Norskri konu vísað frá Indlandi vegna mótmæla Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 14:41 Nýju lögunum um ríkisborgararétt hefur verið mótmælt harðlega á Indlandi. Vísir/EPA Indversk yfirvöld hafa skipað norskri ferðakonu að yfirgefa landið vegna þess að hún tók þátt í mótmælum gegn nýrra og umdeildra laga um ríkisborgararétt. Konan segir að lögreglumenn hafi fullvissað hana um að henni væri frjálst að taka þátt í mótmælunum. Janne-Mette Johansson, sem er 71 árs gömul, birti mynd og stöðuuppfærslu á samfélagsmiðli um mótmæli í borginni Kochi á Þorláksmessu. Á myndinni sást hún með mótmælaspjald og í stöðuuppfærslunni sagði hún að mótmælendur segðu „það sem þarf að segja“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Yfirvöld segja að með þessu hafi Johansson brotið gegn skilmálum landvistarleyfis hennar. Það heimili henni ekki að taka þátt í mótmælum. Johansson sagði við Times of India að hún hefði spurt lögreglumenn hvort hún mætti taka þátt í mótmælunum áður en hún slóst í hópinn. Þýskum skiptinema var einnig vísað úr landi fyrir að taka þátt í tveimur mótmælaaðgerðum gegn borgaralögunum í vikunni. Stjórnarandstæðingar segja að brottvísanirnar setji blett á orðspor Indlands sem umburðarlynds lýðræðisríkis. Lögin umdeildu voru samþykkt 11. desember. Andmælendur þeirra segja að þau mismuni múslimum. Þau auðvelda fólki sem tilheyrir minnihlutahópum frá nágrannaríkjum Indlands, Afganistan, Pakistan og Bangladess þar sem múslimar eru í meirihluta og settist að á Indlandi fyrir árið 2015 að fá ríkisborgararétt þar. Þetta telja gagnrýnendur laganna brjóta gegn stjórnarskrá Indlands um mismunun á grundvelli trúarbragða. Að minnsta kosti 25 manns hafa látið lífið í mótmælunum gegn lögunum fram að þessu. Indland Noregur Tengdar fréttir Harðnandi mótmæli á Indlandi Mikill fjöldi Indverja hefur mótmælt af krafti síðustu daga eftir að þingið samþykkti umdeilt frumvarp um ríkisborgararétt fyrir innflytjendur aðra en múslima. Forsætisráðherrann segir málið snúast um að skýla ofsóttum. 16. desember 2019 18:30 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira
Indversk yfirvöld hafa skipað norskri ferðakonu að yfirgefa landið vegna þess að hún tók þátt í mótmælum gegn nýrra og umdeildra laga um ríkisborgararétt. Konan segir að lögreglumenn hafi fullvissað hana um að henni væri frjálst að taka þátt í mótmælunum. Janne-Mette Johansson, sem er 71 árs gömul, birti mynd og stöðuuppfærslu á samfélagsmiðli um mótmæli í borginni Kochi á Þorláksmessu. Á myndinni sást hún með mótmælaspjald og í stöðuuppfærslunni sagði hún að mótmælendur segðu „það sem þarf að segja“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Yfirvöld segja að með þessu hafi Johansson brotið gegn skilmálum landvistarleyfis hennar. Það heimili henni ekki að taka þátt í mótmælum. Johansson sagði við Times of India að hún hefði spurt lögreglumenn hvort hún mætti taka þátt í mótmælunum áður en hún slóst í hópinn. Þýskum skiptinema var einnig vísað úr landi fyrir að taka þátt í tveimur mótmælaaðgerðum gegn borgaralögunum í vikunni. Stjórnarandstæðingar segja að brottvísanirnar setji blett á orðspor Indlands sem umburðarlynds lýðræðisríkis. Lögin umdeildu voru samþykkt 11. desember. Andmælendur þeirra segja að þau mismuni múslimum. Þau auðvelda fólki sem tilheyrir minnihlutahópum frá nágrannaríkjum Indlands, Afganistan, Pakistan og Bangladess þar sem múslimar eru í meirihluta og settist að á Indlandi fyrir árið 2015 að fá ríkisborgararétt þar. Þetta telja gagnrýnendur laganna brjóta gegn stjórnarskrá Indlands um mismunun á grundvelli trúarbragða. Að minnsta kosti 25 manns hafa látið lífið í mótmælunum gegn lögunum fram að þessu.
Indland Noregur Tengdar fréttir Harðnandi mótmæli á Indlandi Mikill fjöldi Indverja hefur mótmælt af krafti síðustu daga eftir að þingið samþykkti umdeilt frumvarp um ríkisborgararétt fyrir innflytjendur aðra en múslima. Forsætisráðherrann segir málið snúast um að skýla ofsóttum. 16. desember 2019 18:30 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira
Harðnandi mótmæli á Indlandi Mikill fjöldi Indverja hefur mótmælt af krafti síðustu daga eftir að þingið samþykkti umdeilt frumvarp um ríkisborgararétt fyrir innflytjendur aðra en múslima. Forsætisráðherrann segir málið snúast um að skýla ofsóttum. 16. desember 2019 18:30