Guðni hefur kosningabaráttu sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 12:31 Frá afhendingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur hafið kosningabaráttu sína. Guðni tilkynnir í dag framboð sitt til endurkjörs en fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur í ár. Guðni tilkynnir þetta á Faceook þar sem hann rifjar upp framboðið fyrir fjórum árum. „Vordagarnir 2016 líða okkur Elizu seint úr minni. Einstakt var að finna stuðning og samstöðu þeirra þúsunda sem studdu framboðið á svo marga vegu. Allan þann hlýhug munum við ætíð meta mikils,“ segir Guðni. „Í kosningastarfinu einsettum við okkur öll að sýna heilindi og háttvísi, vera bjartsýn og eljusöm. Það er óbreytt. Senn er kjörtímabilið á enda og sú sjálfsagða skylda fram undan að safna meðmælum fyrir framboð mitt á nýjan leik. Sú söfnun hlýtur hins vegar að verða með öðrum hætti en síðast. Því miður gefst ekki sama færi nú og þá að hitta fólk sem víðast og oftast. Í staðinn reiðum við okkur á samfélagsmiðla og rafrænar undirskriftir.“ Guðni ræðir í tilkynningu sinni um kórónuveiruna. Þau Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra fyrstu sem fóru í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu.Vísir/Vilhelm Þessu valdi nauðsynlegar varnir gegn veirunni skæðu. „Þótt vel hafi gengið hingað til er baráttu okkar gegn þeim vágesti ekki lokið. En það mun birta til! Það býr kraftur í þessari þjóð. Stefnum að því saman að vinna bug á farsóttinni. Og stefnum svo að því saman að skapahér enn betra samfélag en áður. Með það í huga ákvað ég að bjóða mig fram til endurkjörs. Með það í huga vil ég þjóna landi og þjóð.“ Hann setur hlekki á undirskriftarsöfnunina í færslu sína sem sjá má hér að neðan og sömuleiðis vegna meðmæla. Guðmundur Franklín hefur tilkynnt forsetaframboð og var í Kringlunni í gær að safna undirskriftum. Þá eru Arngrímur Friðrik Pálmason og Axel Pétur Axelsson sömuleiðis að safna rafrænum undirskriftum.Vísir/Vilhelm „Vakni einhverjar spurningar bið ég ykkur að hafa samband með því að senda skilaboð á þessa síðu. Ég hvet ykkur sömuleiðis til að vekja athygli þeirra, sem þið teljið að kunni að hafa áhuga á að mæla með framboðinu, á þessari síðu,“ segir Guðni. „Við höfum þurft að þola erfiða og mæðusama daga. Flest eða öll þekkjum við fólk sem á um sárt að binda vegna veirunnar, fólk sem hefur misst ástvin, veikst illa eða misst sína atvinnu. Farsóttin hefur sett sitt mark á samfélag okkar og veröldina alla. Hér heima stöndum við í þakkarskuld við heilbrigðisstarfsfólk, forystusveit í almanna- og veiruvörnum og fjölmarga aðra sem hafa sinnt því að vernda líf og heilsu fólks. Fyrir hönd okkar Elizu óska ég ykkur öllum velfarnaðar. Við höfum séð það svartara, við munum sjá það bjartara.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur hafið kosningabaráttu sína. Guðni tilkynnir í dag framboð sitt til endurkjörs en fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur í ár. Guðni tilkynnir þetta á Faceook þar sem hann rifjar upp framboðið fyrir fjórum árum. „Vordagarnir 2016 líða okkur Elizu seint úr minni. Einstakt var að finna stuðning og samstöðu þeirra þúsunda sem studdu framboðið á svo marga vegu. Allan þann hlýhug munum við ætíð meta mikils,“ segir Guðni. „Í kosningastarfinu einsettum við okkur öll að sýna heilindi og háttvísi, vera bjartsýn og eljusöm. Það er óbreytt. Senn er kjörtímabilið á enda og sú sjálfsagða skylda fram undan að safna meðmælum fyrir framboð mitt á nýjan leik. Sú söfnun hlýtur hins vegar að verða með öðrum hætti en síðast. Því miður gefst ekki sama færi nú og þá að hitta fólk sem víðast og oftast. Í staðinn reiðum við okkur á samfélagsmiðla og rafrænar undirskriftir.“ Guðni ræðir í tilkynningu sinni um kórónuveiruna. Þau Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra fyrstu sem fóru í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu.Vísir/Vilhelm Þessu valdi nauðsynlegar varnir gegn veirunni skæðu. „Þótt vel hafi gengið hingað til er baráttu okkar gegn þeim vágesti ekki lokið. En það mun birta til! Það býr kraftur í þessari þjóð. Stefnum að því saman að vinna bug á farsóttinni. Og stefnum svo að því saman að skapahér enn betra samfélag en áður. Með það í huga ákvað ég að bjóða mig fram til endurkjörs. Með það í huga vil ég þjóna landi og þjóð.“ Hann setur hlekki á undirskriftarsöfnunina í færslu sína sem sjá má hér að neðan og sömuleiðis vegna meðmæla. Guðmundur Franklín hefur tilkynnt forsetaframboð og var í Kringlunni í gær að safna undirskriftum. Þá eru Arngrímur Friðrik Pálmason og Axel Pétur Axelsson sömuleiðis að safna rafrænum undirskriftum.Vísir/Vilhelm „Vakni einhverjar spurningar bið ég ykkur að hafa samband með því að senda skilaboð á þessa síðu. Ég hvet ykkur sömuleiðis til að vekja athygli þeirra, sem þið teljið að kunni að hafa áhuga á að mæla með framboðinu, á þessari síðu,“ segir Guðni. „Við höfum þurft að þola erfiða og mæðusama daga. Flest eða öll þekkjum við fólk sem á um sárt að binda vegna veirunnar, fólk sem hefur misst ástvin, veikst illa eða misst sína atvinnu. Farsóttin hefur sett sitt mark á samfélag okkar og veröldina alla. Hér heima stöndum við í þakkarskuld við heilbrigðisstarfsfólk, forystusveit í almanna- og veiruvörnum og fjölmarga aðra sem hafa sinnt því að vernda líf og heilsu fólks. Fyrir hönd okkar Elizu óska ég ykkur öllum velfarnaðar. Við höfum séð það svartara, við munum sjá það bjartara.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira