Lagahöfundurinn Allee Willis er látin, 72 ára að aldri. Dánarorsök hennar var hjartastopp.
Willis kom að því að semja vinsæl lög á borð við smellina Boogie Wonderland og September með Earth, Wind & Fire. Þá var hún einn höfunda lagsins I‘ll Be There for You sem var gert ódauðlegt í hin sívinsælu þáttum Friends.
Hún hafði unnið Grammy-verðlaun fyrir lagasmíð sína og verið tilnefnd til Emmy-verðlauna. Á síðasta ári var hún vígð inn í Frægðarhöll lagahöfunda.
Willis hlaut aldrei menntun í tónsmíðum og kunni hvorki að lesa né spila eftir hefðbundnum nótnablöðum. Hún sagðist heyra laglínur stöðugt í umhverfinu og hún gæti samið lag út frá öllu sem yrði á vegi hennar.
Allee Willis látin
