Fótbolti

Leikmenn Wolves mega ekki fara út í búð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conor Coady og félagar verða bara vera heima.
Conor Coady og félagar verða bara vera heima. vísir/getty

Wolves hefur skipað leikmönnum síum að haldast heima og þeir mega meðal annars ekki fara fara út í matvörubúð vegna kórónuveirunnar.

Leikmenn Wolves æfa heima þessa daganna eins og mörg önnur lið deildarinnar. Þeir hafa fengið styrktaræfingar sem þeir halda sér við og verði klárir þegar enski boltinn fer aftur af stað eftir faraldurinn mikla.

„Við reynum að halda sambandinu í gegnum WhatsApp. Félagið er alltaf að ræða við okkur svo við förum eftir öllu. Við eigum ekki að fara út úr húsinu og ekki heldur fara út í matvörubúð,“ sagði Pedro Neto, framherji liðsins.

„Þeir koma með birgðir eins og mat og hluti sem við notum svo við þurfum ekki að fara út. Þetta hefur verið erfitt en félagið styður okkur. Þetat er skrýtið og erfitt því við erum bara heima. Að vera án fótbolta er eins og það vanti eitthvað í lífið hjá manni.“

„Nú sýnum við styrk og vonandi gengur vírusinn yfir. Hann mun ganga yfir en við verðum að bíða og sjá.“

Mikið álag hefur verið á liði Wolves á leiktíðinni. Liðið hefur spilað 48 leiki á leiktíðinni og má segja að fríið sé kannski kærkomið fyrir nokkra leikmenn Úlfanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×