Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2019 19:00 Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. Hún bendir þó á að lengi geti gott batnað. Vera á gráum lista hafi ekki reynst eins skaðleg og hún hafði óttast. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemdir við peningaþvættisvarnir stóru viðskiptabankanna fjögurra hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja sagði bankanna heilt yfir koma vel út úr þessari athugun. Forstjóri fjármálaeftirlitsins tekur undir það. „Ég get alveg tekið undir það að þetta var ekkert svakalega mikið áfelli, en lengi má gott batna,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME. Í athugun FME komu fram nokkur frávik þar sem bankarnir gátu ekki sýnt fram á skjöl þess efnis að þeir hefðu metið með sjálfstæðum hætti hvort upplýsingar um raunverulega eigendur viðskiptavina bankanna væru réttar og fullnægjandi. Unnur segir bankanna hafa brugðist við athugasemdum eftirlitsins og því sé fylgt eftir hvort orðið sé við þeim. Ísland var sett á gráan lista samtakanna FATF yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Allt kapp er lagt í að losna af þeim lista. Unnur segir fundaáætlun FATF gera það að verkum að ekki sé raunhæft að losna af listanum fyrr en í fyrsta lagi í júní. Ekki sé mögulegt að komast af listanum þegar samtökin funda í febrúar. „Og ástæðan fyrir því að ég segi það er annars vegar að það eru tvö tölvukerfi sem verið er að innleiða hjá stjórnvöldum sem verða ekki komin í fulla virkni fyrir síðar í vor. Hins vegar gerir FATF kröfu um að hlutir séu komnir til framkvæmda,“ segir Unnur. Því sé ekki nóg að innleiða regluverk í lög, það þarf að vera að orðið virkt. Deilt hefur verið um alvarleika veru Íslands á þessum lista. Unnur er þó í engum vafa. „Já, mér finnst það alvarlegt. Það er ekki eins skaðlegt sýnilega eins og við vorum hrædd um en það er vissulega alvarlegt. Við viljum ekki vera á svona lista, við höfum meiri metnað en það, allavega hef ég það,“ segir Unnur. Íslenskir bankar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. Hún bendir þó á að lengi geti gott batnað. Vera á gráum lista hafi ekki reynst eins skaðleg og hún hafði óttast. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemdir við peningaþvættisvarnir stóru viðskiptabankanna fjögurra hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja sagði bankanna heilt yfir koma vel út úr þessari athugun. Forstjóri fjármálaeftirlitsins tekur undir það. „Ég get alveg tekið undir það að þetta var ekkert svakalega mikið áfelli, en lengi má gott batna,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME. Í athugun FME komu fram nokkur frávik þar sem bankarnir gátu ekki sýnt fram á skjöl þess efnis að þeir hefðu metið með sjálfstæðum hætti hvort upplýsingar um raunverulega eigendur viðskiptavina bankanna væru réttar og fullnægjandi. Unnur segir bankanna hafa brugðist við athugasemdum eftirlitsins og því sé fylgt eftir hvort orðið sé við þeim. Ísland var sett á gráan lista samtakanna FATF yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Allt kapp er lagt í að losna af þeim lista. Unnur segir fundaáætlun FATF gera það að verkum að ekki sé raunhæft að losna af listanum fyrr en í fyrsta lagi í júní. Ekki sé mögulegt að komast af listanum þegar samtökin funda í febrúar. „Og ástæðan fyrir því að ég segi það er annars vegar að það eru tvö tölvukerfi sem verið er að innleiða hjá stjórnvöldum sem verða ekki komin í fulla virkni fyrir síðar í vor. Hins vegar gerir FATF kröfu um að hlutir séu komnir til framkvæmda,“ segir Unnur. Því sé ekki nóg að innleiða regluverk í lög, það þarf að vera að orðið virkt. Deilt hefur verið um alvarleika veru Íslands á þessum lista. Unnur er þó í engum vafa. „Já, mér finnst það alvarlegt. Það er ekki eins skaðlegt sýnilega eins og við vorum hrædd um en það er vissulega alvarlegt. Við viljum ekki vera á svona lista, við höfum meiri metnað en það, allavega hef ég það,“ segir Unnur.
Íslenskir bankar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira