Álitamál hversu langt á að ganga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2019 21:30 Félags- og barnamálaráðherra segir álitamál hversu langt eigi að ganga í að festa rétt til fæðingarorlofs við annað hvort foreldrið. Þetta er eitt af því sem haft verður í huga þegar lenging fæðingarorlofsins verður útfærð. Alþingi samþykkti áður en þingmenn fóru í jólafrí að lengja fæðingarorlofið úr níu mánuðum í tólf mánuði í tveimur áföngum. Gerðar voru breytingar á frumvarpinu á lokasprettinum þar sem skiptar skoðanir voru á því hvernig útfæra ætti réttinn til fæðingarorlofs á milli foreldra. Ekki eru allir sáttir við að rétturinn sé að svo miklu leyti bundinn við hvort foreldri fyrir sig og færist ekki á milli þeirra. „Það er auðvitað þannig að þingið gerði ákveðnar breytingar á málinu og kannski svona í ljósi þess að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna núna, vegna þess að fæðingarorlofslöggjöfin verður tuttugu ára á næsta ári, og það er í gangi heildarendurskoðun. Þannig að þingið í rauninni sendir þau skilaboð inn í þá vinnu að við ætlum okkur að lengja á næsta ári þannig að það muni skiptast fjórir fjórir tveir. Það er að segja fjórir á sitt hvort foreldrið og tveir sem að fólk geti skipt á milli sín.,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. „Síðan þessir tveir mánuðir sem á eftir að lengja, að þingið setur það í rauninni inn í þá endurskoðunarvinnu sem að núna er í gangi og við gerum ráð fyrir því að það komi frumvarp fram á vorþingi og með svona ákveðið verkefni að leiðarljósi að skoða það,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir að farið verði vel yfir hvernig skiptingin verður. „Ætlum við okkur að setja þá þannig að þetta verði fimm fimm tveir eða ætlum við okkur að enda í fjórir fjórir fjórir. Frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir fimm fimm tveir en síðan eru sjónarmið um að við séum kannski að ganga oft langt gagnvart til að mynda réttindum barna á móti og það þurfi að hafa meiri sameiginlegan rétt. Þó að það séu vissulega líka hagsmunir barna að fá tíma með sínum feðrum. Þannig að þetta verkefni og útfærslan á þessu er sett inn í þessa heildarendurskoðun,“ segir Ásmundur. Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra segir álitamál hversu langt eigi að ganga í að festa rétt til fæðingarorlofs við annað hvort foreldrið. Þetta er eitt af því sem haft verður í huga þegar lenging fæðingarorlofsins verður útfærð. Alþingi samþykkti áður en þingmenn fóru í jólafrí að lengja fæðingarorlofið úr níu mánuðum í tólf mánuði í tveimur áföngum. Gerðar voru breytingar á frumvarpinu á lokasprettinum þar sem skiptar skoðanir voru á því hvernig útfæra ætti réttinn til fæðingarorlofs á milli foreldra. Ekki eru allir sáttir við að rétturinn sé að svo miklu leyti bundinn við hvort foreldri fyrir sig og færist ekki á milli þeirra. „Það er auðvitað þannig að þingið gerði ákveðnar breytingar á málinu og kannski svona í ljósi þess að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna núna, vegna þess að fæðingarorlofslöggjöfin verður tuttugu ára á næsta ári, og það er í gangi heildarendurskoðun. Þannig að þingið í rauninni sendir þau skilaboð inn í þá vinnu að við ætlum okkur að lengja á næsta ári þannig að það muni skiptast fjórir fjórir tveir. Það er að segja fjórir á sitt hvort foreldrið og tveir sem að fólk geti skipt á milli sín.,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. „Síðan þessir tveir mánuðir sem á eftir að lengja, að þingið setur það í rauninni inn í þá endurskoðunarvinnu sem að núna er í gangi og við gerum ráð fyrir því að það komi frumvarp fram á vorþingi og með svona ákveðið verkefni að leiðarljósi að skoða það,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir að farið verði vel yfir hvernig skiptingin verður. „Ætlum við okkur að setja þá þannig að þetta verði fimm fimm tveir eða ætlum við okkur að enda í fjórir fjórir fjórir. Frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir fimm fimm tveir en síðan eru sjónarmið um að við séum kannski að ganga oft langt gagnvart til að mynda réttindum barna á móti og það þurfi að hafa meiri sameiginlegan rétt. Þó að það séu vissulega líka hagsmunir barna að fá tíma með sínum feðrum. Þannig að þetta verkefni og útfærslan á þessu er sett inn í þessa heildarendurskoðun,“ segir Ásmundur.
Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira