Telur að Síminn hafi brotið gegn samkeppnislögum Eiður Þór Árnason skrifar 20. desember 2019 17:30 Síminn telur að fyrirkomulag sölu á þjónustu félagsins sé fyllilega í samræmi við samkeppnislög og ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Hanna Samkeppniseftirlitið telur að Síminn kunni að hafa brotið gegn ákvörðunum eftirlitsins við sölu á áskriftum að enska boltanum. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar í dag. Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið hafi birt Símanum andmælaskjal í dag sem lið í rannsókn stofnunarinnar á mögulegum brotum Símans. Fyrri ákvarðanir stofnunarinnar takmarka getu Símans til að tvinna saman sölu fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu. „Í andmælaskjalinu kemur fram að stofnunin telur að Síminn kunni að hafa brotið gegn 3. gr. ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2015 og gegn 19. gr. ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2015 sem báðar fela í sér bann við samtvinnun á tilteknum þjónustuþáttum. Hins vegar er ekki tekin afstaða í skjalinu til þess hvort 11. gr. samkeppnislaga kunni að hafa verið brotin,“ segir í tilkynningu Símans til Kauphallar. Er stofnunin sögð telja það koma til greina að beita fyrirtækið íþyngjandi viðurlögum eða fyrirmælum vegna þessa. Hins vegar er ekki tekin afstaða í skjalinu til þess hvort 11. gr. samkeppnislaga kunni að hafa verið brotin. Í árshlutareikningi Símans fyrir fyrri hluta þessa árs kom fram að Samkeppniseftirlitið hefði í júlí á þessu ári birt frummat sitt þar sem fram komi að „fyrirkomulag á sölu Símans á áskriftum vegna enska boltans kynni að fara í bága við ákvæði samkeppnislaga og afleiddar ákvarðanir sem Samkeppniseftirlitið hefur tekið.“ Síminn telur „að fyrirkomulag um sölu á þjónustu félagsins sé fyllilega í samræmi við samkeppnislög og þær ákvarðanir sem félagið hefur gengist undir á grundvelli samkeppnislaga.“ Fjarskipti Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Samkeppniseftirlitið telur að Síminn kunni að hafa brotið gegn ákvörðunum eftirlitsins við sölu á áskriftum að enska boltanum. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar í dag. Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið hafi birt Símanum andmælaskjal í dag sem lið í rannsókn stofnunarinnar á mögulegum brotum Símans. Fyrri ákvarðanir stofnunarinnar takmarka getu Símans til að tvinna saman sölu fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu. „Í andmælaskjalinu kemur fram að stofnunin telur að Síminn kunni að hafa brotið gegn 3. gr. ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2015 og gegn 19. gr. ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2015 sem báðar fela í sér bann við samtvinnun á tilteknum þjónustuþáttum. Hins vegar er ekki tekin afstaða í skjalinu til þess hvort 11. gr. samkeppnislaga kunni að hafa verið brotin,“ segir í tilkynningu Símans til Kauphallar. Er stofnunin sögð telja það koma til greina að beita fyrirtækið íþyngjandi viðurlögum eða fyrirmælum vegna þessa. Hins vegar er ekki tekin afstaða í skjalinu til þess hvort 11. gr. samkeppnislaga kunni að hafa verið brotin. Í árshlutareikningi Símans fyrir fyrri hluta þessa árs kom fram að Samkeppniseftirlitið hefði í júlí á þessu ári birt frummat sitt þar sem fram komi að „fyrirkomulag á sölu Símans á áskriftum vegna enska boltans kynni að fara í bága við ákvæði samkeppnislaga og afleiddar ákvarðanir sem Samkeppniseftirlitið hefur tekið.“ Síminn telur „að fyrirkomulag um sölu á þjónustu félagsins sé fyllilega í samræmi við samkeppnislög og þær ákvarðanir sem félagið hefur gengist undir á grundvelli samkeppnislaga.“
Fjarskipti Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira