Taka stærra skref í tilslökunum 25. maí en reiknað var með Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 14:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir þann 25. maí sé líklegt að fleiri en 100 manns megi koma saman. Fram til þess hafi verið rætt um að miða við 100 manna samkomur í næsta skrefi afléttingar samkomutakmarkanna en nú ljóst að hægt sé að stíga stærra skref. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur sagði líklegt að farið yrði í hærri tölu en 100 manns varðandi samkomur en að hann væri ekki tilbúinn til að segja nákvæmlega hversu há talan verður. Þetta yrði nánar útlistað í minnisblaði hans til ráðherra í næstu viku. Fyrr í vikunn hafði Þórólfur greint frá því að þann 25. maí yrði stefnt á það að leyfa líkamsræktarstöðvum að opna. Aðspurður á fundinum í dag hvort að þennan sama dag opni í raun allt sem hafi verið lokað, til dæmis barir, sagði Þórólfur ekki búið að ræða það alveg. Benti hann á að margar sýkingar, erlendis frá, megi rekja til starfsemi á börum. Það sé líka sá staður þar sem fólk passi kannski síst upp á sótt- og sýkingavarnir. Barirnir myndu þó á endanum opna. Þremur vikum eftir 25. maí væri síðan stefnt á frekar afléttingar á samkomutakmörkunum. Þórólfur ræddi síðan einnig um ferðatakmarkanir sem eru í gildi hér til 15. maí næstkomandi. Hann sagði vinnu í gangi við það hvernig aflétta megi þeim takmörkunum og hvernig hægt væri að opna landamærin og um leið takmarka sem mest að veirur komi hingað til lands. Brýnt væri að taka ákvarðanir um hvernig þetta verði gert en endanlegar tillögur liggja ekki fyrir. Nokkuð fyrirsjáanlegt væri að þær tillögur muni ekki liggja fyrir fyrir 15. maí. Þórólfur kvaðst því ætla að leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ráðstafanir sem nú séu í gildi, til að mynda varðandi tveggja vikna sóttkví þeirra sem koma hingað til lands, verði framlengdar þar til niðurstaða fáist í það hvernig málum verði háttað varðandi landamærin. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir þann 25. maí sé líklegt að fleiri en 100 manns megi koma saman. Fram til þess hafi verið rætt um að miða við 100 manna samkomur í næsta skrefi afléttingar samkomutakmarkanna en nú ljóst að hægt sé að stíga stærra skref. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur sagði líklegt að farið yrði í hærri tölu en 100 manns varðandi samkomur en að hann væri ekki tilbúinn til að segja nákvæmlega hversu há talan verður. Þetta yrði nánar útlistað í minnisblaði hans til ráðherra í næstu viku. Fyrr í vikunn hafði Þórólfur greint frá því að þann 25. maí yrði stefnt á það að leyfa líkamsræktarstöðvum að opna. Aðspurður á fundinum í dag hvort að þennan sama dag opni í raun allt sem hafi verið lokað, til dæmis barir, sagði Þórólfur ekki búið að ræða það alveg. Benti hann á að margar sýkingar, erlendis frá, megi rekja til starfsemi á börum. Það sé líka sá staður þar sem fólk passi kannski síst upp á sótt- og sýkingavarnir. Barirnir myndu þó á endanum opna. Þremur vikum eftir 25. maí væri síðan stefnt á frekar afléttingar á samkomutakmörkunum. Þórólfur ræddi síðan einnig um ferðatakmarkanir sem eru í gildi hér til 15. maí næstkomandi. Hann sagði vinnu í gangi við það hvernig aflétta megi þeim takmörkunum og hvernig hægt væri að opna landamærin og um leið takmarka sem mest að veirur komi hingað til lands. Brýnt væri að taka ákvarðanir um hvernig þetta verði gert en endanlegar tillögur liggja ekki fyrir. Nokkuð fyrirsjáanlegt væri að þær tillögur muni ekki liggja fyrir fyrir 15. maí. Þórólfur kvaðst því ætla að leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ráðstafanir sem nú séu í gildi, til að mynda varðandi tveggja vikna sóttkví þeirra sem koma hingað til lands, verði framlengdar þar til niðurstaða fáist í það hvernig málum verði háttað varðandi landamærin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira