Breskir auðjöfrar lauma sér inn um bakdyr ESB Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 14:22 Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, ætlar að klára Brexit fyrir 31. janúar. EPA/VICKIE FLORES Auðugir bakhjarlar Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 sóst eftir ríkisborgararétti á Kýpur. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast ríkisborgararétt þar njóta þessi aðilar þeirra réttinda sem aðild býður upp á. Meðal þeirra sem um ræðir eru auðjöfrarnir Alan Howard og Jeremy Isaacs. Innanríkisráðuneyti Kýpur hefur lagt til að umsóknir þeirra beggja verði samþykktar. Þetta kemur fram í opinberum skjölum frá Kýpur sem blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir. Íhaldsflokkur Bretland hefur verið í forsvari fyrir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og auðjöfrarnir sem um ræðir hafa veitt flokknum hundruð þúsunda punda á síðustu árum. Howard hefur gefið Íhaldsflokknum minnst 129 þúsund pund frá 2005 til 2009 og Isaacs minnst 626.500 á undanförnum árum. Í áratugi hefur verið hægt að kaupa ríkisborgararétt á Kýpur og kostar hann minnst tvær milljónir evra í fjárfestingum til eyjunnar. Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt í Brussel og hefur nefnd verið sett á laggirnar sem finna á hvernig koma má í veg fyrir kaup ríkisborgararéttar á Kýpur og í öðrum ríkjum ESB.Samkvæmt Financial Times eru flest ríki ESB með lög sem gera auðugum aðilum í raun kleift að kaupa sér verurétt. Bretland hefur verið þeirra á meðal. Kýpur, Malta og Búlgaría hafa hins vegar leyft auðugum aðilum að kaupa ríkisborgararétt.Gögn Reuters sýna einnig að maður að nafni David John Rowland sótti um ríkisborgararétt á Kýpur. Í skjölunum eru þó ekki frekari upplýsingar en það að hann hafi sótt um ríkisborgararétt sem aðili að hópi fjárfesta. Önnur opinber gögn sýna að viðkomandi er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Abledge Ltd. sem skráð var þann 31. desember 2015. Þau gögn innihalda einnig heimilisfang Rowland og er það sama heimilisfang og skráð er á auðjöfurinn David John Rowland sem hefur tengst Íhaldsflokknum um árabil. Hann hefur veitt flokknum milljónir punda í gegnum árin, var gjaldkeri flokksins og fjárhaldsráðgjafi Andrew prins. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Kýpur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Auðugir bakhjarlar Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 sóst eftir ríkisborgararétti á Kýpur. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast ríkisborgararétt þar njóta þessi aðilar þeirra réttinda sem aðild býður upp á. Meðal þeirra sem um ræðir eru auðjöfrarnir Alan Howard og Jeremy Isaacs. Innanríkisráðuneyti Kýpur hefur lagt til að umsóknir þeirra beggja verði samþykktar. Þetta kemur fram í opinberum skjölum frá Kýpur sem blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir. Íhaldsflokkur Bretland hefur verið í forsvari fyrir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og auðjöfrarnir sem um ræðir hafa veitt flokknum hundruð þúsunda punda á síðustu árum. Howard hefur gefið Íhaldsflokknum minnst 129 þúsund pund frá 2005 til 2009 og Isaacs minnst 626.500 á undanförnum árum. Í áratugi hefur verið hægt að kaupa ríkisborgararétt á Kýpur og kostar hann minnst tvær milljónir evra í fjárfestingum til eyjunnar. Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt í Brussel og hefur nefnd verið sett á laggirnar sem finna á hvernig koma má í veg fyrir kaup ríkisborgararéttar á Kýpur og í öðrum ríkjum ESB.Samkvæmt Financial Times eru flest ríki ESB með lög sem gera auðugum aðilum í raun kleift að kaupa sér verurétt. Bretland hefur verið þeirra á meðal. Kýpur, Malta og Búlgaría hafa hins vegar leyft auðugum aðilum að kaupa ríkisborgararétt.Gögn Reuters sýna einnig að maður að nafni David John Rowland sótti um ríkisborgararétt á Kýpur. Í skjölunum eru þó ekki frekari upplýsingar en það að hann hafi sótt um ríkisborgararétt sem aðili að hópi fjárfesta. Önnur opinber gögn sýna að viðkomandi er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Abledge Ltd. sem skráð var þann 31. desember 2015. Þau gögn innihalda einnig heimilisfang Rowland og er það sama heimilisfang og skráð er á auðjöfurinn David John Rowland sem hefur tengst Íhaldsflokknum um árabil. Hann hefur veitt flokknum milljónir punda í gegnum árin, var gjaldkeri flokksins og fjárhaldsráðgjafi Andrew prins.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Kýpur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira