Einmanaleiki Arnar Sveinn Geirsson skrifar 6. maí 2020 08:00 Þann 16. mars skall á samkomubann og ég, eins og eflaust flestir aðrir, hafði ekki hugmynd um hvað það þýddi í raun og veru. Til að byrja með hafði þetta lítil áhrif á mig og blessunarlega hafa allir verið hraustir í kringum mig. Tíminn leið og dögunum í samkomubanni fjölgaði – ég vildi standa mína plikt og fara eftir þeim reglum sem settar voru og því hitti maður ekki marga. Sennilega var mest spennandi tími dagsins eflaust í grænmetisdeildinni í Krónunni úti á Granda þar sem ég hitti annað fólk og jafnvel kannaðist maður við einhvern. En eftir því sem dögunum fjölgaði í þessu ástandi fór ég að finna fyrir tilfinningu. Tilfinningu sem ég kannaðist við, en var samt ekki viss síðan hvenær. Tilfinningin sem ég fann fyrir var einmanaleiki. Hún læddist aftan að mér og á örfáum dögum var hún orðin ansi fyrirferðamikil – og þá mundi ég, mér til mikillar skelfingar, hvenær ég fann þessa tilfinningu svona sterkt síðast. Einmanaleiki er tilfinning sem flestir kannast við, en fæstir vilja viðurkenna eða tala um og fyrir því eru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er það ákveðið tabú að vera einmana eða að finna fyrir einmanaleika í samfélagi sem keyrir áfram á ljóshraða með samfélagsmiðla sem sýna okkur hverju við erum að missa af og hvað við erum ekki að gera. Við skömmumst okkar oftar en ekki fyrir að finna fyrir einmanaleika - okkur líður eins og fólki líki ekki við okkur eða að það sé eitthvað að okkur. Ef við erum einmana hlýtur það að þýða að við eigum ekki nógu marga að eða líf okkar sé ekki nægilega spennandi. Það gerir það svo að verkum að við eigum erfitt með að viðurkenna það fyrir öðrum og jafnvel fyrir okkur sjálfum. Í öðru lagi er einmanaleiki oftast ósýnilegur. Birtingarmynd einmanaleika er ekki endilega manneskjan sem situr ein úti í horni í afmælisveislunni, heldur getum við einmitt verið ofboðslega einmana jafnvel þó að við séum umkringd fólki sem elskar okkur og vill allt fyrir okkur gera. Í byrjun árs 2018 lenti ég á vegg. Vegg sem ég, í fyrsta skipti, náði ekki að brjóta niður. Allt í einu virkaði ekki að fara að sofa leiður og brotinn og vakna glaður. Allt í einu gat ég ekki haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Allt í einu þurfti ég að horfast í augu við það að manneskjan sem ég hafði keppst við að vera væri ekki raunveruleg. Og það var það sem ég gerði. Ég hélt ekki áfram og horfðist í augu við óttann minn og bauð honum með í ferðalag. Ferðalagið mitt. Á þessu ferðalagi síðustu tvö ár hef ég gengið í gegnum ýmislegt - mætt ýmsum hindrunum á leiðinni, farið á staði sem ég áður taldi hættulega en á móti hefur stöðunum fjölgað þar sem útsýnið er fallegt og sólin skín. Ferðalagið hefur sannarlega víkkað sjóndeildarhringinn minn; fært mig nær sjálfum mér og öðrum, leyft mér að elska á annan hátt en áður – bæði sjálfan mig og aðra, en það sem ferðalagið hefur kannski kennt mér einna helst er að þekkja þær mörgu tilfinningar sem ég finn fyrir á hverjum degi. Kennt mér að átta mig á því hvernig mér líður. Hvaða tilfinningar ég er að upplifa og af hverju. Ég fann þessa tilfinningu síðast svona sterkt eftir að mamma dó þrátt fyrir að þá hafi fólkið í kringum mig örugglega aldrei haldið jafn þétt utan um mig og gefið mér jafn mikla ást og umhyggju. En þá var ég með allt lokað. Þá dró ég mig til baka, setti upp gleðigrímuna og lét eins og allt væri í lagi. Svipað og ég gerði núna þegar samkomubannið skall á. Ytri aðstæður þvinguðu mig í að finna fyrir söknuði og einmanaleika, tilfinningar sem ég hef reynt að forðast af öllum mætti, og ég fór aftur í gamalt hjólfar. Ég hætti að rækta tengslin mín, skammaðist mín fyrir það og skammaðist mín fyrir það hvernig mér leið. Ég skammaðist mín eflaust enn frekar af því að ég bauð öllum sem vildu með þegar ég fór af stað í ferðalagið mitt. Ég varð fyrir vonbrigðum með sjálfan mig að vera ekki kominn lengra en þetta. Að ég gæti virkilega ekki höndlað hlutina betur en þetta. En fljótlega komst ég upp úr hjólfarinu og sá hlutina skýrar en nokkru sinni fyrr. Ég og mamma vorum alveg ofboðslega góðir vinir og einmanaleikinn sem ég fann fyrir eftir að mamma dó var vegna þess að það allt í einu vantaði alveg ofboðslega mikið inn í líf mitt – þrátt fyrir að vera umkringdur fólki sem elskaði mig og sem ég elskaði, alveg eins og núna. En það sem ég gerði núna, eins og ég gerði þá, var að ég hætti að leyfa mér að líða. Ég hætti að leyfa tilfinningunum að koma og ætlaði að þvinga mig í að vera glaður, að sakna ekki, að vera ekki einmana – og það eina sem það gerir er að það magnar þær bara enn frekar. Þegar ég komst upp úr hjólfarinu áttaði ég mig á því að ég mun alltaf eiga erfitt með það að finna fyrir söknuði og einmanaleika. Þá áttaði ég mig á því að ég væri mannlegur. Þá áttaði ég mig á því hvað ég væri raunverulega kominn langt. Þetta minnti mig aftur á það að ferðalagið mitt endar ekki einhvers staðar og að ég vil ekki að það endi einhvers staðar. Að ég er ekki að leita að einhverri niðurstöðu eða endalausri hamingju. Þetta minnti mig á að lífið er ferli og að ég ætli að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að gefa mér, og fólkinu í kringum mig, leyfi til þess að líða. Hvernig sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Samkomubann á Íslandi Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 16. mars skall á samkomubann og ég, eins og eflaust flestir aðrir, hafði ekki hugmynd um hvað það þýddi í raun og veru. Til að byrja með hafði þetta lítil áhrif á mig og blessunarlega hafa allir verið hraustir í kringum mig. Tíminn leið og dögunum í samkomubanni fjölgaði – ég vildi standa mína plikt og fara eftir þeim reglum sem settar voru og því hitti maður ekki marga. Sennilega var mest spennandi tími dagsins eflaust í grænmetisdeildinni í Krónunni úti á Granda þar sem ég hitti annað fólk og jafnvel kannaðist maður við einhvern. En eftir því sem dögunum fjölgaði í þessu ástandi fór ég að finna fyrir tilfinningu. Tilfinningu sem ég kannaðist við, en var samt ekki viss síðan hvenær. Tilfinningin sem ég fann fyrir var einmanaleiki. Hún læddist aftan að mér og á örfáum dögum var hún orðin ansi fyrirferðamikil – og þá mundi ég, mér til mikillar skelfingar, hvenær ég fann þessa tilfinningu svona sterkt síðast. Einmanaleiki er tilfinning sem flestir kannast við, en fæstir vilja viðurkenna eða tala um og fyrir því eru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er það ákveðið tabú að vera einmana eða að finna fyrir einmanaleika í samfélagi sem keyrir áfram á ljóshraða með samfélagsmiðla sem sýna okkur hverju við erum að missa af og hvað við erum ekki að gera. Við skömmumst okkar oftar en ekki fyrir að finna fyrir einmanaleika - okkur líður eins og fólki líki ekki við okkur eða að það sé eitthvað að okkur. Ef við erum einmana hlýtur það að þýða að við eigum ekki nógu marga að eða líf okkar sé ekki nægilega spennandi. Það gerir það svo að verkum að við eigum erfitt með að viðurkenna það fyrir öðrum og jafnvel fyrir okkur sjálfum. Í öðru lagi er einmanaleiki oftast ósýnilegur. Birtingarmynd einmanaleika er ekki endilega manneskjan sem situr ein úti í horni í afmælisveislunni, heldur getum við einmitt verið ofboðslega einmana jafnvel þó að við séum umkringd fólki sem elskar okkur og vill allt fyrir okkur gera. Í byrjun árs 2018 lenti ég á vegg. Vegg sem ég, í fyrsta skipti, náði ekki að brjóta niður. Allt í einu virkaði ekki að fara að sofa leiður og brotinn og vakna glaður. Allt í einu gat ég ekki haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Allt í einu þurfti ég að horfast í augu við það að manneskjan sem ég hafði keppst við að vera væri ekki raunveruleg. Og það var það sem ég gerði. Ég hélt ekki áfram og horfðist í augu við óttann minn og bauð honum með í ferðalag. Ferðalagið mitt. Á þessu ferðalagi síðustu tvö ár hef ég gengið í gegnum ýmislegt - mætt ýmsum hindrunum á leiðinni, farið á staði sem ég áður taldi hættulega en á móti hefur stöðunum fjölgað þar sem útsýnið er fallegt og sólin skín. Ferðalagið hefur sannarlega víkkað sjóndeildarhringinn minn; fært mig nær sjálfum mér og öðrum, leyft mér að elska á annan hátt en áður – bæði sjálfan mig og aðra, en það sem ferðalagið hefur kannski kennt mér einna helst er að þekkja þær mörgu tilfinningar sem ég finn fyrir á hverjum degi. Kennt mér að átta mig á því hvernig mér líður. Hvaða tilfinningar ég er að upplifa og af hverju. Ég fann þessa tilfinningu síðast svona sterkt eftir að mamma dó þrátt fyrir að þá hafi fólkið í kringum mig örugglega aldrei haldið jafn þétt utan um mig og gefið mér jafn mikla ást og umhyggju. En þá var ég með allt lokað. Þá dró ég mig til baka, setti upp gleðigrímuna og lét eins og allt væri í lagi. Svipað og ég gerði núna þegar samkomubannið skall á. Ytri aðstæður þvinguðu mig í að finna fyrir söknuði og einmanaleika, tilfinningar sem ég hef reynt að forðast af öllum mætti, og ég fór aftur í gamalt hjólfar. Ég hætti að rækta tengslin mín, skammaðist mín fyrir það og skammaðist mín fyrir það hvernig mér leið. Ég skammaðist mín eflaust enn frekar af því að ég bauð öllum sem vildu með þegar ég fór af stað í ferðalagið mitt. Ég varð fyrir vonbrigðum með sjálfan mig að vera ekki kominn lengra en þetta. Að ég gæti virkilega ekki höndlað hlutina betur en þetta. En fljótlega komst ég upp úr hjólfarinu og sá hlutina skýrar en nokkru sinni fyrr. Ég og mamma vorum alveg ofboðslega góðir vinir og einmanaleikinn sem ég fann fyrir eftir að mamma dó var vegna þess að það allt í einu vantaði alveg ofboðslega mikið inn í líf mitt – þrátt fyrir að vera umkringdur fólki sem elskaði mig og sem ég elskaði, alveg eins og núna. En það sem ég gerði núna, eins og ég gerði þá, var að ég hætti að leyfa mér að líða. Ég hætti að leyfa tilfinningunum að koma og ætlaði að þvinga mig í að vera glaður, að sakna ekki, að vera ekki einmana – og það eina sem það gerir er að það magnar þær bara enn frekar. Þegar ég komst upp úr hjólfarinu áttaði ég mig á því að ég mun alltaf eiga erfitt með það að finna fyrir söknuði og einmanaleika. Þá áttaði ég mig á því að ég væri mannlegur. Þá áttaði ég mig á því hvað ég væri raunverulega kominn langt. Þetta minnti mig aftur á það að ferðalagið mitt endar ekki einhvers staðar og að ég vil ekki að það endi einhvers staðar. Að ég er ekki að leita að einhverri niðurstöðu eða endalausri hamingju. Þetta minnti mig á að lífið er ferli og að ég ætli að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að gefa mér, og fólkinu í kringum mig, leyfi til þess að líða. Hvernig sem er.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun