Grimes „útskýrir“ nafn barnsins Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2020 09:05 Hin 32 ára Grimes og hinn 48 ára Elon Musk. Getty Elon Musk, eigandi Tesla, tísti fyrr í vikunni þar sem hann greindi frá nafninu á nýfæddu barni hans og kanadísku söngkonunnar Grimes. Nafnið þykir einstakt í meira lagi, og hefur söngkonan nú skýrt frá því hvað það táknar. Musk sagði nafn drengsins vera „X Æ A-12“, en enn á eftir að koma í ljós hvort að það rati alla leið í opinber gögn. Skiljanlega fóru miklar umræður af stað hvort að A-12 kunni að vera vísun í Lockheed-þotuna A-12 og sömuleiðis af hverju norræni stafurinn „Æ“ hafi ratað í nafnið. Grimes, sem heitir Claire Elise Boucher réttu nafni, kom hins vegar með „útskýringu“ á þessu öllu saman í tísti fyrr í dag. „X, hin óþekkta breyta, Æ, álfastafsetning á Ai (ást og/eða gervigreind) A-12 = forveri SR-17 (uppáhaldsflugvél okkar. Engin vopn, engar varnir, bara hraði. Frábær í orrustum, en ekki ofbeldisfull). + (A= „Archangel“, uppáhaldslagið mitt) (Málmrotta)“ X, the unknown variable Æ, my elven spelling of Ai (love &/or Artificial intelligence) A-12 = precursor to SR-17 (our favorite aircraft). No weapons, no defenses, just speed. Great in battle, but non-violent + (A=Archangel, my favorite song) ( metal rat)— G i es (@Grimezsz) May 6, 2020 People segir 12 vísa í rottu, kínverska stjörnumerkið, en 2020 er ár málmrottunnar í kínverskri stjörnuspeki. Enn á eftir að koma almennilega fram hvernig bera skuli fram nafn drengsins. Elon Musk eignaðist sex börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Justine Musk, en þau voru gift frá árinu 2000 til 2008. Fyrsti sonur hans, Nevada, lést úr krabbameini árið 2002. Musk og Grimes byrjuðu saman árið 2018 og greindu fyrst frá því að þau ættu von á barni í janúar. Hér að neðan má heyra lagið Archangel með Burial, en netverjar eru margir nokkuð vissir í sinni sök að það sé lagið sem Grimes á við sem uppáhaldslagið sitt. Það má í það minnsta finna á þessum lista af uppáhaldslögum hennar frá 2013. Tesla Hollywood Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Elon Musk, eigandi Tesla, tísti fyrr í vikunni þar sem hann greindi frá nafninu á nýfæddu barni hans og kanadísku söngkonunnar Grimes. Nafnið þykir einstakt í meira lagi, og hefur söngkonan nú skýrt frá því hvað það táknar. Musk sagði nafn drengsins vera „X Æ A-12“, en enn á eftir að koma í ljós hvort að það rati alla leið í opinber gögn. Skiljanlega fóru miklar umræður af stað hvort að A-12 kunni að vera vísun í Lockheed-þotuna A-12 og sömuleiðis af hverju norræni stafurinn „Æ“ hafi ratað í nafnið. Grimes, sem heitir Claire Elise Boucher réttu nafni, kom hins vegar með „útskýringu“ á þessu öllu saman í tísti fyrr í dag. „X, hin óþekkta breyta, Æ, álfastafsetning á Ai (ást og/eða gervigreind) A-12 = forveri SR-17 (uppáhaldsflugvél okkar. Engin vopn, engar varnir, bara hraði. Frábær í orrustum, en ekki ofbeldisfull). + (A= „Archangel“, uppáhaldslagið mitt) (Málmrotta)“ X, the unknown variable Æ, my elven spelling of Ai (love &/or Artificial intelligence) A-12 = precursor to SR-17 (our favorite aircraft). No weapons, no defenses, just speed. Great in battle, but non-violent + (A=Archangel, my favorite song) ( metal rat)— G i es (@Grimezsz) May 6, 2020 People segir 12 vísa í rottu, kínverska stjörnumerkið, en 2020 er ár málmrottunnar í kínverskri stjörnuspeki. Enn á eftir að koma almennilega fram hvernig bera skuli fram nafn drengsins. Elon Musk eignaðist sex börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Justine Musk, en þau voru gift frá árinu 2000 til 2008. Fyrsti sonur hans, Nevada, lést úr krabbameini árið 2002. Musk og Grimes byrjuðu saman árið 2018 og greindu fyrst frá því að þau ættu von á barni í janúar. Hér að neðan má heyra lagið Archangel með Burial, en netverjar eru margir nokkuð vissir í sinni sök að það sé lagið sem Grimes á við sem uppáhaldslagið sitt. Það má í það minnsta finna á þessum lista af uppáhaldslögum hennar frá 2013.
Tesla Hollywood Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira