Grimes „útskýrir“ nafn barnsins Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2020 09:05 Hin 32 ára Grimes og hinn 48 ára Elon Musk. Getty Elon Musk, eigandi Tesla, tísti fyrr í vikunni þar sem hann greindi frá nafninu á nýfæddu barni hans og kanadísku söngkonunnar Grimes. Nafnið þykir einstakt í meira lagi, og hefur söngkonan nú skýrt frá því hvað það táknar. Musk sagði nafn drengsins vera „X Æ A-12“, en enn á eftir að koma í ljós hvort að það rati alla leið í opinber gögn. Skiljanlega fóru miklar umræður af stað hvort að A-12 kunni að vera vísun í Lockheed-þotuna A-12 og sömuleiðis af hverju norræni stafurinn „Æ“ hafi ratað í nafnið. Grimes, sem heitir Claire Elise Boucher réttu nafni, kom hins vegar með „útskýringu“ á þessu öllu saman í tísti fyrr í dag. „X, hin óþekkta breyta, Æ, álfastafsetning á Ai (ást og/eða gervigreind) A-12 = forveri SR-17 (uppáhaldsflugvél okkar. Engin vopn, engar varnir, bara hraði. Frábær í orrustum, en ekki ofbeldisfull). + (A= „Archangel“, uppáhaldslagið mitt) (Málmrotta)“ X, the unknown variable Æ, my elven spelling of Ai (love &/or Artificial intelligence) A-12 = precursor to SR-17 (our favorite aircraft). No weapons, no defenses, just speed. Great in battle, but non-violent + (A=Archangel, my favorite song) ( metal rat)— G i es (@Grimezsz) May 6, 2020 People segir 12 vísa í rottu, kínverska stjörnumerkið, en 2020 er ár málmrottunnar í kínverskri stjörnuspeki. Enn á eftir að koma almennilega fram hvernig bera skuli fram nafn drengsins. Elon Musk eignaðist sex börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Justine Musk, en þau voru gift frá árinu 2000 til 2008. Fyrsti sonur hans, Nevada, lést úr krabbameini árið 2002. Musk og Grimes byrjuðu saman árið 2018 og greindu fyrst frá því að þau ættu von á barni í janúar. Hér að neðan má heyra lagið Archangel með Burial, en netverjar eru margir nokkuð vissir í sinni sök að það sé lagið sem Grimes á við sem uppáhaldslagið sitt. Það má í það minnsta finna á þessum lista af uppáhaldslögum hennar frá 2013. Tesla Hollywood Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Fór til Tyrklands í hárígræðslu: „Maður finnur fyrir potinu allan tímann“ Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Sjá meira
Elon Musk, eigandi Tesla, tísti fyrr í vikunni þar sem hann greindi frá nafninu á nýfæddu barni hans og kanadísku söngkonunnar Grimes. Nafnið þykir einstakt í meira lagi, og hefur söngkonan nú skýrt frá því hvað það táknar. Musk sagði nafn drengsins vera „X Æ A-12“, en enn á eftir að koma í ljós hvort að það rati alla leið í opinber gögn. Skiljanlega fóru miklar umræður af stað hvort að A-12 kunni að vera vísun í Lockheed-þotuna A-12 og sömuleiðis af hverju norræni stafurinn „Æ“ hafi ratað í nafnið. Grimes, sem heitir Claire Elise Boucher réttu nafni, kom hins vegar með „útskýringu“ á þessu öllu saman í tísti fyrr í dag. „X, hin óþekkta breyta, Æ, álfastafsetning á Ai (ást og/eða gervigreind) A-12 = forveri SR-17 (uppáhaldsflugvél okkar. Engin vopn, engar varnir, bara hraði. Frábær í orrustum, en ekki ofbeldisfull). + (A= „Archangel“, uppáhaldslagið mitt) (Málmrotta)“ X, the unknown variable Æ, my elven spelling of Ai (love &/or Artificial intelligence) A-12 = precursor to SR-17 (our favorite aircraft). No weapons, no defenses, just speed. Great in battle, but non-violent + (A=Archangel, my favorite song) ( metal rat)— G i es (@Grimezsz) May 6, 2020 People segir 12 vísa í rottu, kínverska stjörnumerkið, en 2020 er ár málmrottunnar í kínverskri stjörnuspeki. Enn á eftir að koma almennilega fram hvernig bera skuli fram nafn drengsins. Elon Musk eignaðist sex börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Justine Musk, en þau voru gift frá árinu 2000 til 2008. Fyrsti sonur hans, Nevada, lést úr krabbameini árið 2002. Musk og Grimes byrjuðu saman árið 2018 og greindu fyrst frá því að þau ættu von á barni í janúar. Hér að neðan má heyra lagið Archangel með Burial, en netverjar eru margir nokkuð vissir í sinni sök að það sé lagið sem Grimes á við sem uppáhaldslagið sitt. Það má í það minnsta finna á þessum lista af uppáhaldslögum hennar frá 2013.
Tesla Hollywood Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Fór til Tyrklands í hárígræðslu: „Maður finnur fyrir potinu allan tímann“ Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Sjá meira