Reyndi að fá Ara Behn til að breyta lokaorðum bókarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2019 07:51 Ari Behn og Marta Lovísa Noregsprinsessa í London árið 2013. Útgefandi Ara Behns, rithöfundar og fyrrverandi eiginmanns Mörtu Lovísu Noregsprinsessu sem lést um jólin, segist hafa reynt að fá Behn til að breyta lokaorðum bókar hans sem kom út í fyrra. Behn tók yfirvofandi dauða sinn til umfjöllunar á síðustu síðu bókarinnar. Fjölskylda Behns greindi frá því á jóladag að Behn hefði svipt sig lífi, 47 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda sem rithöfundur og gaf út þrjár skáldsögur, leikrit og þrjú smásagnasöfn. Síðasta bók hans, Inferno, kom út í fyrra. Arve Juritzen, útgefandi bókarinnar, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að það hafi verið erfitt að vinna við útgáfuna þar sem bókin hafi verið „botnlaus, alvarlegur og sorglegur texti um sorg“. Þá hafi Behn jafnframt fjallað hispurslaust um vandamál sín en á lokasíðu bókarinnar segist hann munu deyja. Við hlið textans er mynd sem Behn málaði og nefnist Gone, eða Farinn á íslensku. „Ég man að ég reyndi að sannfæra hann um að við gætum ef til vill gert endinn örlítið uppfyllri vonar og jákvæðari, en hann var harðákveðinn. Henni [bókinni] ætti að ljúka með texta sem fjallaði um það að deyja og kveðja,“ segir Juritzen. Sorg hefur gripið um sig í Noregi vegna frétta af andláti Behns, einkum meðal norskra listamanna sem syrgja nú vin sinn og kollega. Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning hafa jafnframt sagst afar hrygg yfir þeim fréttum að tengdasonurinn fyrrverandi sé látinn. Behn gekk að eiga Mörtu Lovísu prinsessu árið 2002 en þau skildu árið 2016. Þau eignuðust saman þrjár dætur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Andlát Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs látinn Rithöfundurinn og fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, Ari Behn, er látinn, 47 ára að aldri. 25. desember 2019 21:29 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Útgefandi Ara Behns, rithöfundar og fyrrverandi eiginmanns Mörtu Lovísu Noregsprinsessu sem lést um jólin, segist hafa reynt að fá Behn til að breyta lokaorðum bókar hans sem kom út í fyrra. Behn tók yfirvofandi dauða sinn til umfjöllunar á síðustu síðu bókarinnar. Fjölskylda Behns greindi frá því á jóladag að Behn hefði svipt sig lífi, 47 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda sem rithöfundur og gaf út þrjár skáldsögur, leikrit og þrjú smásagnasöfn. Síðasta bók hans, Inferno, kom út í fyrra. Arve Juritzen, útgefandi bókarinnar, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að það hafi verið erfitt að vinna við útgáfuna þar sem bókin hafi verið „botnlaus, alvarlegur og sorglegur texti um sorg“. Þá hafi Behn jafnframt fjallað hispurslaust um vandamál sín en á lokasíðu bókarinnar segist hann munu deyja. Við hlið textans er mynd sem Behn málaði og nefnist Gone, eða Farinn á íslensku. „Ég man að ég reyndi að sannfæra hann um að við gætum ef til vill gert endinn örlítið uppfyllri vonar og jákvæðari, en hann var harðákveðinn. Henni [bókinni] ætti að ljúka með texta sem fjallaði um það að deyja og kveðja,“ segir Juritzen. Sorg hefur gripið um sig í Noregi vegna frétta af andláti Behns, einkum meðal norskra listamanna sem syrgja nú vin sinn og kollega. Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning hafa jafnframt sagst afar hrygg yfir þeim fréttum að tengdasonurinn fyrrverandi sé látinn. Behn gekk að eiga Mörtu Lovísu prinsessu árið 2002 en þau skildu árið 2016. Þau eignuðust saman þrjár dætur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Andlát Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs látinn Rithöfundurinn og fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, Ari Behn, er látinn, 47 ára að aldri. 25. desember 2019 21:29 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs látinn Rithöfundurinn og fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, Ari Behn, er látinn, 47 ára að aldri. 25. desember 2019 21:29