Mikki, Mína og Andrés áreitt í Disney-garðinum Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 16:27 Skilti sem vísar veginn að Disney World-skemmtigarðinum við Buena Vista-vatn í Flórída. AP/John Raoux Starfsmenn Disney World-skemmtigarðsins í Flórída í Bandaríkjunum sem bregða sér í gervi Mikka og Mínu músar og Andrésar andar lögðu fram kæru til lögreglu vegna þess að ferðamenn snertu þá á óviðeigandi hátt fyrr í þessum mánuði. Fólkið hefur verið áreitt kynferðislega og hlotið áverka eftir gesti. Rúmlega fimmtugur karlmaður var handtekinn í síðasta mánuði eftir að kona í gervi Disney-prinsessu sakaði hann um að hafa þuklað á brjóstum hennar þegar hún sat fyrir á mynd með honum. Önnur kona sem leikur Mínu mús segir að maður hafi gripið um brjóstin á hennar í þrígang þegar hún faðmaði hann fyrir myndatöku, að sögn AP-fréttastofunnar. Maðurinn var settur í bann frá Disney-görðunum í kjölfarið þar sem hann hafði áður áreitt starfsmenn. Þá hlaut kona í Mikka músarbúningi áverka á hálsi þegar eldri kona klappaði henni ítrekað á höfuðið þannig að höfuð búningsins rann niður og hún tognaði á hálsi. Konan taldi þó ekki að gesturinn hefði slasað hana viljandi og var opinber rannsókn á atvikinu felld niður. Átján ára gamall starfsmaður í Andrésar andarbúningi greindi frá því að kona hafi gerst ágeng, snert hann og gripið í hendurnar, brjóstkassann, magann og andlitið. Þegar starfsmaðurinn reyndi að leita til samstarfsmanns eftir aðstoð elti konan, hélt í hann og reyndi ákaflega að komast inn á búninginn. Atvikið var ekki kært en starfsmaðurinn taldi að konan gæti hafa þjáðst af vitglöpum. Bandaríkin Disney Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Starfsmenn Disney World-skemmtigarðsins í Flórída í Bandaríkjunum sem bregða sér í gervi Mikka og Mínu músar og Andrésar andar lögðu fram kæru til lögreglu vegna þess að ferðamenn snertu þá á óviðeigandi hátt fyrr í þessum mánuði. Fólkið hefur verið áreitt kynferðislega og hlotið áverka eftir gesti. Rúmlega fimmtugur karlmaður var handtekinn í síðasta mánuði eftir að kona í gervi Disney-prinsessu sakaði hann um að hafa þuklað á brjóstum hennar þegar hún sat fyrir á mynd með honum. Önnur kona sem leikur Mínu mús segir að maður hafi gripið um brjóstin á hennar í þrígang þegar hún faðmaði hann fyrir myndatöku, að sögn AP-fréttastofunnar. Maðurinn var settur í bann frá Disney-görðunum í kjölfarið þar sem hann hafði áður áreitt starfsmenn. Þá hlaut kona í Mikka músarbúningi áverka á hálsi þegar eldri kona klappaði henni ítrekað á höfuðið þannig að höfuð búningsins rann niður og hún tognaði á hálsi. Konan taldi þó ekki að gesturinn hefði slasað hana viljandi og var opinber rannsókn á atvikinu felld niður. Átján ára gamall starfsmaður í Andrésar andarbúningi greindi frá því að kona hafi gerst ágeng, snert hann og gripið í hendurnar, brjóstkassann, magann og andlitið. Þegar starfsmaðurinn reyndi að leita til samstarfsmanns eftir aðstoð elti konan, hélt í hann og reyndi ákaflega að komast inn á búninginn. Atvikið var ekki kært en starfsmaðurinn taldi að konan gæti hafa þjáðst af vitglöpum.
Bandaríkin Disney Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira