Trump sakar Trudeau ranglega um að hafa klippt sig úr Home Alone 2 Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2019 08:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist saka Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í gær um að hafa fyrirskipað að Trump yrði klipptur úr útgáfu af Home Alone 2: Lost in New York, sem sýnd var í Kanada. Forsetinn gefur í skyn á Twitter að Trudeau sé ósáttur því Trump hafi þvingað hann til að greiða meira til Atlantshafsbandalagsins og í viðskiptum ríkjanna á milli. Mögulega er forsetinn að slá á létta strengi en það gerði Donald Trump Jr., sonur forsetans, ekki. Hann vakti athygli á því í gær að Trump eldri hefði ekki verið í þeirri útgáfu Home Alone 2 sem sýnd hafi verið á CBC í Kanada um jólin. Deildi hann grein um málið og sagði það ömurlegt. CBC ætti í vök að verjast fyrir að klippa forsetann út úr myndinni. Hann var harðorður út í CBC á Instagram þar sem hann sagði málið til marks um andúð fjölmiðla á föður sínum og sagði þá sannarlega vera óvini fólksins, eins og Trump eldri hefur ítrekað haldið fram. Þá notaði hann tækifærið til að auglýsa bók sína, „Triggered“. Hún fjallar um það hvernig vinstri sinnað fólk á að missa vitið yfir hinum smávægilegustu hlutum.Þeir hafa þó báðir rangt fyrir sér enda var umrætt atriði, og önnur, klippt úr myndinni árið 2014, þegar CBC keypti sýningarrétt myndarinnar í Kanada, til að rýma fyrir auglýsingum eins og sé iðulega gert við kvikmyndir fyrir útsendingar í sjónvarpi. Það hefur verið staðfest af CBC en Trump tilkynnti forsetaframboð sitt í júní 2015 og var kjörinn í nóvember 2016.Það væri því til marks um þó nokkra forsjárhyggju hjá Justin Trudeau, sem var sjálfur ekki orðinn forsætisráðherra, að einhvern veginn tryggja að ríkisútvarp Kanada klippti Donald Trump úr myndinni. I guess Justin T doesn’t much like my making him pay up on NATO or Trade! https://t.co/sndS7YvIGR— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 27, 2019 Í frétt BBC er bent á að Trump virðist annt um hlutverk sitt í myndinni og nefndi hann það sérstaklega í símtali við hermenn Bandaríkjanna um jólin. Í óklipptri útgáfu Home Alone 2 birtist forsetinn í nokkrar sekúndur í anddyri Plaza hótelsins í New York og spyr persóna Macauley Culkin Trump vegar. Trump átti hótelið á þeim tíma. Trump og Trudeau hafa deilt opinberlega á undanförnum árum vegna ýmissa málefna. Í byrjun mánaðarins sagði Trump að forsætisráðherrann kanadíski væri tvöfaldur í roðinu, eftir að myndband sem sýndi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Emmanuel Macron Frakklandsforseta gera grín á kostnað Trump varð opinbert. Bandaríkin Donald Trump Kanada Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist saka Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í gær um að hafa fyrirskipað að Trump yrði klipptur úr útgáfu af Home Alone 2: Lost in New York, sem sýnd var í Kanada. Forsetinn gefur í skyn á Twitter að Trudeau sé ósáttur því Trump hafi þvingað hann til að greiða meira til Atlantshafsbandalagsins og í viðskiptum ríkjanna á milli. Mögulega er forsetinn að slá á létta strengi en það gerði Donald Trump Jr., sonur forsetans, ekki. Hann vakti athygli á því í gær að Trump eldri hefði ekki verið í þeirri útgáfu Home Alone 2 sem sýnd hafi verið á CBC í Kanada um jólin. Deildi hann grein um málið og sagði það ömurlegt. CBC ætti í vök að verjast fyrir að klippa forsetann út úr myndinni. Hann var harðorður út í CBC á Instagram þar sem hann sagði málið til marks um andúð fjölmiðla á föður sínum og sagði þá sannarlega vera óvini fólksins, eins og Trump eldri hefur ítrekað haldið fram. Þá notaði hann tækifærið til að auglýsa bók sína, „Triggered“. Hún fjallar um það hvernig vinstri sinnað fólk á að missa vitið yfir hinum smávægilegustu hlutum.Þeir hafa þó báðir rangt fyrir sér enda var umrætt atriði, og önnur, klippt úr myndinni árið 2014, þegar CBC keypti sýningarrétt myndarinnar í Kanada, til að rýma fyrir auglýsingum eins og sé iðulega gert við kvikmyndir fyrir útsendingar í sjónvarpi. Það hefur verið staðfest af CBC en Trump tilkynnti forsetaframboð sitt í júní 2015 og var kjörinn í nóvember 2016.Það væri því til marks um þó nokkra forsjárhyggju hjá Justin Trudeau, sem var sjálfur ekki orðinn forsætisráðherra, að einhvern veginn tryggja að ríkisútvarp Kanada klippti Donald Trump úr myndinni. I guess Justin T doesn’t much like my making him pay up on NATO or Trade! https://t.co/sndS7YvIGR— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 27, 2019 Í frétt BBC er bent á að Trump virðist annt um hlutverk sitt í myndinni og nefndi hann það sérstaklega í símtali við hermenn Bandaríkjanna um jólin. Í óklipptri útgáfu Home Alone 2 birtist forsetinn í nokkrar sekúndur í anddyri Plaza hótelsins í New York og spyr persóna Macauley Culkin Trump vegar. Trump átti hótelið á þeim tíma. Trump og Trudeau hafa deilt opinberlega á undanförnum árum vegna ýmissa málefna. Í byrjun mánaðarins sagði Trump að forsætisráðherrann kanadíski væri tvöfaldur í roðinu, eftir að myndband sem sýndi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Emmanuel Macron Frakklandsforseta gera grín á kostnað Trump varð opinbert.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira