Ver náðun dæmds barnaníðings með því að meyjarhaft níu ára stúlku sé enn órofið Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 15:10 Matt Bevin, fyrrverandi ríkisstjóri Kentucky. EPA/TANNEN MAURY Matt Bevin, fyrrverandi ríkisstjóri Kentucky í Bandaríkjunum, náðaði hundruð glæpamanna á leið sinni úr embætti. Þar á meðal var morðingi sem átti bróðir sem aflaði fjár fyrir ríkisstjórann og margir aðrir sem höfðu verið dæmdir fyrir alvarlega ofbeldisglæpi. Allt í allt er um að ræða minnst 428 náðanir frá því hann náði ekki endurkjöri og þar til Andy Beshear tók við embættinu fyrr í desember.Bevin varði ákvörðun sína með því að segja að hann trúði fastlega á það að veita fólki annað tækifæri. Ríkisstjórinn var í engu samráði við saksóknara og lögmenn varðandi náðanirnar. Repúblikanar í Kentucky fordæmdu aðgerðir Bevin harðlega.Meðal þeirra sem Bevin náðaði var einnig maður sem var dæmdur fyrir að nauðga níu ára stúlku. Í útvarpsviðtali í gær var ríkisstjórinn fyrrverandi spurður að því hvernig hann gæti réttlætt að náða barnanauðgara. Svarið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. „Hvern þeirra?“ svaraði Bevin og í viðtalinu lýsti hann því ítrekað yfir að umræddur nauðgari væri saklaus. Þar var útvarpsmaðurinn að ræða um Micah Schoettle. Hann var dæmdur til 23 ára fangelsisvistar í fyrra. Meðal annars var hann dæmdur fyrir nauðgun barns og sifjaspell. Hann hafði setið inni í 19 mánuði þegar Bevin náðaði hann. Náðunin felur einnig í sér, samkvæmt Washington Post, að Schoettle, þarf ekki að vera á skrá barnaníðinga.Móðir barnsins sem Schoettle nauðgaði segist vera að vinna að því fá nálgunarbann á Schoettle og íhugar að flytja frá Kentucky. Sagði meyjarhaftið til marks um að engin nauðgun hefði átt sér stað Bevin varði ákvörðun sína og opinberaði atriðið málsins sem höfðu ekki verið opinberuð áður. Barnið sem um ræðir sakaði Shoettle um að hafa brotið gegn sér yfir tveggja ára tímabil og að yngri systir hennar hafi oft verið viðstödd. Shoettle var einnig sakaður um að brjóta gegn systurinni en samkvæmt Bevin neitaði hún því að einhver brot hafi átt sér stað. Þá sagði ríkisstjórinn fyrrverandi að meyjarhöft beggja stúlknanna væru enn órofin. Þótti honum það til marks að Shoettle hefði ekki brotið gegn stúlkunum. Hann sagði „engin sönnunargögn“ vera til staðar. Bevin hefur ekki rétt fyrir sér. Ástand meyjarhafts segir lítið sem ekkert um hvort að nauðgun hafi átt sér stað. Læknir sem Courier Journal ræddi við vísar í rannsókn sem sýnir fram á að meðal barna sem hafði verið nauðgað voru áverkar sýnilegir á einungis 2,1 prósenti þeirra.Saksóknarinn sem sótti málið gegn Shoettle segir Bevin hafa opinberað fávisku sína og þá staðreynd að hann hafi ekki fylgst með réttarhöldunum. Þar hafi sérfræðingar borið vitni sem sagt hafi að engir sýnilegir áverkar væru til marks um nauðgun. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Matt Bevin, fyrrverandi ríkisstjóri Kentucky í Bandaríkjunum, náðaði hundruð glæpamanna á leið sinni úr embætti. Þar á meðal var morðingi sem átti bróðir sem aflaði fjár fyrir ríkisstjórann og margir aðrir sem höfðu verið dæmdir fyrir alvarlega ofbeldisglæpi. Allt í allt er um að ræða minnst 428 náðanir frá því hann náði ekki endurkjöri og þar til Andy Beshear tók við embættinu fyrr í desember.Bevin varði ákvörðun sína með því að segja að hann trúði fastlega á það að veita fólki annað tækifæri. Ríkisstjórinn var í engu samráði við saksóknara og lögmenn varðandi náðanirnar. Repúblikanar í Kentucky fordæmdu aðgerðir Bevin harðlega.Meðal þeirra sem Bevin náðaði var einnig maður sem var dæmdur fyrir að nauðga níu ára stúlku. Í útvarpsviðtali í gær var ríkisstjórinn fyrrverandi spurður að því hvernig hann gæti réttlætt að náða barnanauðgara. Svarið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. „Hvern þeirra?“ svaraði Bevin og í viðtalinu lýsti hann því ítrekað yfir að umræddur nauðgari væri saklaus. Þar var útvarpsmaðurinn að ræða um Micah Schoettle. Hann var dæmdur til 23 ára fangelsisvistar í fyrra. Meðal annars var hann dæmdur fyrir nauðgun barns og sifjaspell. Hann hafði setið inni í 19 mánuði þegar Bevin náðaði hann. Náðunin felur einnig í sér, samkvæmt Washington Post, að Schoettle, þarf ekki að vera á skrá barnaníðinga.Móðir barnsins sem Schoettle nauðgaði segist vera að vinna að því fá nálgunarbann á Schoettle og íhugar að flytja frá Kentucky. Sagði meyjarhaftið til marks um að engin nauðgun hefði átt sér stað Bevin varði ákvörðun sína og opinberaði atriðið málsins sem höfðu ekki verið opinberuð áður. Barnið sem um ræðir sakaði Shoettle um að hafa brotið gegn sér yfir tveggja ára tímabil og að yngri systir hennar hafi oft verið viðstödd. Shoettle var einnig sakaður um að brjóta gegn systurinni en samkvæmt Bevin neitaði hún því að einhver brot hafi átt sér stað. Þá sagði ríkisstjórinn fyrrverandi að meyjarhöft beggja stúlknanna væru enn órofin. Þótti honum það til marks að Shoettle hefði ekki brotið gegn stúlkunum. Hann sagði „engin sönnunargögn“ vera til staðar. Bevin hefur ekki rétt fyrir sér. Ástand meyjarhafts segir lítið sem ekkert um hvort að nauðgun hafi átt sér stað. Læknir sem Courier Journal ræddi við vísar í rannsókn sem sýnir fram á að meðal barna sem hafði verið nauðgað voru áverkar sýnilegir á einungis 2,1 prósenti þeirra.Saksóknarinn sem sótti málið gegn Shoettle segir Bevin hafa opinberað fávisku sína og þá staðreynd að hann hafi ekki fylgst með réttarhöldunum. Þar hafi sérfræðingar borið vitni sem sagt hafi að engir sýnilegir áverkar væru til marks um nauðgun.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira