Frumkvöðull í fyrirsætuheiminum lést eftir skyndileg veikindi Sylvía Hall skrifar 21. desember 2019 15:39 Mama Cax. Vísir/Getty Hin þrítuga fyrirsæta Mama Cax lést á mánudag eftir skammvinn veikindi. Cax, sem hét fullu nafni Cacsmy Brutus, var frumkvöðull í heimi fyrirsæta og barðist fyrir aukinni fjölbreytni í tískuiðnaðinum. Fjölskylda Cax greindi frá andláti hennar á Instagram í gær þar sem þau minntust hennar sem baráttukonu. Hún hafi tekist á við margar áskoranir í lífinu og unnið marga sigra og þannig hafi hún tekist á við síðustu daga sína. Cax missti fótlegg sem táningur eftir baráttu við lungna- og beinkrabba. Hún notaðist við gervifót og ruddi þannig brautina fyrir fatlaðar fyrirsætur. Þá barðist hún einnig fyrir auknum sýnileika minnihlutahópa í iðnaðinum. Cax vakti athygli fyrir baráttu sína fyrir breyttum viðhorfum í fyrirsætubransanum.Vísir/Getty Í viðtali við tímaritið Dazed and Confused fyrr á árinu sagðist hún hafa lært að elska gervifótinn eftir að hún byrjaði að skreyta hann. Í kjölfarið hafi hún farið að líta á hann sem listaverk í stað þess að hugsa um hann sem eitthvað sem hún ætti að skammast sín fyrir. „Við gerum okkur grein fyrir því að fólk um allan heim mun finna fyrir þessum missi og hann mun ekki vera auðveldur fyrir neinn. Við biðjum ykkur um að virða einkalíf Cax á þessum erfiðu tímum,“ skrifar fjölskyldan á Instagram. Á meðal þeirra sem hafa minnst Cax á samfélagsmiðlum er tónlistarkonan Rihanna en Cax tók þátt í tískusýningu fyrir undirfatalínu Rihönnu, Fenty, fyrir nokkrum mánuðum. Hún segir Cax hafa verið náttúruafl sem veitti mörgum innblástur. View this post on Instagram A queen. A force. A powerhouse beauty that brought her strength to the @savagexfenty stage this year inspiring so many across the globe. Rest In Power sis @mamacax A post shared by badgalriri (@badgalriri) on Dec 20, 2019 at 9:59am PST Andlát Bandaríkin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Hin þrítuga fyrirsæta Mama Cax lést á mánudag eftir skammvinn veikindi. Cax, sem hét fullu nafni Cacsmy Brutus, var frumkvöðull í heimi fyrirsæta og barðist fyrir aukinni fjölbreytni í tískuiðnaðinum. Fjölskylda Cax greindi frá andláti hennar á Instagram í gær þar sem þau minntust hennar sem baráttukonu. Hún hafi tekist á við margar áskoranir í lífinu og unnið marga sigra og þannig hafi hún tekist á við síðustu daga sína. Cax missti fótlegg sem táningur eftir baráttu við lungna- og beinkrabba. Hún notaðist við gervifót og ruddi þannig brautina fyrir fatlaðar fyrirsætur. Þá barðist hún einnig fyrir auknum sýnileika minnihlutahópa í iðnaðinum. Cax vakti athygli fyrir baráttu sína fyrir breyttum viðhorfum í fyrirsætubransanum.Vísir/Getty Í viðtali við tímaritið Dazed and Confused fyrr á árinu sagðist hún hafa lært að elska gervifótinn eftir að hún byrjaði að skreyta hann. Í kjölfarið hafi hún farið að líta á hann sem listaverk í stað þess að hugsa um hann sem eitthvað sem hún ætti að skammast sín fyrir. „Við gerum okkur grein fyrir því að fólk um allan heim mun finna fyrir þessum missi og hann mun ekki vera auðveldur fyrir neinn. Við biðjum ykkur um að virða einkalíf Cax á þessum erfiðu tímum,“ skrifar fjölskyldan á Instagram. Á meðal þeirra sem hafa minnst Cax á samfélagsmiðlum er tónlistarkonan Rihanna en Cax tók þátt í tískusýningu fyrir undirfatalínu Rihönnu, Fenty, fyrir nokkrum mánuðum. Hún segir Cax hafa verið náttúruafl sem veitti mörgum innblástur. View this post on Instagram A queen. A force. A powerhouse beauty that brought her strength to the @savagexfenty stage this year inspiring so many across the globe. Rest In Power sis @mamacax A post shared by badgalriri (@badgalriri) on Dec 20, 2019 at 9:59am PST
Andlát Bandaríkin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira