Skorað á Netanyahu í formannskosningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2019 13:46 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. getty/Lior Mizrahi Formannskosningar standa nú yfir hjá Likud flokknum í Ísrael en Gideon Saar er í framboði á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og formanni flokksins. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Netanyahu hefur setið sem forsætisráðherra Ísrael frá árinu 2009. Netanyahu stendur þó höllum fæti innan Likud flokksins en honum hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn í kosningunum tveimur sem haldnar hafa verið á þessu ári. Kosið var til þings bæði í apríl og í september og boðað hefur verið til þriðju þingkosninganna sem gert er ráð fyrir að fari fram í mars næstkomandi. Netanyahu fékk umboð til stjórnarmyndunar eftir báðar kosningarnar sem fóru fram í ár en honum tókst ekki að mynda ríkisstjórn.Sjá einnig: Verða þriðju kosningarnar á innan við áriAuk þess að hafa mistekist að mynda ríkisstjórn á hann yfir höfði sér ákærur fyrir spillingu, mútur, mútuþægni og svik. Samkvæmt fréttaritara BBC í Jerúsalem hefur Netanyahu haldið úti öflugri kosningabaráttu, þrátt fyrir að búist sé við að hann vinni kosningarnar, vegna þess að hann vilji vinna stórsigur. Annars muni það líta út fyrir að hann sé að missa tökin á flokknum. Netanyahu nýtur enn mikils stuðnings innan Likud flokksins en Saar er talinn sterkasti andstæðingur hans sem fram hefur komið í þann áratug sem Netanyahu hefur gengt formannsstöðu. Ísrael Tengdar fréttir Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. 13. nóvember 2019 12:12 Gerðu umfangsmiklar árásir á Írana í Sýrlandi Her Ísraels segist hafa gert árásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi í nótt. Þær hafi beinst gegn sveitum Írana sem hafi skotið eldflaugum að Ísrael í gær. 20. nóvember 2019 11:57 Fól þinginu að mynda nýja stjórn Benny Gantz, leiðtoga Bláa og hvíta bandalagsins, tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn í Ísrael frekar en Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likudflokksins. 22. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Formannskosningar standa nú yfir hjá Likud flokknum í Ísrael en Gideon Saar er í framboði á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og formanni flokksins. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Netanyahu hefur setið sem forsætisráðherra Ísrael frá árinu 2009. Netanyahu stendur þó höllum fæti innan Likud flokksins en honum hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn í kosningunum tveimur sem haldnar hafa verið á þessu ári. Kosið var til þings bæði í apríl og í september og boðað hefur verið til þriðju þingkosninganna sem gert er ráð fyrir að fari fram í mars næstkomandi. Netanyahu fékk umboð til stjórnarmyndunar eftir báðar kosningarnar sem fóru fram í ár en honum tókst ekki að mynda ríkisstjórn.Sjá einnig: Verða þriðju kosningarnar á innan við áriAuk þess að hafa mistekist að mynda ríkisstjórn á hann yfir höfði sér ákærur fyrir spillingu, mútur, mútuþægni og svik. Samkvæmt fréttaritara BBC í Jerúsalem hefur Netanyahu haldið úti öflugri kosningabaráttu, þrátt fyrir að búist sé við að hann vinni kosningarnar, vegna þess að hann vilji vinna stórsigur. Annars muni það líta út fyrir að hann sé að missa tökin á flokknum. Netanyahu nýtur enn mikils stuðnings innan Likud flokksins en Saar er talinn sterkasti andstæðingur hans sem fram hefur komið í þann áratug sem Netanyahu hefur gengt formannsstöðu.
Ísrael Tengdar fréttir Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. 13. nóvember 2019 12:12 Gerðu umfangsmiklar árásir á Írana í Sýrlandi Her Ísraels segist hafa gert árásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi í nótt. Þær hafi beinst gegn sveitum Írana sem hafi skotið eldflaugum að Ísrael í gær. 20. nóvember 2019 11:57 Fól þinginu að mynda nýja stjórn Benny Gantz, leiðtoga Bláa og hvíta bandalagsins, tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn í Ísrael frekar en Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likudflokksins. 22. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. 13. nóvember 2019 12:12
Gerðu umfangsmiklar árásir á Írana í Sýrlandi Her Ísraels segist hafa gert árásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi í nótt. Þær hafi beinst gegn sveitum Írana sem hafi skotið eldflaugum að Ísrael í gær. 20. nóvember 2019 11:57
Fól þinginu að mynda nýja stjórn Benny Gantz, leiðtoga Bláa og hvíta bandalagsins, tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn í Ísrael frekar en Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likudflokksins. 22. nóvember 2019 06:00