Líkamsleifar sex manna hafa fundist eftir að þyrluslys varð í fjallshlíðum á eyjunni Kauai á Hawaii.
Talsmaður yfirvalda segir sjö manns hafa verið um borð, en að engin teikn séu um að nokkur hafi komist lífs af. Leit að sjöunda manninum verður fram haldið þegar birtir á ný og ef veðuraðstæður leyfa.
Að sögn talsmanns strandgæslunnar á Hawaii er talið að tveir farþeganna hafi verið börn.
Um var að ræða ræða útsýnisþyrlu á vegum Safari Helicopters. Var þyrlunni flogið um hina klettóttu Napoli-strönd en vitað er að veðuraðstæður breyttust skyndilega með mikilli úrkonu og sterkari vindi þegar slysið varð.
Aðstæður til leitar hafa verið mjög erfiðar, bæði vegna veðurs og erfiðs leitarsvæðis.
