Nota hitaskynjandi dróna í umfangsmikilli leit að hundinum Bangsa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2020 11:56 Hundurinn Bangsi hefur verið týndur frá því á þriðjudaginn. Mynd/Aðsend Umfangsmikil leit stendur nú yfir að hundinum Bangsa sem varð viðskila við eiganda sinn nærri Helgufoss ofan við Gljúfrastein i Mosfellsdal. Um fimmtíu manns komu að leitinni í gær og í dag er leitinni svæðaskipt. Meðal annars er notast við hitaskynjandi dróna. Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border Collie, gylltur og hvítur. Hann týndist á þriðjudaginn og síðan þá hafa eigendur hans leitað hans með dyggri aðstoð vina, kunningja og hundaáhugamanna. Í samtali við Vísi segir Hermann Georg Gunnlaugsson, eigandi hundarins að nú sé leitinni beint að tveimur svæðum. Annars vegar með hitaskynjandi drónum á svæðinu þar sem hann varð viðskila við eigandann. Um 50 manns komu að leitinni í gær.Mynd/Aðsend „Við erum með hjálparsveit skáta sem er komið með dróna og eru að nota hitadróna til að fara yfir og sjá heita bletti,“ segir Hermann en kórfélagar hans, sem einnig eru meðlimir í björgunarsveit hafi boðið fram aðstoð sína. „Þau eru líka að nota tækifærið að prufa hitaskannann og sjá hvernig hann virkar í þessu umhverfi,“ segir Hermann. Annar hluti leitarinnar fer fram við Höfðahverfi, Grafarvogi, Ártúnshöfði, Hálsum, Fákum, Úlfarsárdal og Elliðaárdal og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið hvattir til að aðstoða við leitina. Þá hvetur Hermann þá sem ætla að nýta daginn til útisvistar að hafa augun hjá sér ef Bangsi skyldi dúkka upp einhver staðar. Þrátt fyrir að Bangsi sé kominn til ára sinna segir Hermann að hann sé vel sprækur, gangi allajafna 3-4 kílómetra á dag og hafi honum tekist að komast af svæðinu þar sem hann týndist sé mögulegt að hann hafi komist allt að 60 kílómetra. Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að hann sé fastur einhvers staðar og geti ekki látið vita af sér. Bangsa er sárt saknaðMynd/Aðsend „Frá því á þriðjudag er mikill fjöldi fólks búinn að taka þátt í leitinni og í gær komu um 50 manns meira og minna að leitinni. Ótrúlegt hvað fólk hefur sýnt þessu áhuga og tekið þátt í að leita,“ skrifar Hermann á Facebook sem biður þá sem kunna að hafa séð til Bangsa að hafa samband við sig. Upplýsingar um hvernig megi hafa samband við Hermann má finna í Facebook-færslu hans hér að neðan. Bangsi enn ófundinn. Uppfærsla 9. maí kl. 00:20 Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border...Posted by Hermann Georg Gunnlaugsson on Föstudagur, 8. maí 2020 Dýr Mosfellsbær Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Umfangsmikil leit stendur nú yfir að hundinum Bangsa sem varð viðskila við eiganda sinn nærri Helgufoss ofan við Gljúfrastein i Mosfellsdal. Um fimmtíu manns komu að leitinni í gær og í dag er leitinni svæðaskipt. Meðal annars er notast við hitaskynjandi dróna. Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border Collie, gylltur og hvítur. Hann týndist á þriðjudaginn og síðan þá hafa eigendur hans leitað hans með dyggri aðstoð vina, kunningja og hundaáhugamanna. Í samtali við Vísi segir Hermann Georg Gunnlaugsson, eigandi hundarins að nú sé leitinni beint að tveimur svæðum. Annars vegar með hitaskynjandi drónum á svæðinu þar sem hann varð viðskila við eigandann. Um 50 manns komu að leitinni í gær.Mynd/Aðsend „Við erum með hjálparsveit skáta sem er komið með dróna og eru að nota hitadróna til að fara yfir og sjá heita bletti,“ segir Hermann en kórfélagar hans, sem einnig eru meðlimir í björgunarsveit hafi boðið fram aðstoð sína. „Þau eru líka að nota tækifærið að prufa hitaskannann og sjá hvernig hann virkar í þessu umhverfi,“ segir Hermann. Annar hluti leitarinnar fer fram við Höfðahverfi, Grafarvogi, Ártúnshöfði, Hálsum, Fákum, Úlfarsárdal og Elliðaárdal og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið hvattir til að aðstoða við leitina. Þá hvetur Hermann þá sem ætla að nýta daginn til útisvistar að hafa augun hjá sér ef Bangsi skyldi dúkka upp einhver staðar. Þrátt fyrir að Bangsi sé kominn til ára sinna segir Hermann að hann sé vel sprækur, gangi allajafna 3-4 kílómetra á dag og hafi honum tekist að komast af svæðinu þar sem hann týndist sé mögulegt að hann hafi komist allt að 60 kílómetra. Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að hann sé fastur einhvers staðar og geti ekki látið vita af sér. Bangsa er sárt saknaðMynd/Aðsend „Frá því á þriðjudag er mikill fjöldi fólks búinn að taka þátt í leitinni og í gær komu um 50 manns meira og minna að leitinni. Ótrúlegt hvað fólk hefur sýnt þessu áhuga og tekið þátt í að leita,“ skrifar Hermann á Facebook sem biður þá sem kunna að hafa séð til Bangsa að hafa samband við sig. Upplýsingar um hvernig megi hafa samband við Hermann má finna í Facebook-færslu hans hér að neðan. Bangsi enn ófundinn. Uppfærsla 9. maí kl. 00:20 Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border...Posted by Hermann Georg Gunnlaugsson on Föstudagur, 8. maí 2020
Dýr Mosfellsbær Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira