Sex lík hafa fundist úr lofti Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2019 13:33 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust og jós eldfjallið heitri gufu, ösku og grjóti í allar áttir. EPA/ARHT Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt. Einn lést vegna brunasára í nótt og eru 31 á sjúkrahúsi. Þar af eru einhverjir alvarlega særðir. Átta til viðbótar er þó enn saknað og er talið að þau séu öll látin. Mögulegt er að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja sem fluttu fólk út í Hvítu eyjuna svokölluðu, eða Whakaari, verði ákærð fyrir manndráp. Lögreglan tilkynnti í nótt að glæparannsókn yrði hafin en dró það til baka. 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust og jós eldfjallið heitri gufu, ösku og grjóti í allar áttir. Vitað er, samkvæmt New Zealand Herald, að 24 voru frá Ástralíu, níu frá Bandaríkjunum, fimm frá Nýja-Sjálandi, fjórir frá Þýskalandi, tveir frá Kína og einn frá Malasíu. Af þessum 47 komu 38 til eyjunnar með skemmtiferðaskipinu Ovation of the Seas.Einhverjir virðast hafa farið til eyjunnar með þyrlu, sem er þar enn. Enn er of hættulegt fyrir björgunaraðila að fara á land en eftirlitsflug vísar til þess að enginn sé lifandi þar. Samkvæmt TVNZ hafa sex lík fundist úr lofti en enn er leitað að tveimur til viðbótar. Þrátt fyrir það hefur þeim ekki verið bætt við staðfesta tölu látinna.Eyjan öll er hulin ösku og eiturgufum. ABC News í Ástralíu ræddu við sérfræðing um Whakaari og eldgosið. Einn leiðsögumaður hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann sneri aftur til eyjunnar eftir að eldgosið hófst og bjargaði þaðan um tuttugu manns. Yfirmaður leiðsögumannsins ræddi við TVNZ og frá því hvernig leiðsögumaðurinn, sem heitir Paul Kingi, sagði honum frá atvikinu.Kingi fór á slöngubát til eyjunnar og að eldfjallinu og fylgdi fólki aftur um borð í bátinn. Að endingu var Kingi orðinn áhyggjusamur um eigið öryggi, og þá sérstaklega vegna þess hve erfitt var orðið að anda á eyjunni, þegar hann sá einn mann til viðbótar. Sá lá undir nokkurra sentímetra þykkri ösku en Kingi tókst að sækja hann og koma honum um borð í bátinn. Flugmenn fjögurra björgunarþyrla hafa sömuleiðis verið hylltir sem hetjur en þeim tókst að bjarga fólki úr lofti, þrátt fyrir gífurlega erfiðar aðstæður. Einn þeirra ræddi við fjölmiðla og sagði aðstæður hafa verið í líkindum við það sem hann sá í Chernobyl þáttum HBO. Allt hafi verið þakið ösku. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Fimm látnir og fleiri saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. 9. desember 2019 10:13 Búast ekki við að nokkur hafi lifað af á eyjunni Talið er að allt að 50 manns hafi verið á eyjunni þegar eldgos hófst þar í nótt. 27 var bjargað þaðan og því þykir líklegt að allt að 27 séu látnir, til viðbótar við þá fimm sem búið er að staðfesta að hafi dáið. 9. desember 2019 14:59 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt. Einn lést vegna brunasára í nótt og eru 31 á sjúkrahúsi. Þar af eru einhverjir alvarlega særðir. Átta til viðbótar er þó enn saknað og er talið að þau séu öll látin. Mögulegt er að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja sem fluttu fólk út í Hvítu eyjuna svokölluðu, eða Whakaari, verði ákærð fyrir manndráp. Lögreglan tilkynnti í nótt að glæparannsókn yrði hafin en dró það til baka. 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust og jós eldfjallið heitri gufu, ösku og grjóti í allar áttir. Vitað er, samkvæmt New Zealand Herald, að 24 voru frá Ástralíu, níu frá Bandaríkjunum, fimm frá Nýja-Sjálandi, fjórir frá Þýskalandi, tveir frá Kína og einn frá Malasíu. Af þessum 47 komu 38 til eyjunnar með skemmtiferðaskipinu Ovation of the Seas.Einhverjir virðast hafa farið til eyjunnar með þyrlu, sem er þar enn. Enn er of hættulegt fyrir björgunaraðila að fara á land en eftirlitsflug vísar til þess að enginn sé lifandi þar. Samkvæmt TVNZ hafa sex lík fundist úr lofti en enn er leitað að tveimur til viðbótar. Þrátt fyrir það hefur þeim ekki verið bætt við staðfesta tölu látinna.Eyjan öll er hulin ösku og eiturgufum. ABC News í Ástralíu ræddu við sérfræðing um Whakaari og eldgosið. Einn leiðsögumaður hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann sneri aftur til eyjunnar eftir að eldgosið hófst og bjargaði þaðan um tuttugu manns. Yfirmaður leiðsögumannsins ræddi við TVNZ og frá því hvernig leiðsögumaðurinn, sem heitir Paul Kingi, sagði honum frá atvikinu.Kingi fór á slöngubát til eyjunnar og að eldfjallinu og fylgdi fólki aftur um borð í bátinn. Að endingu var Kingi orðinn áhyggjusamur um eigið öryggi, og þá sérstaklega vegna þess hve erfitt var orðið að anda á eyjunni, þegar hann sá einn mann til viðbótar. Sá lá undir nokkurra sentímetra þykkri ösku en Kingi tókst að sækja hann og koma honum um borð í bátinn. Flugmenn fjögurra björgunarþyrla hafa sömuleiðis verið hylltir sem hetjur en þeim tókst að bjarga fólki úr lofti, þrátt fyrir gífurlega erfiðar aðstæður. Einn þeirra ræddi við fjölmiðla og sagði aðstæður hafa verið í líkindum við það sem hann sá í Chernobyl þáttum HBO. Allt hafi verið þakið ösku.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Fimm látnir og fleiri saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. 9. desember 2019 10:13 Búast ekki við að nokkur hafi lifað af á eyjunni Talið er að allt að 50 manns hafi verið á eyjunni þegar eldgos hófst þar í nótt. 27 var bjargað þaðan og því þykir líklegt að allt að 27 séu látnir, til viðbótar við þá fimm sem búið er að staðfesta að hafi dáið. 9. desember 2019 14:59 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25
Fimm látnir og fleiri saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. 9. desember 2019 10:13
Búast ekki við að nokkur hafi lifað af á eyjunni Talið er að allt að 50 manns hafi verið á eyjunni þegar eldgos hófst þar í nótt. 27 var bjargað þaðan og því þykir líklegt að allt að 27 séu látnir, til viðbótar við þá fimm sem búið er að staðfesta að hafi dáið. 9. desember 2019 14:59
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent