Kveðjan frá Arnóri Atla hafði mikil áhrif á Guðjón Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 11:30 Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson fagna saman á EM 2010 í Austurríki þar sem íslenska landsliðið vann brons. EPA/GEORG HOCHMUTH Guðjón Valur Sigurðsson fékk kveðjur frá góðum mönnum í Seinni bylgjunni þegar hann fór yfir handboltaferil sinn. Þar á meðal var maður sem vann hann verðlaun með bæði í félagsliði og landsliði. Arnór Atlason spilaði bæði með Guðjón Val hjá KA og hjá danska liðinu AG frá Kaupmannahöfn auk þess sem þeir voru lengi saman í íslenska handboltalandsliðinu. Arnór sendi Guðjóni Val skemmtilega kveðju í Seinni bylgjunni. „Nú ertu loksins hættur þessu og ég get loksins hætt að svara spurningunni: Hvað er hann ekki miklu eldri en þú? Af hverju er hann ennþá að spila en þú löngu hættur? Ég hef bara svarað að hann er einstakur og það er enginn eins og Guðjón Valur. Handboltaheimurinn á sennilega aldrei eftir að fá að sjá annan eins íþróttamann,“ sagði Arnór í byrjun kveðjunnar. Allir yngri leikmenn hafa fengið góð ráð „Það sem stendur upp úr er þessi ótrúlegi dugnaður sem liggur að baki þessu. Ég veit alveg hvað þetta hefur kostað þig og hvað þú ert búinn að gefa ótrúlega mikið af þér í gegnum allan ferilinn. Allir yngri leikmenn sem hafa komið inn í landsliðið hafa fengið góð ráð frá þér, margir hafa líka fengið að heyra það en þeir hafa bara átt það skilið,“ sagði Arnór. „Það er frábært að hafa fengið að spila með þér í öll þessi ár í landsliðinu og líka í KA og í Kaupmannahöfn,“ sagði Arnór og hann nefndi sérstaklega einn af síðustu leikjunum sem Guðjón Valur spilaði í íslensku deildinni. Frammistaða sem verður aldrei toppuð á Íslandi „Það sem stendur kannski upp úr er þessi ótrúlegi leikur í KA-heimilinu 2001. Það er búið að sýna markið þitt úr aukakastinu þúsund sinnum en þessi frammistaða leikmanns í einum og sama leiknum verður sennilega aldrei toppuð á Íslandi. Það var eftirminnilegt og eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma,“ sagði Arnór. „Vá,“ var það fyrsta sem Guðjón Valur sagði í settinu eftir að hafa horft og hlustað á Arnór. „Þetta var yndisleg kveðja og komandi frá honum. Við erum búnir að þekkjast svo lengi,“ sagði Guðjón Valur sem var greinilega meyr eftir að hafa hlustað á vin sinn. „Hann er að tala um dugnað og elju en þetta er maður sem var alltaf að glíma við eitthvað en lagaðist alltaf í álagi. Hann var alltaf betri þegar hann var kominn á stórmót og leið betur í skrokknum þegar álagið var meira,“ sagði Guðjón Valur. Algjör klettur „Það er gaman að segja frá því að þegar hann er að fara að byrja að spila með okkur fyrir norðan og kemst í hóp hjá KA þá er konan hans heima að passa dóttur okkar þegar Þóra var á leiknum hjá okkar,“ sagði Guðjón Valur hlæjandi. „Hann tók við okkur þegar við komum til Kaupmannahafnar og hjálpaði okkur mikið þar. Þessi maður er algjör klettur og það var yndislegt að spila með honum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá alla kveðju Arnórs og viðbrögð Guðjóns Vals hér fyrir neðan. Klippa: Kveðja til Guðjóns Vals frá Arnóri Atla: Get loksins hætt að svara spurningunni Handbolti Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson fékk kveðjur frá góðum mönnum í Seinni bylgjunni þegar hann fór yfir handboltaferil sinn. Þar á meðal var maður sem vann hann verðlaun með bæði í félagsliði og landsliði. Arnór Atlason spilaði bæði með Guðjón Val hjá KA og hjá danska liðinu AG frá Kaupmannahöfn auk þess sem þeir voru lengi saman í íslenska handboltalandsliðinu. Arnór sendi Guðjóni Val skemmtilega kveðju í Seinni bylgjunni. „Nú ertu loksins hættur þessu og ég get loksins hætt að svara spurningunni: Hvað er hann ekki miklu eldri en þú? Af hverju er hann ennþá að spila en þú löngu hættur? Ég hef bara svarað að hann er einstakur og það er enginn eins og Guðjón Valur. Handboltaheimurinn á sennilega aldrei eftir að fá að sjá annan eins íþróttamann,“ sagði Arnór í byrjun kveðjunnar. Allir yngri leikmenn hafa fengið góð ráð „Það sem stendur upp úr er þessi ótrúlegi dugnaður sem liggur að baki þessu. Ég veit alveg hvað þetta hefur kostað þig og hvað þú ert búinn að gefa ótrúlega mikið af þér í gegnum allan ferilinn. Allir yngri leikmenn sem hafa komið inn í landsliðið hafa fengið góð ráð frá þér, margir hafa líka fengið að heyra það en þeir hafa bara átt það skilið,“ sagði Arnór. „Það er frábært að hafa fengið að spila með þér í öll þessi ár í landsliðinu og líka í KA og í Kaupmannahöfn,“ sagði Arnór og hann nefndi sérstaklega einn af síðustu leikjunum sem Guðjón Valur spilaði í íslensku deildinni. Frammistaða sem verður aldrei toppuð á Íslandi „Það sem stendur kannski upp úr er þessi ótrúlegi leikur í KA-heimilinu 2001. Það er búið að sýna markið þitt úr aukakastinu þúsund sinnum en þessi frammistaða leikmanns í einum og sama leiknum verður sennilega aldrei toppuð á Íslandi. Það var eftirminnilegt og eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma,“ sagði Arnór. „Vá,“ var það fyrsta sem Guðjón Valur sagði í settinu eftir að hafa horft og hlustað á Arnór. „Þetta var yndisleg kveðja og komandi frá honum. Við erum búnir að þekkjast svo lengi,“ sagði Guðjón Valur sem var greinilega meyr eftir að hafa hlustað á vin sinn. „Hann er að tala um dugnað og elju en þetta er maður sem var alltaf að glíma við eitthvað en lagaðist alltaf í álagi. Hann var alltaf betri þegar hann var kominn á stórmót og leið betur í skrokknum þegar álagið var meira,“ sagði Guðjón Valur. Algjör klettur „Það er gaman að segja frá því að þegar hann er að fara að byrja að spila með okkur fyrir norðan og kemst í hóp hjá KA þá er konan hans heima að passa dóttur okkar þegar Þóra var á leiknum hjá okkar,“ sagði Guðjón Valur hlæjandi. „Hann tók við okkur þegar við komum til Kaupmannahafnar og hjálpaði okkur mikið þar. Þessi maður er algjör klettur og það var yndislegt að spila með honum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá alla kveðju Arnórs og viðbrögð Guðjóns Vals hér fyrir neðan. Klippa: Kveðja til Guðjóns Vals frá Arnóri Atla: Get loksins hætt að svara spurningunni
Handbolti Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira