Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. maí 2020 22:00 Fjöldi sundlaugargesta í Nuuk takmarkast nú við 100 manns. Allt að 50 konur og 50 karlar mega vera samtímis í sundhöllinni, samkvæmt ákvörðun sóttvarnaryfirvalda. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænlendingum hefur gengið betur en flestum öðrum þjóðum að útrýma kórónuveirunni úr samfélaginu en mánuður er nú liðinn frá því upplýst var að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með veiruna þar í landi, væri batnað. Síðan hefur ekkert nýtt smit greinst og er þetta næsta nágrannaland Íslands núna búið að vera smitlaust í sex vikur. Sundhöllin í Nuuk var tekin í notkun árið 2003 og þykir hið veglegasta mannvirki. Um fimmtíu þúsund gestir sækja laugina árlega.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Samskiptatakmörkunum hefur síðan verið aflétt í áföngum. Þannig hófst kennsla í skólum og leikskólum á ný þann 20. apríl, rakarastofur, veitingahús og barir fóru í gang 25. apríl, en með hömlum á gestafjölda. Síðastliðinn mánudag var svo leyft að opna íþróttamiðstöðvar og líkamsræktarstöðvar og þar með sundhöllina glæsilegu í Nuuk. Þó mega ekki vera fleiri en hundrað manns samtímis í sundi, 50 konur og 50 karlar, samkvæmt tilkynningu bæjaryfirvalda. Heitu pottarnir eru vinsælir í Nuuk, rétt eins og í sundlaugum á Íslandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru þannig hálfum mánuði á undan þeim íslensku að leyfa íbúum að fara í sund, það er að segja ef þau áform standast að íslensku laugarnar fáist opnaðar 18. maí. Grænlendingar viðhalda þó áfram takmörkunum á komum útlendinga til landsins að minnsta kosti út maímánuð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þætti Stöðvar 2 um mannlíf í Nuuk fyrir þremur árum var einnig fjallað um sundhöllina. Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Tengdar fréttir Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Göturóstur í Nuuk eftir að opnað var á sölu áfengis Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en það hafði þá staðið í átján daga. 16. apríl 2020 21:37 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira
Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænlendingum hefur gengið betur en flestum öðrum þjóðum að útrýma kórónuveirunni úr samfélaginu en mánuður er nú liðinn frá því upplýst var að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með veiruna þar í landi, væri batnað. Síðan hefur ekkert nýtt smit greinst og er þetta næsta nágrannaland Íslands núna búið að vera smitlaust í sex vikur. Sundhöllin í Nuuk var tekin í notkun árið 2003 og þykir hið veglegasta mannvirki. Um fimmtíu þúsund gestir sækja laugina árlega.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Samskiptatakmörkunum hefur síðan verið aflétt í áföngum. Þannig hófst kennsla í skólum og leikskólum á ný þann 20. apríl, rakarastofur, veitingahús og barir fóru í gang 25. apríl, en með hömlum á gestafjölda. Síðastliðinn mánudag var svo leyft að opna íþróttamiðstöðvar og líkamsræktarstöðvar og þar með sundhöllina glæsilegu í Nuuk. Þó mega ekki vera fleiri en hundrað manns samtímis í sundi, 50 konur og 50 karlar, samkvæmt tilkynningu bæjaryfirvalda. Heitu pottarnir eru vinsælir í Nuuk, rétt eins og í sundlaugum á Íslandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru þannig hálfum mánuði á undan þeim íslensku að leyfa íbúum að fara í sund, það er að segja ef þau áform standast að íslensku laugarnar fáist opnaðar 18. maí. Grænlendingar viðhalda þó áfram takmörkunum á komum útlendinga til landsins að minnsta kosti út maímánuð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þætti Stöðvar 2 um mannlíf í Nuuk fyrir þremur árum var einnig fjallað um sundhöllina.
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Tengdar fréttir Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Göturóstur í Nuuk eftir að opnað var á sölu áfengis Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en það hafði þá staðið í átján daga. 16. apríl 2020 21:37 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira
Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04
Göturóstur í Nuuk eftir að opnað var á sölu áfengis Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en það hafði þá staðið í átján daga. 16. apríl 2020 21:37
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05