City Football Group, félagið sem á meðal annars Manchester City, er að ganga frá kaupum á belgíska B-deildarfélaginu Lommel en á mála hjá félaginu er Kolbeinn Þórðarson sem og fyrrum leikmaður FH og Breiðabliks, Jonathan Hendrickx.
Lommel hefur verið í miklum fjárhagsvandræðum að undanförnu og skuldar liðið 1,75 milljónir punda. Talið var að það væri að verða gjaldþrota en nú hefur City Football Group stigið inn í og ætlar sér að kaupa félagið sem verður það níunda í eigu félagsins.
Manchester City á Englandi, New York City í Bandaríkjunum, Melbourne City í Ástralíu, Yohama F Marinos í Japan, Montevideo City Torque í Úrugvæ, Girona á Spáni, Sichuan Jiuniu í Kína og Mumbau City á Indlandi eru nú þegar að fullu eða að hluta til í eigu félagsins.
Lommel var í 6. sæti belgísku B-deildarinnar er deildin var blásin af. Stefán Gíslason var stjóri liðsins framan af tímabili en var svo látinn fara.
Man City owners add ninth club to their portfolio as they buy Belgian second division side Lommel SK https://t.co/JiQ99Bht3O
— MailOnline Sport (@MailSport) May 8, 2020