Tæplega sjö þúsund eiga eftir að fá greitt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. maí 2020 13:01 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Vinnumálastofnun gengur vel að vinna sig í gegnum holskeflu umsókna sem barst fyrir síðustu mánaðamót. Enn eiga þó tæplega sjö þúsund manns eftir að fá greitt. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hún gerði ráð fyrir að geta afgreitt allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Fjölmargar hópuppsagnir bárust vinnumálastofnun undir lok síðasta mánaðar, flestar frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vinnuálag hjá stofnuninni er gríðarlegt að sögn forstjórans. „Það hefur gengið glettilega vel, það verður að segjast eins og er. En það eru samt ennþá tæplega sjö þúsund manns sem eiga eftir að fá greitt, svo við höldum því til haga. Þetta eru svona umsóknir oftast þar sem mannshöndin þarf að koma að og þurfa á lagfæringu að halda. Þess vegna verður líka töf á þessu. En ég kalla það nú eiginlega gott að við erum búin að ná að borga yfir fjörutíu og fimmtíu þúsund til fimmtíu þúsund manns nú þegar.“ Hún gerir ráð fyrir að stofnunin verði búin að afgreiða allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Langerfiðustu mánaðamót í sögu Vinnumálastofnunar Unnur segir að það sé kraftaverki líkast hversu vel starfsfólki hafi tekist til og hversu hratt það hafi unnið, miðað við það álag sem verið hefur hjá Vinnumálastofnun. Í síðasta mánuði voru þrjátíu einstaklingar ráðnir inn til stofnunarinnar, vítt og breitt um landið til að mæta auknu álagi. „En það er alveg gríðarlegt álag hérna hjá okkur, hingað er mikið hringt og það koma um tvö þúsund tölvupóstar á sólarhring. Fólk situr hér við og hamast við að þjónusta og svara fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.“ Unnur kvaðst aðspurð ekki vita hvort fyrirtæki hefðu í hyggju að ráðast í fleiri hópuppsagnir fyrir næstu mánaðamót. „Ég náttúrulega vona að mesti kúfurinn hafi komið um síðustu mánaðamót. Ég smá óttast það en ég vona að þetta verði ekkert svipað og síðast.“ Voru þetta erfiðustu mánaðamót sem þú hefur upplifað í starfi hjá stofnuninni? „Já, þau langerfiðustu.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. 1. apríl 2020 23:30 Undirbúa aukna aðsókn í Háskóla Íslands Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust. 1. maí 2020 12:04 4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. 30. apríl 2020 17:20 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Vinnumálastofnun gengur vel að vinna sig í gegnum holskeflu umsókna sem barst fyrir síðustu mánaðamót. Enn eiga þó tæplega sjö þúsund manns eftir að fá greitt. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hún gerði ráð fyrir að geta afgreitt allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Fjölmargar hópuppsagnir bárust vinnumálastofnun undir lok síðasta mánaðar, flestar frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vinnuálag hjá stofnuninni er gríðarlegt að sögn forstjórans. „Það hefur gengið glettilega vel, það verður að segjast eins og er. En það eru samt ennþá tæplega sjö þúsund manns sem eiga eftir að fá greitt, svo við höldum því til haga. Þetta eru svona umsóknir oftast þar sem mannshöndin þarf að koma að og þurfa á lagfæringu að halda. Þess vegna verður líka töf á þessu. En ég kalla það nú eiginlega gott að við erum búin að ná að borga yfir fjörutíu og fimmtíu þúsund til fimmtíu þúsund manns nú þegar.“ Hún gerir ráð fyrir að stofnunin verði búin að afgreiða allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Langerfiðustu mánaðamót í sögu Vinnumálastofnunar Unnur segir að það sé kraftaverki líkast hversu vel starfsfólki hafi tekist til og hversu hratt það hafi unnið, miðað við það álag sem verið hefur hjá Vinnumálastofnun. Í síðasta mánuði voru þrjátíu einstaklingar ráðnir inn til stofnunarinnar, vítt og breitt um landið til að mæta auknu álagi. „En það er alveg gríðarlegt álag hérna hjá okkur, hingað er mikið hringt og það koma um tvö þúsund tölvupóstar á sólarhring. Fólk situr hér við og hamast við að þjónusta og svara fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.“ Unnur kvaðst aðspurð ekki vita hvort fyrirtæki hefðu í hyggju að ráðast í fleiri hópuppsagnir fyrir næstu mánaðamót. „Ég náttúrulega vona að mesti kúfurinn hafi komið um síðustu mánaðamót. Ég smá óttast það en ég vona að þetta verði ekkert svipað og síðast.“ Voru þetta erfiðustu mánaðamót sem þú hefur upplifað í starfi hjá stofnuninni? „Já, þau langerfiðustu.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. 1. apríl 2020 23:30 Undirbúa aukna aðsókn í Háskóla Íslands Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust. 1. maí 2020 12:04 4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. 30. apríl 2020 17:20 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. 1. apríl 2020 23:30
Undirbúa aukna aðsókn í Háskóla Íslands Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust. 1. maí 2020 12:04
4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. 30. apríl 2020 17:20