Óboðlegt að íbúar verði innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2019 10:00 Stjórn SSNV segir ljóst að tjónið vegna óveðursins sé verulegt en raunverulegt umfang þess muni ekki koma strax í ljós. Verið sé að meta stöðuna og greina hvaða úrbóta sé þörf. Vísir/Haukurinn Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur. Tekur stjórnin heilshugar undir bókanir sveitarfélaga á svæðinu. „Það er óboðlegt á árinu 2019 að í kjölfar óveðurs skuli íbúar verða innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman, auk þess að njóta bágborinna fjarskipta og upplýsinga um hvað endurbótum og lagfæringum líður. Það er sömuleiðis óviðunandi að stefna hundruðum manna út í mannskaðaveður, með tilheyrandi hættu, til að ráðast í lagfæringar á innviðum sem hefði þegar átt að vera búið að byggja upp með því öryggi sem tilheyrir 21. öldinni,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni sem finna má á vef samtakanna.Sjá einnig: Um ellefu þúsund íbúar voru án rafmagnsÞar segir einnig að ljóst sé að tjónið vegna óveðursins sé verulegt en raunverulegt umfang þess muni ekki koma strax í ljós. Verið sé að meta stöðuna og greina hvaða úrbóta sé þörf. „Það er hins vegar alveg ljóst að ráðast verður í verulegar endurbætur innviða. Tryggja verður afhendingu raforku, nauðsynlegt varaafl og fjarskipti svo sú hætta sem skapaðist á meðan á veðrinu stóð skapist ekki aftur. Stöðug fækkun starfsmanna á landsbyggðinni hjá þeim stofunum sem reka framangreind kerfi gerir það að verkum að ekki er hægt að hægt að tryggja virkni þeirra við hættuástand eins og meðan á veðrinu stóð og í kjölfar þess.“ Auk þessa að segja að fjölga þurfi starfsfólki þessa stofnanna segir stjórnin að brýnt sé að þegar gefnar séu út veðurviðvaranir sem gefa tilefni til að ætla að hættuástand gæti skapast, þurfi að gera ráðstafanir með því að senda mannafla með nauðsynlegan tækjabúnað á staðinn áður en veðrið skellur á. „Stjórn SSNV vill koma á framfæri þakklæti til björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila á starfssvæðinu. Allir þeir sem vaktina stóðu unnu þrekvirki og er þakkað fyrir ómetanleg störf. Þessir aðilar voru tilbúnir undir veðurofsann sem því miður er ekki hægt að segja um þær stofnanir sem reka innviðakerfin sem við reiðum okkur á.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Öryggi íbúa ógnað með bresti innviða Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar harmar að innviðir hafi brugðist í óveðri síðustu viku og segir að á stórum hluta landsins hafi öryggi íbúa verið raunverulega ógnað. Öryggi íbúa þurfi að vera forgangsmál þjóðarinnar. 17. desember 2019 09:34 Viðkvæm staða á flutningskerfinu og slæm veðurspá Staðan á flutningskerfi Landsnets í dag, níu dögum eftir að óveðrið skall á sem olli viðamiklu tjóni á raforkukerfinu, er víða viðkvæm. Þá er veðurspáin fyrir austan ekki góð. 19. desember 2019 10:05 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur. Tekur stjórnin heilshugar undir bókanir sveitarfélaga á svæðinu. „Það er óboðlegt á árinu 2019 að í kjölfar óveðurs skuli íbúar verða innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman, auk þess að njóta bágborinna fjarskipta og upplýsinga um hvað endurbótum og lagfæringum líður. Það er sömuleiðis óviðunandi að stefna hundruðum manna út í mannskaðaveður, með tilheyrandi hættu, til að ráðast í lagfæringar á innviðum sem hefði þegar átt að vera búið að byggja upp með því öryggi sem tilheyrir 21. öldinni,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni sem finna má á vef samtakanna.Sjá einnig: Um ellefu þúsund íbúar voru án rafmagnsÞar segir einnig að ljóst sé að tjónið vegna óveðursins sé verulegt en raunverulegt umfang þess muni ekki koma strax í ljós. Verið sé að meta stöðuna og greina hvaða úrbóta sé þörf. „Það er hins vegar alveg ljóst að ráðast verður í verulegar endurbætur innviða. Tryggja verður afhendingu raforku, nauðsynlegt varaafl og fjarskipti svo sú hætta sem skapaðist á meðan á veðrinu stóð skapist ekki aftur. Stöðug fækkun starfsmanna á landsbyggðinni hjá þeim stofunum sem reka framangreind kerfi gerir það að verkum að ekki er hægt að hægt að tryggja virkni þeirra við hættuástand eins og meðan á veðrinu stóð og í kjölfar þess.“ Auk þessa að segja að fjölga þurfi starfsfólki þessa stofnanna segir stjórnin að brýnt sé að þegar gefnar séu út veðurviðvaranir sem gefa tilefni til að ætla að hættuástand gæti skapast, þurfi að gera ráðstafanir með því að senda mannafla með nauðsynlegan tækjabúnað á staðinn áður en veðrið skellur á. „Stjórn SSNV vill koma á framfæri þakklæti til björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila á starfssvæðinu. Allir þeir sem vaktina stóðu unnu þrekvirki og er þakkað fyrir ómetanleg störf. Þessir aðilar voru tilbúnir undir veðurofsann sem því miður er ekki hægt að segja um þær stofnanir sem reka innviðakerfin sem við reiðum okkur á.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Öryggi íbúa ógnað með bresti innviða Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar harmar að innviðir hafi brugðist í óveðri síðustu viku og segir að á stórum hluta landsins hafi öryggi íbúa verið raunverulega ógnað. Öryggi íbúa þurfi að vera forgangsmál þjóðarinnar. 17. desember 2019 09:34 Viðkvæm staða á flutningskerfinu og slæm veðurspá Staðan á flutningskerfi Landsnets í dag, níu dögum eftir að óveðrið skall á sem olli viðamiklu tjóni á raforkukerfinu, er víða viðkvæm. Þá er veðurspáin fyrir austan ekki góð. 19. desember 2019 10:05 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30
Öryggi íbúa ógnað með bresti innviða Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar harmar að innviðir hafi brugðist í óveðri síðustu viku og segir að á stórum hluta landsins hafi öryggi íbúa verið raunverulega ógnað. Öryggi íbúa þurfi að vera forgangsmál þjóðarinnar. 17. desember 2019 09:34
Viðkvæm staða á flutningskerfinu og slæm veðurspá Staðan á flutningskerfi Landsnets í dag, níu dögum eftir að óveðrið skall á sem olli viðamiklu tjóni á raforkukerfinu, er víða viðkvæm. Þá er veðurspáin fyrir austan ekki góð. 19. desember 2019 10:05