Matip rifjaði upp áhrifaríka ræðu Klopp fyrir leikinn gegn Barcelona Anton Ingi Leifsson skrifar 6. maí 2020 08:30 Klopp og Matip fallast í faðma eftir sigurinn á Börsungum. vísir/getty Það voru fæstir sem bjuggust við því að Liverpool myndi komast áfram úr undanúrslitaeinvíginu gegn Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa tapað fyrri leiknum 3-0. Joel Matip, varnarmaður Liverpool, rifjaði upp ræðu Jurgen Klopp fyrir leikinn. Ótrúleg endurkoma Liverpool verður lengi í minnum höfð en Liverpool vann síðari leikinn 4-0 og komst í úrslitaleikinn þar sem liðið hafði betur gegn Tottenham. Matip segir að sá þýski Klopp hafi barið sjálfstrausti í sína menn. „Hann sagði okkur að við ættum raunverulegan möguleika og að við gætum skapað eitthvað sem við gætum sagt börnunum okkar frá í framtíðinni. Við trúðum þessu og andrúmsloftið var magnað þegar við komum á völlinn þrátt fyrir að allir hafi vitað hvernig fyrri leikurinn fór og hverjum við vorum að spila á móti,“ sagði Matip. „Andinn var góður og varð bara betri og betri. Þetta var rosalegt. Þetta var eins og stór maskína sem vann saman; leikmennirnir og stuðningsmennirnir.“ Joel Matip recalls Jurgen Klopp's inspirational speech ahead of Barcelona victory | @MaddockMirrorhttps://t.co/71FjIIOKPW pic.twitter.com/0zmz0mr6cN— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2020 „Við vorum að ná meiri og meiri hraða í leikinn og með hverju marki urðu allir gráðugri. Allir á pöllunum, leikmennirnir á vellinum og á bekknum. Allir urðu sneggri og gerðu allt betur. Það var mikill hávaði og þú þurftir að kalla hærra inni á vellinum en á svona stundum var það ekki það versta.“ Liverpool komst yfir strax á sjöundu mínútu er Divock Origi skoraði en staðan var 1-0 í hálfleik. Gini Wijnaldum skoraði svo á 54. mínútu og aftur tveimur mínútum síðar áður en Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool ellefu mínútum fyrir leikslok. „Öll mörkin voru mikilvæg en að skora snemma gaf okkur meiri trú. Ef þeir hefðu haldið hreinu lengi þá hefði það drepið okkur en við fengum trúna á að við gætum gert eitthvað. Við hugsuðum um að við ætlum að vinna leikinn en við gátum aldrei hugsað að þetta myndi enda svona.“ „Ég hugsaði eftir markið hjá Gini að við værum að fara vinna þennan leik því við spiluðum vel en eftir seinna markið hugsaði ég að við gætum gert þetta. Þegar Divock skoraði þá trúði ég því ekki. Ég vissi ekki hvað gerðist því Trent lét bara boltann niður og svo var hann í netinu.“ „Ég varð smá ringlaður en þegar allir voru að fagna þá kom ég bara hlaupandi. Ég trúði þessu ekki. Ég myndi líklega segja að þetta væri besta augnablikið á mínum ferli því þetta var svo sérstakt,“ sagði Matip. It was crazy. It was like a whole machine working together. An interview with Joel Matip ahead of this week's one-year anniversary of that night against Barcelona at Anfield.Including details of his view of that quickly-taken corner...https://t.co/7EfIIMvunk pic.twitter.com/8EPczRg9L6— James Carroll (@James_Carroll84) May 5, 2020 Enski boltinn Meistaradeildin Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira
Það voru fæstir sem bjuggust við því að Liverpool myndi komast áfram úr undanúrslitaeinvíginu gegn Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa tapað fyrri leiknum 3-0. Joel Matip, varnarmaður Liverpool, rifjaði upp ræðu Jurgen Klopp fyrir leikinn. Ótrúleg endurkoma Liverpool verður lengi í minnum höfð en Liverpool vann síðari leikinn 4-0 og komst í úrslitaleikinn þar sem liðið hafði betur gegn Tottenham. Matip segir að sá þýski Klopp hafi barið sjálfstrausti í sína menn. „Hann sagði okkur að við ættum raunverulegan möguleika og að við gætum skapað eitthvað sem við gætum sagt börnunum okkar frá í framtíðinni. Við trúðum þessu og andrúmsloftið var magnað þegar við komum á völlinn þrátt fyrir að allir hafi vitað hvernig fyrri leikurinn fór og hverjum við vorum að spila á móti,“ sagði Matip. „Andinn var góður og varð bara betri og betri. Þetta var rosalegt. Þetta var eins og stór maskína sem vann saman; leikmennirnir og stuðningsmennirnir.“ Joel Matip recalls Jurgen Klopp's inspirational speech ahead of Barcelona victory | @MaddockMirrorhttps://t.co/71FjIIOKPW pic.twitter.com/0zmz0mr6cN— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2020 „Við vorum að ná meiri og meiri hraða í leikinn og með hverju marki urðu allir gráðugri. Allir á pöllunum, leikmennirnir á vellinum og á bekknum. Allir urðu sneggri og gerðu allt betur. Það var mikill hávaði og þú þurftir að kalla hærra inni á vellinum en á svona stundum var það ekki það versta.“ Liverpool komst yfir strax á sjöundu mínútu er Divock Origi skoraði en staðan var 1-0 í hálfleik. Gini Wijnaldum skoraði svo á 54. mínútu og aftur tveimur mínútum síðar áður en Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool ellefu mínútum fyrir leikslok. „Öll mörkin voru mikilvæg en að skora snemma gaf okkur meiri trú. Ef þeir hefðu haldið hreinu lengi þá hefði það drepið okkur en við fengum trúna á að við gætum gert eitthvað. Við hugsuðum um að við ætlum að vinna leikinn en við gátum aldrei hugsað að þetta myndi enda svona.“ „Ég hugsaði eftir markið hjá Gini að við værum að fara vinna þennan leik því við spiluðum vel en eftir seinna markið hugsaði ég að við gætum gert þetta. Þegar Divock skoraði þá trúði ég því ekki. Ég vissi ekki hvað gerðist því Trent lét bara boltann niður og svo var hann í netinu.“ „Ég varð smá ringlaður en þegar allir voru að fagna þá kom ég bara hlaupandi. Ég trúði þessu ekki. Ég myndi líklega segja að þetta væri besta augnablikið á mínum ferli því þetta var svo sérstakt,“ sagði Matip. It was crazy. It was like a whole machine working together. An interview with Joel Matip ahead of this week's one-year anniversary of that night against Barcelona at Anfield.Including details of his view of that quickly-taken corner...https://t.co/7EfIIMvunk pic.twitter.com/8EPczRg9L6— James Carroll (@James_Carroll84) May 5, 2020
Enski boltinn Meistaradeildin Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira