Samkeppniseftirlitið rannsakar viðskipti með bréf Brims Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. maí 2020 09:09 Guðmundur Kristjánsson sagði skilið við forstjórastöðuna hjá Brimi í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Samkeppnisyfirlitið hyggst rannsaka „hvort stofnast hafi til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. vegna tiltekinna viðskipta Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila á árinu 2019 með eignarhluti í Brimi hf,“ eins og það er orðað í tilkynningu Brims til Kauphallarinnar í gærkvöld. Það sé mat Samkeppniseftirlitsins að umrædd viðskipti hafi verið „þess fallin að hafa áhrif á mat á yfirráðum í félaginu í skilningi samkeppnislaga.“ Við rannsókn sína myndi Samkeppniseftirlitið taka afstöðu til þess hvort að við mögulega myndun yfirráða í Brimi hafi verið framkvæmdur samruni í andstöðu við samkeppnislög. Sjá einnig: Brim kaupir tvær útgerðir af bróður Guðmundar á þrjá milljarða Samhliða þessari yfirlýsingu tilkynnti Samkeppniseftirlitið Brimi að það „teldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar“ vegna kaupa félagsins á Fiskvinnslunni Kambi hf. og Grábrók ehf. í október í fyrra. Eins og Vísir greindi frá á sínum tíma var stærsti hluthafinn í báðum félögunum bróðir Guðmundar Kristjánssonar, þáverandi forstjóra Brims. Guðmundur ákvað að segja skilið við forstjórastöðuna í liðinni viku vegna persónulegra ástæðna en mun þó áfram sitja í stjórn félagsins. Hann er þó eftir sem áður aðaleigandi stærsta hluthafa Brims, fyrrnefnds Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem fer með tæplega 45 prósent hlut í útgerðarfélaginu. Guðmundur taldi ekki tímabært að tjá sig nánar um persónulegu ástæðurnar fyrir því að hann ákvað að stíga úr stóli forstjóra. Hann ætti jafnvel von á að senda frá sér tilkynningu vegna þessa innan tíðar. Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Samkeppnisyfirlitið hyggst rannsaka „hvort stofnast hafi til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. vegna tiltekinna viðskipta Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila á árinu 2019 með eignarhluti í Brimi hf,“ eins og það er orðað í tilkynningu Brims til Kauphallarinnar í gærkvöld. Það sé mat Samkeppniseftirlitsins að umrædd viðskipti hafi verið „þess fallin að hafa áhrif á mat á yfirráðum í félaginu í skilningi samkeppnislaga.“ Við rannsókn sína myndi Samkeppniseftirlitið taka afstöðu til þess hvort að við mögulega myndun yfirráða í Brimi hafi verið framkvæmdur samruni í andstöðu við samkeppnislög. Sjá einnig: Brim kaupir tvær útgerðir af bróður Guðmundar á þrjá milljarða Samhliða þessari yfirlýsingu tilkynnti Samkeppniseftirlitið Brimi að það „teldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar“ vegna kaupa félagsins á Fiskvinnslunni Kambi hf. og Grábrók ehf. í október í fyrra. Eins og Vísir greindi frá á sínum tíma var stærsti hluthafinn í báðum félögunum bróðir Guðmundar Kristjánssonar, þáverandi forstjóra Brims. Guðmundur ákvað að segja skilið við forstjórastöðuna í liðinni viku vegna persónulegra ástæðna en mun þó áfram sitja í stjórn félagsins. Hann er þó eftir sem áður aðaleigandi stærsta hluthafa Brims, fyrrnefnds Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem fer með tæplega 45 prósent hlut í útgerðarfélaginu. Guðmundur taldi ekki tímabært að tjá sig nánar um persónulegu ástæðurnar fyrir því að hann ákvað að stíga úr stóli forstjóra. Hann ætti jafnvel von á að senda frá sér tilkynningu vegna þessa innan tíðar.
Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira