Giorgio Chiellini, varnarmaður Juventus og ítalska landsliðsins, ber litla sem enga virðingu fyrir Mario Balotelli og segir að hann hafi verið reglulega til vandræða.
Chiellini og Balotelli fóru saman á þrjú stórmót með Ítalíu; þar á meðal EM 2012 og HM 2014. Það dró til tíðinda árið 2013 þegar Chiellini var afar ósáttur með skrautlega Balotelli.
„Balotelli er neikvæð persóna sem ber enga virðingu fyrir liðinu,“ skrifaði Chiellini í ævisögu sína sem kemur út á næstunni en La Repplubica greinir frá.
„Árið 2013, í Álfukeppninni gegn Brasilíu, þá hjálpaði honum ekkert. Hann átti skilið að vera sleginn utan undir. Einhverjir segja að hann sé á topp fimm yfir bestu leikmann í heiminum en ég hugsaði ekki einu sinni um hann á efstu tíu eða tuttugu.“
Það var ekki bara Balotelli sem fór í taugarnar á Chiellini því það gerði einnig Felipe Melo sem var á mála hjá Juventus á árunum 2009 til 2011.
„Felipe Melo er jafnvel verri. Ég get ekki fólk sem ber ekki virðingu fyrir öðrum og þeim sem synda alltaf gegn straumnum. Það voru alltaf vandamál varðandi hann og ég sagði að hann væri rotið epli í hópnum,“ sagði Chiellini.