Fyrrum leikmaður kvennaliðs Keflavíkur skrifaði NBA söguna í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 11:45 Jenny Boucek á bekknum hjá Dallas Mavericks. Getty/Tom Pennington Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta, gaf miklum Íslandsvini tímabundna stöðuhækkun í leik liðsins í nótt. Stephen Silas, aðstoðarþjálfari Dallas, var veikur og gat ekki tekið þátt í í leiknum. Rick Carlisle ákvað því að kalla á aðstoðarþjálfarann Jenny Boucek sem sat við hlið hans í leiknum í nótt. Rick Carlisle sent a post-midnight text to several reporters to note a piece of NBA history. pic.twitter.com/lSFjTxiHUe— Tim MacMahon (@espn_macmahon) December 27, 2019 Eftir leikinn sendi Rick Carlisle síðan nokkrum fjölmiðlamönnum skilaboð til að vekja athygli á því að þær Jenny Boucek og Becky Hammon hafi skrifað NBA-söguna í þessum leik. Becky Hammon er aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs. Jenny Boucek hefur verið með Dallas liðinu í nokkurn tíma en þetta var í fyrsta sinn sem hún situr við hlið aðalþjálfarans á bekknum. Samkvæmt skilboðum frá Rick Carlisle þá er þetta í fyrsta sinn sem konur sitja við hlið aðalþjálfara hjá báðum liðum í NBA-deildinni. An ill Stephen Silas led Dallas' Rick Carlisle to move Jenny Boucek onto the bench vs. San Antonio. Said Carlisle: "I believe this is the first time in NBA history there were two female assistant coaches (Becky Hammon and Boucek) on the front of opposing benches in the same game"— Marc Stein (@TheSteinLine) December 27, 2019 Jenny Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland síðan að hún spilaði eitt tímabil með kvennaliði Keflavíkur veturinn 1997 til 1998. Jenny Boucek hjálpaði þá Keflavíkurliðinu að vinna bæði Íslandsmótið og bikarkeppnina. Í úrslitakeppninni var Boucek með 18,2 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali en hún var einnig frábær varnarmaður og mikill leiðtogi. Boucek stal meðal annars 30 boltum í þessum sex leikjum sínum í úrslitakeppninni vorið 1998. Hún varð seinna þjálfari í WNBA-deildinni en hefur undanfarin ár unnið fyrir NBA-lið. NBA Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira
Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta, gaf miklum Íslandsvini tímabundna stöðuhækkun í leik liðsins í nótt. Stephen Silas, aðstoðarþjálfari Dallas, var veikur og gat ekki tekið þátt í í leiknum. Rick Carlisle ákvað því að kalla á aðstoðarþjálfarann Jenny Boucek sem sat við hlið hans í leiknum í nótt. Rick Carlisle sent a post-midnight text to several reporters to note a piece of NBA history. pic.twitter.com/lSFjTxiHUe— Tim MacMahon (@espn_macmahon) December 27, 2019 Eftir leikinn sendi Rick Carlisle síðan nokkrum fjölmiðlamönnum skilaboð til að vekja athygli á því að þær Jenny Boucek og Becky Hammon hafi skrifað NBA-söguna í þessum leik. Becky Hammon er aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs. Jenny Boucek hefur verið með Dallas liðinu í nokkurn tíma en þetta var í fyrsta sinn sem hún situr við hlið aðalþjálfarans á bekknum. Samkvæmt skilboðum frá Rick Carlisle þá er þetta í fyrsta sinn sem konur sitja við hlið aðalþjálfara hjá báðum liðum í NBA-deildinni. An ill Stephen Silas led Dallas' Rick Carlisle to move Jenny Boucek onto the bench vs. San Antonio. Said Carlisle: "I believe this is the first time in NBA history there were two female assistant coaches (Becky Hammon and Boucek) on the front of opposing benches in the same game"— Marc Stein (@TheSteinLine) December 27, 2019 Jenny Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland síðan að hún spilaði eitt tímabil með kvennaliði Keflavíkur veturinn 1997 til 1998. Jenny Boucek hjálpaði þá Keflavíkurliðinu að vinna bæði Íslandsmótið og bikarkeppnina. Í úrslitakeppninni var Boucek með 18,2 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali en hún var einnig frábær varnarmaður og mikill leiðtogi. Boucek stal meðal annars 30 boltum í þessum sex leikjum sínum í úrslitakeppninni vorið 1998. Hún varð seinna þjálfari í WNBA-deildinni en hefur undanfarin ár unnið fyrir NBA-lið.
NBA Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira