Innlent

Opnað fyrir umferð um Ljósavatnsskarð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr Ljósavatnsskarði í dag.
Úr Ljósavatnsskarði í dag. Lögreglan

Búið er að opna fyrir umferð á hringveginum í gegnum Ljósavatnsskarð. Það er þó gert með fyrirvara enda snjóflóðahætta á svæðinu að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra á þriðja tímanum.

Veginum var lokað í gærkvöldi eftir að snjóflóð féll yfir veginn. Bíl var ekið inn í flóðið en engin slys urðu á fólki.

Ökumenn eru beðnir um að gæta fyllstu varúðar enda mokstri ekki lokið að fullu. Gera má ráð fyrir að þjóðveginum verði lokað síðla kvölds miðað við veðurspá fyrir kvöldið.


Tengdar fréttir

Enn ófært víða um land

Víða er enn ófært á vegum á Norðaustur- og Austurlandi vegna óveðurs sem þar var í gær og nótt. Mokstur er hafinn í Vatnsskarði og er verið að skoða með mokstur á Öxnadalsheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×