Ekki góð nótt fyrir Los Angeles liðin í NBA deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2019 07:30 Giannis Antetokounmpo var frábær á móti Los Angeles Lakers í nótt. AP/Morry Gash Los Angeles liðin þurftu bæði að sætta sig við tap í NBA-deildinni í nótt í leikjum á móti sterkum liðum. GiannisAntetokounmpo og félagar í MilwaukeeBucks voru of sterkir fyrir Los AngelesLakers og frábær endasprettur færði HoustonRockets sigur á Los AngelesClippers. @Giannis_An34 buries a CAREER-HIGH 5 3-pointers to lead the @Bucks past LAL and to the best record (25-4) in the NBA! 34 PTS | 11 REB | 7 AST | 5 3PM pic.twitter.com/v2pRI2m9Ry— NBA (@NBA) December 20, 2019 Giannis Antetokounmpo var með 34 stig og 11 fráköst þegar MilwaukeeBucks vann 111-104 sigur á Los AngelesLakers í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar.GiannisAntetokounmpo, sem var kosinn mikilvægastur í NBA-deildinni á síðustu leiktíð, var einnig með sjö stoðsendingar og fimm þriggja stiga körfur. Giannis er líklegur kandídat í að vera kosinn annað árið í röð en Bucks liðið hefur unnið 25 af 29 leikjum sínum á þessu tímabili.LeBron James og Anthony Davis létu báðir til sín taka hjá Lakers en það dugði skammt. LeBron James var með sína sjöundu þrennu á tímabilinu, 21 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar en Anthony Davis var með 36 stig og 10 fráköst. „Ég átti ekki að vera hérna,“ sagði GiannisAntetokounmpo eftir leikinn. „Ég var ekki valinn fyrstur heldur AD (Anthony Davis). Ég átti ekki að fara upp á móti þessum tveimur tröllum. Ég er svo ánægður með að vera hér og ég vil alltaf verða betri, gera meira fyrir mitt lið og það er það sem gleður mig,“ sagði Antetokounmpo eftir leikinn. „Við tökum hattinn ofan fyrir honum en höldum svo bara áfram,“ sagði Anthony Davis um frammistöðu GiannisAntetokounmpo. @KingJames tallies a triple-double and @AntDavis23 scores 28 PTS in the 2nd half! #LakeShow AD: 36 PTS, 10 REB, 5 AST, 3 BLK LBJ: 21 PTS, 12 REB, 11 AST pic.twitter.com/AboH8Uyfmm— NBA (@NBA) December 20, 2019 LeBron James og Anthony Davis gerðu vissulega sitt en það bekkur liðsins sem féll á prófinu. Bekkur Bucks liðsins skilaði 34 stigum á móti aðeins 4 stigum frá varamönnum Lakers. GeorgeHill kom með 21 stig inn af bekknum fyrir Milwaukee.Milwaukee var sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en stakk síðan af í öðrum eftir 20-7 sprett. Bucks liðið var 65-46 yfir í hálfleik. MilwaukeeBucks hefur nú unnið alla þrjá leiki sína í vetur á Los Angeles liðunum Lakers og Clippers. The @HoustonRockets close out the game on a 15-4 run to win at Staples Center and move to 19-9! #OneMissionpic.twitter.com/Af3opzUWKP— NBA (@NBA) December 20, 2019 Russell Westbrook skoraði 40 stig, það mesta sem hann hefur gert í búningi HoustonRockets, þegar liðið vann 122-117 útisigur á Los AngelesClippers. Westbrook hélt Rockets á floti fram eftir leik en James Harden tók síðan yfir á lokakaflanum sem Houston vann 15-4. James Harden endaði með 28 stig og 10 stoðsendingar en Westbrook var með 10 fráköst og 5 stoðsendingar auk stiganna fjörutíu. Paul George skoraði 34 stig fyrir Los AngelesClippers og Kawhi Leonard var með 25 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar.Kawhi Leonard kom Clippers í 113-107 þegar fjórar og hálf mínúta var eftir en skoraði ekki stig eftir það. Reyndar skoraði Clippers liðið bara fjögur stig á þessum lokamínútum og Paul George var með þau öll. James Harden skoraði aftur á móti átta stig á lokakaflanum. @spidadmitchell pours in 30 PTS to lead the @utahjazz to victory on the road! #TakeNotepic.twitter.com/PiF55jUUyX— NBA (@NBA) December 20, 2019 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los AngelesClippers - HoustonRockets 117-122SanAntonioSpurs - Brooklyn Nets 118-105 MilwaukeeBucks - Los AngelesLakers 111-104 Atlanta Hawks - UtahJazz 106-111 NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Sjá meira
Los Angeles liðin þurftu bæði að sætta sig við tap í NBA-deildinni í nótt í leikjum á móti sterkum liðum. GiannisAntetokounmpo og félagar í MilwaukeeBucks voru of sterkir fyrir Los AngelesLakers og frábær endasprettur færði HoustonRockets sigur á Los AngelesClippers. @Giannis_An34 buries a CAREER-HIGH 5 3-pointers to lead the @Bucks past LAL and to the best record (25-4) in the NBA! 34 PTS | 11 REB | 7 AST | 5 3PM pic.twitter.com/v2pRI2m9Ry— NBA (@NBA) December 20, 2019 Giannis Antetokounmpo var með 34 stig og 11 fráköst þegar MilwaukeeBucks vann 111-104 sigur á Los AngelesLakers í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar.GiannisAntetokounmpo, sem var kosinn mikilvægastur í NBA-deildinni á síðustu leiktíð, var einnig með sjö stoðsendingar og fimm þriggja stiga körfur. Giannis er líklegur kandídat í að vera kosinn annað árið í röð en Bucks liðið hefur unnið 25 af 29 leikjum sínum á þessu tímabili.LeBron James og Anthony Davis létu báðir til sín taka hjá Lakers en það dugði skammt. LeBron James var með sína sjöundu þrennu á tímabilinu, 21 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar en Anthony Davis var með 36 stig og 10 fráköst. „Ég átti ekki að vera hérna,“ sagði GiannisAntetokounmpo eftir leikinn. „Ég var ekki valinn fyrstur heldur AD (Anthony Davis). Ég átti ekki að fara upp á móti þessum tveimur tröllum. Ég er svo ánægður með að vera hér og ég vil alltaf verða betri, gera meira fyrir mitt lið og það er það sem gleður mig,“ sagði Antetokounmpo eftir leikinn. „Við tökum hattinn ofan fyrir honum en höldum svo bara áfram,“ sagði Anthony Davis um frammistöðu GiannisAntetokounmpo. @KingJames tallies a triple-double and @AntDavis23 scores 28 PTS in the 2nd half! #LakeShow AD: 36 PTS, 10 REB, 5 AST, 3 BLK LBJ: 21 PTS, 12 REB, 11 AST pic.twitter.com/AboH8Uyfmm— NBA (@NBA) December 20, 2019 LeBron James og Anthony Davis gerðu vissulega sitt en það bekkur liðsins sem féll á prófinu. Bekkur Bucks liðsins skilaði 34 stigum á móti aðeins 4 stigum frá varamönnum Lakers. GeorgeHill kom með 21 stig inn af bekknum fyrir Milwaukee.Milwaukee var sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en stakk síðan af í öðrum eftir 20-7 sprett. Bucks liðið var 65-46 yfir í hálfleik. MilwaukeeBucks hefur nú unnið alla þrjá leiki sína í vetur á Los Angeles liðunum Lakers og Clippers. The @HoustonRockets close out the game on a 15-4 run to win at Staples Center and move to 19-9! #OneMissionpic.twitter.com/Af3opzUWKP— NBA (@NBA) December 20, 2019 Russell Westbrook skoraði 40 stig, það mesta sem hann hefur gert í búningi HoustonRockets, þegar liðið vann 122-117 útisigur á Los AngelesClippers. Westbrook hélt Rockets á floti fram eftir leik en James Harden tók síðan yfir á lokakaflanum sem Houston vann 15-4. James Harden endaði með 28 stig og 10 stoðsendingar en Westbrook var með 10 fráköst og 5 stoðsendingar auk stiganna fjörutíu. Paul George skoraði 34 stig fyrir Los AngelesClippers og Kawhi Leonard var með 25 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar.Kawhi Leonard kom Clippers í 113-107 þegar fjórar og hálf mínúta var eftir en skoraði ekki stig eftir það. Reyndar skoraði Clippers liðið bara fjögur stig á þessum lokamínútum og Paul George var með þau öll. James Harden skoraði aftur á móti átta stig á lokakaflanum. @spidadmitchell pours in 30 PTS to lead the @utahjazz to victory on the road! #TakeNotepic.twitter.com/PiF55jUUyX— NBA (@NBA) December 20, 2019 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los AngelesClippers - HoustonRockets 117-122SanAntonioSpurs - Brooklyn Nets 118-105 MilwaukeeBucks - Los AngelesLakers 111-104 Atlanta Hawks - UtahJazz 106-111
NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn