Nota hitaskynjandi dróna í umfangsmikilli leit að hundinum Bangsa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2020 11:56 Hundurinn Bangsi hefur verið týndur frá því á þriðjudaginn. Mynd/Aðsend Umfangsmikil leit stendur nú yfir að hundinum Bangsa sem varð viðskila við eiganda sinn nærri Helgufoss ofan við Gljúfrastein i Mosfellsdal. Um fimmtíu manns komu að leitinni í gær og í dag er leitinni svæðaskipt. Meðal annars er notast við hitaskynjandi dróna. Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border Collie, gylltur og hvítur. Hann týndist á þriðjudaginn og síðan þá hafa eigendur hans leitað hans með dyggri aðstoð vina, kunningja og hundaáhugamanna. Í samtali við Vísi segir Hermann Georg Gunnlaugsson, eigandi hundarins að nú sé leitinni beint að tveimur svæðum. Annars vegar með hitaskynjandi drónum á svæðinu þar sem hann varð viðskila við eigandann. Um 50 manns komu að leitinni í gær.Mynd/Aðsend „Við erum með hjálparsveit skáta sem er komið með dróna og eru að nota hitadróna til að fara yfir og sjá heita bletti,“ segir Hermann en kórfélagar hans, sem einnig eru meðlimir í björgunarsveit hafi boðið fram aðstoð sína. „Þau eru líka að nota tækifærið að prufa hitaskannann og sjá hvernig hann virkar í þessu umhverfi,“ segir Hermann. Annar hluti leitarinnar fer fram við Höfðahverfi, Grafarvogi, Ártúnshöfði, Hálsum, Fákum, Úlfarsárdal og Elliðaárdal og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið hvattir til að aðstoða við leitina. Þá hvetur Hermann þá sem ætla að nýta daginn til útisvistar að hafa augun hjá sér ef Bangsi skyldi dúkka upp einhver staðar. Þrátt fyrir að Bangsi sé kominn til ára sinna segir Hermann að hann sé vel sprækur, gangi allajafna 3-4 kílómetra á dag og hafi honum tekist að komast af svæðinu þar sem hann týndist sé mögulegt að hann hafi komist allt að 60 kílómetra. Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að hann sé fastur einhvers staðar og geti ekki látið vita af sér. Bangsa er sárt saknaðMynd/Aðsend „Frá því á þriðjudag er mikill fjöldi fólks búinn að taka þátt í leitinni og í gær komu um 50 manns meira og minna að leitinni. Ótrúlegt hvað fólk hefur sýnt þessu áhuga og tekið þátt í að leita,“ skrifar Hermann á Facebook sem biður þá sem kunna að hafa séð til Bangsa að hafa samband við sig. Upplýsingar um hvernig megi hafa samband við Hermann má finna í Facebook-færslu hans hér að neðan. Bangsi enn ófundinn. Uppfærsla 9. maí kl. 00:20 Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border...Posted by Hermann Georg Gunnlaugsson on Föstudagur, 8. maí 2020 Dýr Mosfellsbær Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Umfangsmikil leit stendur nú yfir að hundinum Bangsa sem varð viðskila við eiganda sinn nærri Helgufoss ofan við Gljúfrastein i Mosfellsdal. Um fimmtíu manns komu að leitinni í gær og í dag er leitinni svæðaskipt. Meðal annars er notast við hitaskynjandi dróna. Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border Collie, gylltur og hvítur. Hann týndist á þriðjudaginn og síðan þá hafa eigendur hans leitað hans með dyggri aðstoð vina, kunningja og hundaáhugamanna. Í samtali við Vísi segir Hermann Georg Gunnlaugsson, eigandi hundarins að nú sé leitinni beint að tveimur svæðum. Annars vegar með hitaskynjandi drónum á svæðinu þar sem hann varð viðskila við eigandann. Um 50 manns komu að leitinni í gær.Mynd/Aðsend „Við erum með hjálparsveit skáta sem er komið með dróna og eru að nota hitadróna til að fara yfir og sjá heita bletti,“ segir Hermann en kórfélagar hans, sem einnig eru meðlimir í björgunarsveit hafi boðið fram aðstoð sína. „Þau eru líka að nota tækifærið að prufa hitaskannann og sjá hvernig hann virkar í þessu umhverfi,“ segir Hermann. Annar hluti leitarinnar fer fram við Höfðahverfi, Grafarvogi, Ártúnshöfði, Hálsum, Fákum, Úlfarsárdal og Elliðaárdal og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið hvattir til að aðstoða við leitina. Þá hvetur Hermann þá sem ætla að nýta daginn til útisvistar að hafa augun hjá sér ef Bangsi skyldi dúkka upp einhver staðar. Þrátt fyrir að Bangsi sé kominn til ára sinna segir Hermann að hann sé vel sprækur, gangi allajafna 3-4 kílómetra á dag og hafi honum tekist að komast af svæðinu þar sem hann týndist sé mögulegt að hann hafi komist allt að 60 kílómetra. Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að hann sé fastur einhvers staðar og geti ekki látið vita af sér. Bangsa er sárt saknaðMynd/Aðsend „Frá því á þriðjudag er mikill fjöldi fólks búinn að taka þátt í leitinni og í gær komu um 50 manns meira og minna að leitinni. Ótrúlegt hvað fólk hefur sýnt þessu áhuga og tekið þátt í að leita,“ skrifar Hermann á Facebook sem biður þá sem kunna að hafa séð til Bangsa að hafa samband við sig. Upplýsingar um hvernig megi hafa samband við Hermann má finna í Facebook-færslu hans hér að neðan. Bangsi enn ófundinn. Uppfærsla 9. maí kl. 00:20 Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border...Posted by Hermann Georg Gunnlaugsson on Föstudagur, 8. maí 2020
Dýr Mosfellsbær Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent