Karlmaður handtekinn á vettvangi brunans Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 11:44 Brunavarnir Árnessýslu að störfum á vettvangi í gærkvöldi. Aðsend Karlmaður var handtekinn á vettvangi brunans í Grímsnesi í gærkvöldi. Sumarhús brann þar til kaldra kola. Maðurinn, sem ekki var viðræðuhæfur sökum ástands í gær, var yfirheyrður í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. RÚV greindi fyrst frá. Sumarhúsið var alelda þegar slökkvilið bar að garði í gærkvöldi. Reynt var að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í önnur hús og að endingu náðist að bjarga skúrum á lóðinni. Elís Kjartansson rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið staddur á vettvangi en hann hafi verið í annarlegu ástandi svo ekki hafi verið unnt að yfir heyra hann. Maðurinn var því handtekinn og færður í fangageymslu á Selfossi. Hann var yfirheyrður í morgun og sleppt að skýrslutöku lokinni. Á vef lögreglunnar segir maðurinn hafi verið umsjónarmaður bústaðarins og sjálfur tilkynnt um eldinn. Húsið gjöreyðilagðist eins og sjá má.Aðsend Þá stendur enn yfir rannsókn á vettvangi brunans. Eldsupptök eru enn ókunn en vonast er til að málið taki að skýrast þegar yfirheyrslur yfir manninum hefjast. Slökkvistarfi lauk um miðnætti í gær. Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, sagði í samtali við Vísi um ellefuleytið í gærkvöldi að verið væri að slökkva í glæðum. Þá hafði tekist að koma í veg fyrir að eldur kviknaði í gróðri í kringum húsið. Þá var einnig talið í fyrstu að húsið hefði verið mannlaust er eldurinn kviknaði.Fréttin hefur verið uppfærð. Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Karlmaður var handtekinn á vettvangi brunans í Grímsnesi í gærkvöldi. Sumarhús brann þar til kaldra kola. Maðurinn, sem ekki var viðræðuhæfur sökum ástands í gær, var yfirheyrður í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. RÚV greindi fyrst frá. Sumarhúsið var alelda þegar slökkvilið bar að garði í gærkvöldi. Reynt var að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í önnur hús og að endingu náðist að bjarga skúrum á lóðinni. Elís Kjartansson rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið staddur á vettvangi en hann hafi verið í annarlegu ástandi svo ekki hafi verið unnt að yfir heyra hann. Maðurinn var því handtekinn og færður í fangageymslu á Selfossi. Hann var yfirheyrður í morgun og sleppt að skýrslutöku lokinni. Á vef lögreglunnar segir maðurinn hafi verið umsjónarmaður bústaðarins og sjálfur tilkynnt um eldinn. Húsið gjöreyðilagðist eins og sjá má.Aðsend Þá stendur enn yfir rannsókn á vettvangi brunans. Eldsupptök eru enn ókunn en vonast er til að málið taki að skýrast þegar yfirheyrslur yfir manninum hefjast. Slökkvistarfi lauk um miðnætti í gær. Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, sagði í samtali við Vísi um ellefuleytið í gærkvöldi að verið væri að slökkva í glæðum. Þá hafði tekist að koma í veg fyrir að eldur kviknaði í gróðri í kringum húsið. Þá var einnig talið í fyrstu að húsið hefði verið mannlaust er eldurinn kviknaði.Fréttin hefur verið uppfærð.
Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira