Hundruð sjálfboðaliða sinna störfum sem um gilda kjarasamningar Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 29. desember 2019 07:00 Hundruð sjálfboðaliða koma til Íslands á ári hverju og sinna störfum sem um gilda kjarasamningar. Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. Á hverju ári koma um 600 sjálfboðaliðar til að starfa á Íslandi. Um þriðjungur þeirra starfar í störfum tengdum ferðaþjónustunni, en einhver hluti vinnur í þéttbýlinu og eru sjálfboðaliðar á börum og veitingahúsum. Þetta eru meðal niðurstaðna Guðbjargar Rafnsdóttur og Jónínu Einarsdóttur sem greindu tvær alþjóðlegar heimasíður sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum. „Næstum 100% er verið að óska eftir sjálfboðaliðum í störf sem um gilda kjarasamningar,“ segir Guðbjörg. Í langflestum tilfellum er óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa í sveitum, við heimilisverk og önnur sveitastörf. Ýmsar framkvæmdir eru einnig ofarlega á lista, jafnvel á einkaheimilum, að gera upp húsið eða laga eldhúsið. Stöð 2 Aðrar algengar auglýsingar eru barnagæsla, dagvinna, þjónustustörf og við tungumálakennslu. Í mörgum tilvikum er óskað eftir fleiri en einum sjálfboðaliða á hvern stað og er vitað um veitinga- og gistihús sem auglýsti eftir fjörutíu sjálfboðaliðum. Aðilar vinnumarkaðarins og aðrir atvinnurekendur hafa bent á að þetta sé vandamál. „Svo hafa fyrirtæki önnur verið að benda á að þetta skekki samkeppnisstöðu þeirra mjög, að sumir greiði laun og aðrir ekki.“ Guðbjörg segir flesta sjálfboðaliðana ungt fólk í leit að ævintýrum en einhverjir eru að flýja atvinnuleysi og erfiðleika í heimalandinu. Fæstir vita að þeir geti og ættu í raun að fá borgað fyrir störf sín. Einhverjir upplifa slæman aðbúnað en það er ekkert eftirlit og réttindi þeirra eru engin. „Þetta fólk hefur engar sjúkratryggingar ef þau verða fyrir slysum eða slíku því þau hafa enga vinnusamaninga,“ segir Guðbjörg. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Hundruð sjálfboðaliða koma til Íslands á ári hverju og sinna störfum sem um gilda kjarasamningar. Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. Á hverju ári koma um 600 sjálfboðaliðar til að starfa á Íslandi. Um þriðjungur þeirra starfar í störfum tengdum ferðaþjónustunni, en einhver hluti vinnur í þéttbýlinu og eru sjálfboðaliðar á börum og veitingahúsum. Þetta eru meðal niðurstaðna Guðbjargar Rafnsdóttur og Jónínu Einarsdóttur sem greindu tvær alþjóðlegar heimasíður sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum. „Næstum 100% er verið að óska eftir sjálfboðaliðum í störf sem um gilda kjarasamningar,“ segir Guðbjörg. Í langflestum tilfellum er óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa í sveitum, við heimilisverk og önnur sveitastörf. Ýmsar framkvæmdir eru einnig ofarlega á lista, jafnvel á einkaheimilum, að gera upp húsið eða laga eldhúsið. Stöð 2 Aðrar algengar auglýsingar eru barnagæsla, dagvinna, þjónustustörf og við tungumálakennslu. Í mörgum tilvikum er óskað eftir fleiri en einum sjálfboðaliða á hvern stað og er vitað um veitinga- og gistihús sem auglýsti eftir fjörutíu sjálfboðaliðum. Aðilar vinnumarkaðarins og aðrir atvinnurekendur hafa bent á að þetta sé vandamál. „Svo hafa fyrirtæki önnur verið að benda á að þetta skekki samkeppnisstöðu þeirra mjög, að sumir greiði laun og aðrir ekki.“ Guðbjörg segir flesta sjálfboðaliðana ungt fólk í leit að ævintýrum en einhverjir eru að flýja atvinnuleysi og erfiðleika í heimalandinu. Fæstir vita að þeir geti og ættu í raun að fá borgað fyrir störf sín. Einhverjir upplifa slæman aðbúnað en það er ekkert eftirlit og réttindi þeirra eru engin. „Þetta fólk hefur engar sjúkratryggingar ef þau verða fyrir slysum eða slíku því þau hafa enga vinnusamaninga,“ segir Guðbjörg.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira