er rosalega misvindasamt úr flestum áttum,“ segir Guðlaugur. Rauð viðvörun er í gildi fyrir Strandir og miðað við spá Veðurstofu Íslands er reiknað með að veður fari versnandi nú síðdegis fram til miðnættis, eitthvað sem Guðlaugur reiknar fastlega með að gerist. „Þetta getur dottið í að verða alveg snarbrjálað hérna seinnipartinn,“ segir hann. Guðlaugur Ágústsson, bóndi og hreppsnefndarmaður í Steinstúni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Undirbúningur fyrir veðrið fólst í því að binda niður lauslega hluti og bátinn í höfninni. Heyra má á Guðlaugi að hann er ekki spenntur fyrir veðrinu en að hann muni mæta því af æðruleysi. Það þýði ekki mikið að vera eitthvað taugaóstyrkur. „Það er það eina ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við svo fá hérna. Það eru ekki nema tólf manneskjur í sveitinni akkúrat núna. Ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við rosalega fá til að gera eitthvað en við eigum góða nágranna á Hólmavík,“ segir Guðlaugur. Hann reiknar með að flestir í sveitinni séu vel undirbúnir fyrir óveðrið látið það kræla á sér, vopnaðir vararafstöðvum og fleira verði rafmagnslaust. Annars þýði lítið að ætla að reyna að berjast eitthvað við veðrið fari allt á versta veg. „Þegar veðri slotar þá er kannski fyrst hægt að gera ef þessir húskofar fara að þyrlast um. Þá er eins gott að koma sér bara í skjól. Það er bara svoleiðis.“ Árneshreppur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rauðum viðvörunum fjölgar Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra. 10. desember 2019 15:45 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
„Það þýðir ekkert annað en gera það sem maður þarf að gera og sem minnst meira en það,“ segir Guðlaugur Agnar Ágústsson, bóndi á Steinstúni í Norðurfirði á Ströndum, þar sem spáð hefur verið hvað verstu veðri í dag í því óviðri sem nú gengur yfir landið. Þegar Vísir náði tali af Guðlaugi var hann nýkominn úr fjárhúsinu að vitja kindanna sem þar dvelja. Aðspurður um veðrið segir hann það í raun ekki vera svo slæmt í augnablikinu. „Mér finnst það ekkert rosalega slæmt en það getur alltaf átt eftir að versna. Ég er inn í Norðurfiðri og ekkert nema fjöll í kringum mig. Það er rosalega misvindasamt úr flestum áttum,“ segir Guðlaugur. Rauð viðvörun er í gildi fyrir Strandir og miðað við spá Veðurstofu Íslands er reiknað með að veður fari versnandi nú síðdegis fram til miðnættis, eitthvað sem Guðlaugur reiknar fastlega með að gerist. „Þetta getur dottið í að verða alveg snarbrjálað hérna seinnipartinn,“ segir hann. Guðlaugur Ágústsson, bóndi og hreppsnefndarmaður í Steinstúni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Undirbúningur fyrir veðrið fólst í því að binda niður lauslega hluti og bátinn í höfninni. Heyra má á Guðlaugi að hann er ekki spenntur fyrir veðrinu en að hann muni mæta því af æðruleysi. Það þýði ekki mikið að vera eitthvað taugaóstyrkur. „Það er það eina ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við svo fá hérna. Það eru ekki nema tólf manneskjur í sveitinni akkúrat núna. Ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við rosalega fá til að gera eitthvað en við eigum góða nágranna á Hólmavík,“ segir Guðlaugur. Hann reiknar með að flestir í sveitinni séu vel undirbúnir fyrir óveðrið látið það kræla á sér, vopnaðir vararafstöðvum og fleira verði rafmagnslaust. Annars þýði lítið að ætla að reyna að berjast eitthvað við veðrið fari allt á versta veg. „Þegar veðri slotar þá er kannski fyrst hægt að gera ef þessir húskofar fara að þyrlast um. Þá er eins gott að koma sér bara í skjól. Það er bara svoleiðis.“
Árneshreppur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rauðum viðvörunum fjölgar Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra. 10. desember 2019 15:45 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Rauðum viðvörunum fjölgar Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra. 10. desember 2019 15:45
Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15
Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37