Rótleysið getur valdið kvíða og vanlíðan meðal barnanna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. maí 2020 18:30 Kristrún Helga Ólafsdóttir félagsráðgjafi í Salaskóla segir verkfallið bitna illa á mörgum nemendum. Vísir/Egill Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu saman til fundar í Karphúsinu fyrir stundu en verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefur nú staðið í rúma tvo sólarhringa. Félagsráðgjafi í Kópavogi óttast áhrif verkfallsins á skólabörn. Ríflega tvö þúsund börn eru í fjórum grunnskólum í Kópavogi sem verkfallsaðgerðir Eflingar hafa mikil áhrif á. Skólarnir fjórir eru Salaskóli, Álfhólsskóli, Kópavogsskóli og Kársnesskóli. Í þessum fjórum skólum er skólastarf verulega skert. „Við starfsfólk í Salaskóla höfum verulegar áhyggjur af áhrifum þessa verkfalls á marga nemendur. Meðal annars hóp jaðarsettar barna sem að treysta á starfsfólk skólans og að geta mætt í skólann,“ segir Kristrún Helga Ólafsdóttir félagsráðgjafi í Salaskóla. Hún segir rótleysið geta valdið kvíða og vanlíðan meðal barnanna. Vonar að kjaradeilan fari að leysast Elísabet Pétursdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Kópavogsskóla, segir börnin sakna skólans.Vísir/Egill „Auðvitað sakna þau skólans og þau sakna félaganna og þau sakna rútínunnar,“ segir Elísabet Pétursdóttir náms- og starfsráðgjafi í Kópavogsskóla. Samninganefndir Eflingar og sveitarfélaganna hittust undir kvöld á fundi í Karphúsinu en Elísabet vonar að deilan leysist sem fyrst og börnin komist aftur í skólann. „Það er langt sumarfrí fram undan og þau eru náttúrlega aðeins farin að trosna úr sumum félagslegum tengslum. Þau eru ekki að hitta vini sína. Þannig að ég myndi að sjálfsögðu vilja fá þau aftur í skólann sem fyrst.“ Verkföll 2020 Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37 „Við ætlum ekki að gefa neitt eftir“ Skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar. Ekki var fundað í deilunni í dag og enginn fundur hefur verið boðaður. 6. maí 2020 19:19 Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu saman til fundar í Karphúsinu fyrir stundu en verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefur nú staðið í rúma tvo sólarhringa. Félagsráðgjafi í Kópavogi óttast áhrif verkfallsins á skólabörn. Ríflega tvö þúsund börn eru í fjórum grunnskólum í Kópavogi sem verkfallsaðgerðir Eflingar hafa mikil áhrif á. Skólarnir fjórir eru Salaskóli, Álfhólsskóli, Kópavogsskóli og Kársnesskóli. Í þessum fjórum skólum er skólastarf verulega skert. „Við starfsfólk í Salaskóla höfum verulegar áhyggjur af áhrifum þessa verkfalls á marga nemendur. Meðal annars hóp jaðarsettar barna sem að treysta á starfsfólk skólans og að geta mætt í skólann,“ segir Kristrún Helga Ólafsdóttir félagsráðgjafi í Salaskóla. Hún segir rótleysið geta valdið kvíða og vanlíðan meðal barnanna. Vonar að kjaradeilan fari að leysast Elísabet Pétursdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Kópavogsskóla, segir börnin sakna skólans.Vísir/Egill „Auðvitað sakna þau skólans og þau sakna félaganna og þau sakna rútínunnar,“ segir Elísabet Pétursdóttir náms- og starfsráðgjafi í Kópavogsskóla. Samninganefndir Eflingar og sveitarfélaganna hittust undir kvöld á fundi í Karphúsinu en Elísabet vonar að deilan leysist sem fyrst og börnin komist aftur í skólann. „Það er langt sumarfrí fram undan og þau eru náttúrlega aðeins farin að trosna úr sumum félagslegum tengslum. Þau eru ekki að hitta vini sína. Þannig að ég myndi að sjálfsögðu vilja fá þau aftur í skólann sem fyrst.“
Verkföll 2020 Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37 „Við ætlum ekki að gefa neitt eftir“ Skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar. Ekki var fundað í deilunni í dag og enginn fundur hefur verið boðaður. 6. maí 2020 19:19 Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37
„Við ætlum ekki að gefa neitt eftir“ Skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar. Ekki var fundað í deilunni í dag og enginn fundur hefur verið boðaður. 6. maí 2020 19:19
Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15