Akureyringar lagstir í híði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2019 15:30 Það var tómlegt um að lítast í miðbæ Akureyrar í dag. Segja má að Akureyringar séu lagstir í híði en fjölmargar verslanir lokuðu snemma og stór hluti þjónustu á vegum Akureyrarbæjar liggur niðri vegna veðurs. Mikil úrkoma hefur verið í allan dag á Akureyri og töluvert hvassviðri. Snjókoman hefur verið töluvert blaut og eru margar götur bæjarins orðnar illfærar. Þá er skyggni lélegt á milli húsa og ítrekar lögregla við bæjarbúa og nærsveitunga að halda sig heima fyrir, ekki síst í kvöld þegar gert er ráð fyrir að veðrið nái hámarki. Á Glerártorgi er afar tómlegt um að lítast en þar lokuðu fjölmargar verslanir fljótlega eftir hádegi vegna veðurs. Þá lokuðu allir leik- og grunnskólar bæjarins klukkan eitt auk þess sem að veðrið hefur haft áhrif á próftíð í framhaldsskólum bæjarins sem og Háskólanum á Akureyri. Bæði Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri verða lokaðir á morgun Svona var staðan klukkan tvö á Glerártorgi.Vísir/Tryggvi Páll Þá falla alla strætóferðir Akureyrar niður í kvöld og í fyrramálið vegna ofsaveðurs og ófærðar. Síðustu ferðirnar verða farnar á sjötta tímanum í dag. Í fyrramálið er gert ráð fyrir að það verði mikil ófærð í bænum og ekkert ferðaveður og er því ekki gert ráð fyrir strætóferðum fyrir hádegi. Þá var sundlaugum bæjarins og íþróttahúsum lokað klukkan tvö sem og Ráðhúsinu við Geislagötu og á skrifstofum fræðslusviðs, búsetusviðs og fjölskyldusviðs í Glerárgötu 26. Opnað verður eftir hádegi á morgun, miðvikudag, ef veður leyfir. Rósenborg, heimili samfélagssviðs og þar með talið Punktsins, félagsmiðstöðva og Ungmennahússins, hefur einnig verið lokað í dag. Staðan verður tekin aftur í fyrramálið. Þá verður heimaþjónusta Akureyrarbæjar með skertu sniði í kvöld og á morgun og er fólk beðið að sýna því skilning en nánari upplýsingar um lokanir má nálgast á vef bæjarins. Akureyri Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. 10. desember 2019 10:55 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Rafmagnslaust víða á Norðurlandi Rafmagnslaust er víða á Norðurlandi og Norðurlandi eystra vegna veðursins sem gengur yfir landið. 10. desember 2019 13:52 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira
Segja má að Akureyringar séu lagstir í híði en fjölmargar verslanir lokuðu snemma og stór hluti þjónustu á vegum Akureyrarbæjar liggur niðri vegna veðurs. Mikil úrkoma hefur verið í allan dag á Akureyri og töluvert hvassviðri. Snjókoman hefur verið töluvert blaut og eru margar götur bæjarins orðnar illfærar. Þá er skyggni lélegt á milli húsa og ítrekar lögregla við bæjarbúa og nærsveitunga að halda sig heima fyrir, ekki síst í kvöld þegar gert er ráð fyrir að veðrið nái hámarki. Á Glerártorgi er afar tómlegt um að lítast en þar lokuðu fjölmargar verslanir fljótlega eftir hádegi vegna veðurs. Þá lokuðu allir leik- og grunnskólar bæjarins klukkan eitt auk þess sem að veðrið hefur haft áhrif á próftíð í framhaldsskólum bæjarins sem og Háskólanum á Akureyri. Bæði Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri verða lokaðir á morgun Svona var staðan klukkan tvö á Glerártorgi.Vísir/Tryggvi Páll Þá falla alla strætóferðir Akureyrar niður í kvöld og í fyrramálið vegna ofsaveðurs og ófærðar. Síðustu ferðirnar verða farnar á sjötta tímanum í dag. Í fyrramálið er gert ráð fyrir að það verði mikil ófærð í bænum og ekkert ferðaveður og er því ekki gert ráð fyrir strætóferðum fyrir hádegi. Þá var sundlaugum bæjarins og íþróttahúsum lokað klukkan tvö sem og Ráðhúsinu við Geislagötu og á skrifstofum fræðslusviðs, búsetusviðs og fjölskyldusviðs í Glerárgötu 26. Opnað verður eftir hádegi á morgun, miðvikudag, ef veður leyfir. Rósenborg, heimili samfélagssviðs og þar með talið Punktsins, félagsmiðstöðva og Ungmennahússins, hefur einnig verið lokað í dag. Staðan verður tekin aftur í fyrramálið. Þá verður heimaþjónusta Akureyrarbæjar með skertu sniði í kvöld og á morgun og er fólk beðið að sýna því skilning en nánari upplýsingar um lokanir má nálgast á vef bæjarins.
Akureyri Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. 10. desember 2019 10:55 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Rafmagnslaust víða á Norðurlandi Rafmagnslaust er víða á Norðurlandi og Norðurlandi eystra vegna veðursins sem gengur yfir landið. 10. desember 2019 13:52 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira
Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. 10. desember 2019 10:55
Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37
Rafmagnslaust víða á Norðurlandi Rafmagnslaust er víða á Norðurlandi og Norðurlandi eystra vegna veðursins sem gengur yfir landið. 10. desember 2019 13:52
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15