Fótbolti

Liverpool út ferilinn eða aftur til Celtic

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andy Robertson og Trent Alexander-Arnold.
Andy Robertson og Trent Alexander-Arnold. vísir/getty

Hinn 26 ára vinstri bakvörður Liverpool, Andrew Robertson, hefur hug á því að spila með Liverpool út ferilinn. Þetta sagði hann í samtali við Peter Crouch í hlaðvarpi þess síðarnefnda.

Robertson hefur spilað 119 leiki fyrir Liverpool eftir að hann kom til félagsins frá Hull en hann hefur slegið í gegn eftir þessi óvæntu félagaskipti.

„Ef þú spyrð miig hvað ég vil gera þá myndi ég auðvitað elska að spila út ferilinn með Liverpool en ég vei teinnig að það er erfitt að spila á svona háu stigi þangað til maður er 35 eða 36 ára,“ sagði Robertson.

Skotinn segir að verði það ekki Liverpool þá myndi hann vilja spila fyrir Celtic í Skotlandi þar sem hann lék á sínum yngri árum. Hann var þó látinn fara þaðan á unglingsárunum því hann þótti ekki nægilega góður.

„Ég myndi elska að fara í Celtic treyjuna og labba út á Parkhead,“ bætti Robertson við.

Eftir að hafa verið látinn fara frá Celtic þá spilaði hann með Queens Park og Dundee United í heimalandinu áður en hann hélt til Hull.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×