Jólaþáttur Gumma Ben og Sóla Hólm var í beinni útsendingu á Stöð 2 á sunnudagskvöldið og má með sanni segja að þátturinn hafi heppnast vel.
Sóli Hólm skellti sér á sviðið í gærkvöldi og tók lagið Þú komst með jólin til mín.
Þegar leið á flutninginn kom í ljós að það var leynigestur baksviðs og gekk sjálf Ruth Reginalds á sviðið og flutti lagið fræga með Sóla.
Frábær flutningur sem sjá má hér að neðan.
Sóli Hólm fékk leynigest til að flytja eitt þekktasta jólalag Íslandsögunnar
